Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Aron Guðmundsson skrifar 3. febrúar 2025 08:32 Snorri Steinn Guðjónsson er afar sáttur með frammistöðu Arons Pálmarssonar á nýafstöðnu stórmóti í handbolta en segir það smá áhyggjuefni hversu litla pressu aðrir leikmenn séu að setja á stöðu hans í liðinu Vísir/Samsett mynd Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir alveg hægt að færa rök fyrir því að án Arons Pálmarssonar væri landsliðið í veseni. Aron átti frábært stórmót í síðasta mánuði og hefur Snorri áhyggjur af því hversu litla pressu aðrir leikmenn setji á að taka stöðu hans. Aron Pálmarsson var einn af ljósu punktunum í leik íslenska liðsins á nýafstöðnu stórmóti. Aron spilaði af miklum krafti og yfir honum var ára leikmanns sem ætlaði sér að gefa allt sitt í verkefnið. Þegar kemur að því hvað hafi mest lagt grunninn að þessari spilamennsku Arons segir Snorri Steinn að hann telji hugarfar Arons spila þar stærsta rullu. „Ég held að hann hafi bara lagt á sig einhverja vinnu. Hann náttúrulega tekur þetta skref, að fara aftur út, sem ég held að hafi verið mjög jákvætt hvað íslenska landsliðið varðar. Að hann komist aftur inn í þetta atvinnumannaumhverfi og í þetta stóran klúbb. Það hjálpar mikið til. Hann er í góðu standi, hugsar um sig og ég hef alltaf skynjað að hann brennur fyrir íslenska landsliðið. Það er vel. Engin spurning að hann var frábær, annað mótið í var hann kannski okkar hættulegasti sóknarmaður. Það er samt á vissan hátt áhyggjuefni líka. Að menn skuli ekki setja meiri pressu á hann. Það líður þarna ár á milli þar sem að hann er ekki með okkur og ég sem þjálfari myndi vilja sjá menn setja hann undir enn meiri pressu þannig að við værum ekki háðir honum. Ég er ekki að segja að við séum háðir honum en það er alveg hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni.“ Landslið karla í handbolta Handbolti HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Eitt af stóru fréttamálunum eftir að íslenska handboltalandsliðið datt úr leik á heimsmeistaramótinu á dögunum var viðtal við landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson. 1. febrúar 2025 11:00 Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Innan við vika hefur liðið síðan að Ísland féll úr leik á heimsmeistaramótinu í handbolta. Sárin hafa ekki gróið og landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson segir síðustu daga ekki hafa verið neitt frábæra. 1. febrúar 2025 09:02 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
Aron Pálmarsson var einn af ljósu punktunum í leik íslenska liðsins á nýafstöðnu stórmóti. Aron spilaði af miklum krafti og yfir honum var ára leikmanns sem ætlaði sér að gefa allt sitt í verkefnið. Þegar kemur að því hvað hafi mest lagt grunninn að þessari spilamennsku Arons segir Snorri Steinn að hann telji hugarfar Arons spila þar stærsta rullu. „Ég held að hann hafi bara lagt á sig einhverja vinnu. Hann náttúrulega tekur þetta skref, að fara aftur út, sem ég held að hafi verið mjög jákvætt hvað íslenska landsliðið varðar. Að hann komist aftur inn í þetta atvinnumannaumhverfi og í þetta stóran klúbb. Það hjálpar mikið til. Hann er í góðu standi, hugsar um sig og ég hef alltaf skynjað að hann brennur fyrir íslenska landsliðið. Það er vel. Engin spurning að hann var frábær, annað mótið í var hann kannski okkar hættulegasti sóknarmaður. Það er samt á vissan hátt áhyggjuefni líka. Að menn skuli ekki setja meiri pressu á hann. Það líður þarna ár á milli þar sem að hann er ekki með okkur og ég sem þjálfari myndi vilja sjá menn setja hann undir enn meiri pressu þannig að við værum ekki háðir honum. Ég er ekki að segja að við séum háðir honum en það er alveg hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni.“
Landslið karla í handbolta Handbolti HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Eitt af stóru fréttamálunum eftir að íslenska handboltalandsliðið datt úr leik á heimsmeistaramótinu á dögunum var viðtal við landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson. 1. febrúar 2025 11:00 Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Innan við vika hefur liðið síðan að Ísland féll úr leik á heimsmeistaramótinu í handbolta. Sárin hafa ekki gróið og landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson segir síðustu daga ekki hafa verið neitt frábæra. 1. febrúar 2025 09:02 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Eitt af stóru fréttamálunum eftir að íslenska handboltalandsliðið datt úr leik á heimsmeistaramótinu á dögunum var viðtal við landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson. 1. febrúar 2025 11:00
Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Innan við vika hefur liðið síðan að Ísland féll úr leik á heimsmeistaramótinu í handbolta. Sárin hafa ekki gróið og landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson segir síðustu daga ekki hafa verið neitt frábæra. 1. febrúar 2025 09:02