Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. febrúar 2025 12:41 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir að það þurfi að vera samningsvilji svo hægt sé að boða til fundar. Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórafélagsins taldi kjarasamning kennara í höfn. Vísir Ríkissáttasemjari segir að kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga hafi strandað á að kennarar hafi viljað meiri innspýtingar í virðismat á kennarastafinu en kom fram í innanhússtillögu hans. Fulltrúi í samninganefnd kennara taldi að kjaradeilan myndi leysast í gær. Hann telur að pólitík hafi spillt fyrir. Ótímabundin verkföll hófust í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum í þrettán sveitarfélögum morgun. Nemendur eru alls um fimm þúsund. Fundi í kjaradeilu kennara við hið opinbera lauk í Karphúsinu í gærkvöldi án þess að samningar næðust. Lengi verið súr stemning Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga hafði fallist á innanhússtillögu ríkissáttasemjara þar sem meðal annars var kveðið á að láta gera virðismat á störfum kennara. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að kennarar hafi viljað meiri innspýtingar í virðismatsvegferðina. Samninganefndir hafi fundað um lausnir alla helgina en ekki komið sér saman. Hann sé í stöðugu sambandi við fólk ef hægt sé að liðka fyrir í deilunni. Það þurfi að vera samningsvilji svo hægt sé að boða til fundar. Sagan af samskiptum kennara og launagreiðenda hafi lengi verið mjög súr. Það kosti vilja ef eigi að leysa úr slíkri stöðu og gerist ekki bara öðru megin. Töldu samninga í höfn Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórastjórafélags Íslands og fulltrúi í samninganefnd Kennarasambandsins er undrandi yfir að ekki hafi tekist að semja í gær. Engar viðræður séu í gangi. „Það verður að segja eins og er að deilan brotnar upp og verkföll eru boðuð á sama tímapunkti og afar lítið bar á milli. Við héldum að við værum að fara að ganga frá þessu. Við höfum aldrei verið jafn nærri því og í gær,“ segir Þorsteinn. Aðspurður um hvað bar á milli svarar Þorsteinn: „Ég ætla ekki að útskýra það að svo komnu máli,“ segir Þorsteinn. Pólitík skorist í leikinn Hann telur að pólitík hafi spilað inn í á lokametrunum. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að það var eitthvað annað en peningar sem réðu þarna úrslitum. Ég held að pólitík sé að spila þarna alltof mikinn þátt í þessari deilu. Það séu einhverjir út í samfélaginu sem berjst gegn því að það verði farið af stað í þetta verkefni sem við höfum verið að vinna að með viðsemjendum okkar,“ segir Þorsteinn. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Ótímabundin verkföll hófust í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum í þrettán sveitarfélögum morgun. Nemendur eru alls um fimm þúsund. Fundi í kjaradeilu kennara við hið opinbera lauk í Karphúsinu í gærkvöldi án þess að samningar næðust. Lengi verið súr stemning Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga hafði fallist á innanhússtillögu ríkissáttasemjara þar sem meðal annars var kveðið á að láta gera virðismat á störfum kennara. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að kennarar hafi viljað meiri innspýtingar í virðismatsvegferðina. Samninganefndir hafi fundað um lausnir alla helgina en ekki komið sér saman. Hann sé í stöðugu sambandi við fólk ef hægt sé að liðka fyrir í deilunni. Það þurfi að vera samningsvilji svo hægt sé að boða til fundar. Sagan af samskiptum kennara og launagreiðenda hafi lengi verið mjög súr. Það kosti vilja ef eigi að leysa úr slíkri stöðu og gerist ekki bara öðru megin. Töldu samninga í höfn Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórastjórafélags Íslands og fulltrúi í samninganefnd Kennarasambandsins er undrandi yfir að ekki hafi tekist að semja í gær. Engar viðræður séu í gangi. „Það verður að segja eins og er að deilan brotnar upp og verkföll eru boðuð á sama tímapunkti og afar lítið bar á milli. Við héldum að við værum að fara að ganga frá þessu. Við höfum aldrei verið jafn nærri því og í gær,“ segir Þorsteinn. Aðspurður um hvað bar á milli svarar Þorsteinn: „Ég ætla ekki að útskýra það að svo komnu máli,“ segir Þorsteinn. Pólitík skorist í leikinn Hann telur að pólitík hafi spilað inn í á lokametrunum. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að það var eitthvað annað en peningar sem réðu þarna úrslitum. Ég held að pólitík sé að spila þarna alltof mikinn þátt í þessari deilu. Það séu einhverjir út í samfélaginu sem berjst gegn því að það verði farið af stað í þetta verkefni sem við höfum verið að vinna að með viðsemjendum okkar,“ segir Þorsteinn.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira