Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. febrúar 2025 14:04 Alexandra sakar Helgu ekki bara um lygar, heldur helvítis lygar. Vísir/Samsett Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segist ekki geta orða bundist vegna greinar grunnskólakennarans Helgu Daggar Sverrisdóttur þar sem hún fjallar um umdeildar forsetatilskipanir nýinnsvarins Bandaríkjaforseta. Hún segir sjónarmið Helgu Daggar sem koma fram í greininni vera hluta af bakslagi í réttindum hinseginfólks. Þau byggi á hræðsluáróðri sem búinn hefur verið til í þeim tilgangi að ala á ótta og vantrausti og að það sé gert til að leggja grunninn að því að afnema þau réttindi sem áunnist hafa hinsegin fólki með áratuga baráttu og á endanum að losna við það úr samfélaginu. Enginn vilji þvinga börn í hormónameðferðir eða á blokkera og enginn vilji setja börn unglinga í aðgerðir. „Allt tal um slíkt er einfaldlega lygar og áróður sem er ætlað að gera það auðveldara að útskúfa okkur. Meira en lygar, þetta eru helvítis lygar. Þeim er ætlað að gera fólk hrætt við okkur, halda að við séum eitthvað hrikalegt og illt, til þess að grafa undan mannréttindum okkar og gera það auðveldara að koma fram við okkur sem eitthvað lægra en mannlegt.“ Sjá einnig: Lygar og helvítis lygar „Það er vegferðin sem forsetatilskipanir Trump eru á, og sú vegferð er stórhættuleg. Þeim tilskipunum er ætlað að eyða tilveru okkar,“ skrifar Alexandra. Tilskipanir Trumps vega að tilvistarrétti trans fólks Tilskipanir Trumps, líkt og Helga Dögg kemur inn á í grein sinni, miða að því að draga úr viðurkenningu hins opinbera á trans fólki. Skráningar í kerfum hins opinbera miða nú við kyn ákvarðað við fæðingu, trans körlum er nú meinað að taka þátt í skipulögðum kvennaíþróttum, hormónameðferðir fyrir börn eru nú óheimilar og bannað verður að kenna börnum um hinseginleika í hinu opinbera skólakerfi. Alexandra Briem lítur svo á að með þessum tilskipunum sé ætlunin að gera trans fólk ósýnilegt í bandarísku samfélagi eða jafnvel þurrka það út. „Tilskipunum sem þessum er ætlað að gera okkur erfiðara að vera til, neyða okkur inn í skápinn, eða til að taka eigið líf, eða gerast óhjákvæmilega brotleg við lögin sem þau setja gegn okkur og enda þannig í fangelsi. Við einfaldlega pössum ekki inn í heimsmyndina sem þau eru búin að ákveða að skuli vera sönn,“ segir hún. Hún segir þennan hugsunarhátt byggjast á því að trúa ekki á tilvist trans fólks og þar með halda að allir sem segjast vera trans séu annað hvort lygarar eða úr sambandi við veruleikann. „Þess vegna líta þau svo á að upplýsingar um hinseginleikann, sem geta hjálpað ungu fólki að átta sig, séu heilaþvottur. Þeim er líka ómögulegt að skilja að nokkuð sem fjalli um kyn fjalli ekki í rauninni um kynlíf, sem þó er fáránlegt. Þar sem þau líta á fræðslu um kyn sem ‚kynferðislega‘, þá líta þau á hana sem óviðeigandi fyrir börn,“ segir hún. Vilja ekki vera þurrkuð út Alexandra segir afstöðu Helgu og skoðanasystkina hennar grundvallast í vanþekkingu og skilningsleysi. „Fyrir flestu fólki sem ekki er trans hefur aldrei verið neitt misræmi milli þeirra líkamlega kyns og þeirra upplifuðu kynvitund. Þess vegna er þeim mjög eðlilegt að upplifa það sem einn og sama hlutinn og eiga, eðlilega, mjög erfitt með að ímynda sér hvernig það sé,“ segir hún. „Fyrir okkur sem erum trans er þetta hins vegar eitthvað sem við höfum annað hvort alltaf upplifað að passi illa saman, eða upplifum ákveðna hugljómun þegar við erum eldri og föttum hvað það er sem ekki hefur verið að passa í okkar upplifun,“ segir Alexandra. Sjá einnig: Trump og forsetatilskipanir Hún segir að mikilvægast sé þó ekki að fólk sé fullkomlega með á nótunum heldur bara að það sýni tillitsemi og samþykki tilvist trans fólks. „En á endanum, þá þarf fólk ekki að trúa okkur, bara samþykkja það að jafnvel þó við höfum á einhvern hátt rangt fyrir okkur, þá eigum við rétt á að lifa eigin lífi á þann hátt sem við teljum heiðarlegast og réttast. Við biðjum ekki um mikið, bara ákveðna lágmarks kurteisi og að vera ekki afmennskuð, líkt við kynferðisbrotafólk eða sökuð um að heilaþvo börn,“ segir hún. „Við viljum ekki vera þurrkuð út úr samfélaginu. Við erum til, við erum hér. Engin löggjöf breytir því. Hún jaðarsetur okkur bara, gerir það auðveldara að hunsa okkur, gerir okkur erfiðara að fá þá meðferð sem hjálpar okkur að vera sátt í eigin skinni,“ segir Alexandra. Auðvelt skotmark Hún segir hinsegin fólk og trans fólk vera auðvelt skotmark, þau séu fá og að fólk eigi erfitt með að setja sig í spor þeirra. „Ísland fór á örfáum árum frá því að vera eitt af þröngsýnustu löndum Evrópu, þar sem hvað erfiðast var að vera samkynhneigð eða hinsegin, í að vera hvað framsæknast og jákvæðast. Við erum þar enn. Ég trúi að við séum þar enn og ætlum að vera það. En svo sé ég svona greinar, sem lepja upp hatursáróður og lygar að utan, og ég óttast,“ segir Alexandra. „Ég óttast það að land sem getur breyst hratt, gæti líka breyst hratt til baka. En ég trúi á okkur. Ég trúi að við séum betri en það.“ Ekki bakslag heldur endurheimt Helga Dögg svarar Alexöndru í grein sem hún birti á Vísi fyrr í dag. Þar segir hún ekki um bakslag í réttindabaráttu að ræða heldur endurheimt réttinda. Valdi slík endurheimt bakslagi fyrir annan hóp verði svo að vera. „Við mátti búast að karlmaður, sem skilgreinir sig sem konu, hafi reynt að svara greininni þar sem höfundur fjallar um tilskipanir Trumps. Þær fjalla réttindi barna, kvenna og stúlkna sem hafa horfið með tilkomu laga um kynrænt sjálfræði. Trump hefur með tilskipunum sínum endurheimt þau réttindi og vonandi gengur það eftir. Kvenkynið má vera ánægt með þessar tilskipanir,“ segir Helga Dögg. Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Hún segir sjónarmið Helgu Daggar sem koma fram í greininni vera hluta af bakslagi í réttindum hinseginfólks. Þau byggi á hræðsluáróðri sem búinn hefur verið til í þeim tilgangi að ala á ótta og vantrausti og að það sé gert til að leggja grunninn að því að afnema þau réttindi sem áunnist hafa hinsegin fólki með áratuga baráttu og á endanum að losna við það úr samfélaginu. Enginn vilji þvinga börn í hormónameðferðir eða á blokkera og enginn vilji setja börn unglinga í aðgerðir. „Allt tal um slíkt er einfaldlega lygar og áróður sem er ætlað að gera það auðveldara að útskúfa okkur. Meira en lygar, þetta eru helvítis lygar. Þeim er ætlað að gera fólk hrætt við okkur, halda að við séum eitthvað hrikalegt og illt, til þess að grafa undan mannréttindum okkar og gera það auðveldara að koma fram við okkur sem eitthvað lægra en mannlegt.“ Sjá einnig: Lygar og helvítis lygar „Það er vegferðin sem forsetatilskipanir Trump eru á, og sú vegferð er stórhættuleg. Þeim tilskipunum er ætlað að eyða tilveru okkar,“ skrifar Alexandra. Tilskipanir Trumps vega að tilvistarrétti trans fólks Tilskipanir Trumps, líkt og Helga Dögg kemur inn á í grein sinni, miða að því að draga úr viðurkenningu hins opinbera á trans fólki. Skráningar í kerfum hins opinbera miða nú við kyn ákvarðað við fæðingu, trans körlum er nú meinað að taka þátt í skipulögðum kvennaíþróttum, hormónameðferðir fyrir börn eru nú óheimilar og bannað verður að kenna börnum um hinseginleika í hinu opinbera skólakerfi. Alexandra Briem lítur svo á að með þessum tilskipunum sé ætlunin að gera trans fólk ósýnilegt í bandarísku samfélagi eða jafnvel þurrka það út. „Tilskipunum sem þessum er ætlað að gera okkur erfiðara að vera til, neyða okkur inn í skápinn, eða til að taka eigið líf, eða gerast óhjákvæmilega brotleg við lögin sem þau setja gegn okkur og enda þannig í fangelsi. Við einfaldlega pössum ekki inn í heimsmyndina sem þau eru búin að ákveða að skuli vera sönn,“ segir hún. Hún segir þennan hugsunarhátt byggjast á því að trúa ekki á tilvist trans fólks og þar með halda að allir sem segjast vera trans séu annað hvort lygarar eða úr sambandi við veruleikann. „Þess vegna líta þau svo á að upplýsingar um hinseginleikann, sem geta hjálpað ungu fólki að átta sig, séu heilaþvottur. Þeim er líka ómögulegt að skilja að nokkuð sem fjalli um kyn fjalli ekki í rauninni um kynlíf, sem þó er fáránlegt. Þar sem þau líta á fræðslu um kyn sem ‚kynferðislega‘, þá líta þau á hana sem óviðeigandi fyrir börn,“ segir hún. Vilja ekki vera þurrkuð út Alexandra segir afstöðu Helgu og skoðanasystkina hennar grundvallast í vanþekkingu og skilningsleysi. „Fyrir flestu fólki sem ekki er trans hefur aldrei verið neitt misræmi milli þeirra líkamlega kyns og þeirra upplifuðu kynvitund. Þess vegna er þeim mjög eðlilegt að upplifa það sem einn og sama hlutinn og eiga, eðlilega, mjög erfitt með að ímynda sér hvernig það sé,“ segir hún. „Fyrir okkur sem erum trans er þetta hins vegar eitthvað sem við höfum annað hvort alltaf upplifað að passi illa saman, eða upplifum ákveðna hugljómun þegar við erum eldri og föttum hvað það er sem ekki hefur verið að passa í okkar upplifun,“ segir Alexandra. Sjá einnig: Trump og forsetatilskipanir Hún segir að mikilvægast sé þó ekki að fólk sé fullkomlega með á nótunum heldur bara að það sýni tillitsemi og samþykki tilvist trans fólks. „En á endanum, þá þarf fólk ekki að trúa okkur, bara samþykkja það að jafnvel þó við höfum á einhvern hátt rangt fyrir okkur, þá eigum við rétt á að lifa eigin lífi á þann hátt sem við teljum heiðarlegast og réttast. Við biðjum ekki um mikið, bara ákveðna lágmarks kurteisi og að vera ekki afmennskuð, líkt við kynferðisbrotafólk eða sökuð um að heilaþvo börn,“ segir hún. „Við viljum ekki vera þurrkuð út úr samfélaginu. Við erum til, við erum hér. Engin löggjöf breytir því. Hún jaðarsetur okkur bara, gerir það auðveldara að hunsa okkur, gerir okkur erfiðara að fá þá meðferð sem hjálpar okkur að vera sátt í eigin skinni,“ segir Alexandra. Auðvelt skotmark Hún segir hinsegin fólk og trans fólk vera auðvelt skotmark, þau séu fá og að fólk eigi erfitt með að setja sig í spor þeirra. „Ísland fór á örfáum árum frá því að vera eitt af þröngsýnustu löndum Evrópu, þar sem hvað erfiðast var að vera samkynhneigð eða hinsegin, í að vera hvað framsæknast og jákvæðast. Við erum þar enn. Ég trúi að við séum þar enn og ætlum að vera það. En svo sé ég svona greinar, sem lepja upp hatursáróður og lygar að utan, og ég óttast,“ segir Alexandra. „Ég óttast það að land sem getur breyst hratt, gæti líka breyst hratt til baka. En ég trúi á okkur. Ég trúi að við séum betri en það.“ Ekki bakslag heldur endurheimt Helga Dögg svarar Alexöndru í grein sem hún birti á Vísi fyrr í dag. Þar segir hún ekki um bakslag í réttindabaráttu að ræða heldur endurheimt réttinda. Valdi slík endurheimt bakslagi fyrir annan hóp verði svo að vera. „Við mátti búast að karlmaður, sem skilgreinir sig sem konu, hafi reynt að svara greininni þar sem höfundur fjallar um tilskipanir Trumps. Þær fjalla réttindi barna, kvenna og stúlkna sem hafa horfið með tilkomu laga um kynrænt sjálfræði. Trump hefur með tilskipunum sínum endurheimt þau réttindi og vonandi gengur það eftir. Kvenkynið má vera ánægt með þessar tilskipanir,“ segir Helga Dögg.
Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira