Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2025 17:01 Starfsmönnum USAID var gert að halda sig heima í dag en þeir komu að læstum dyrum í morgun. AP/Carolyn Kaster Starfsmenn USAID, bandarískrar stofnunar sem heldur utan um þróunaraðstoð Bandaríkjanna og annarskonar fjárveitingar til annarra ríkja, komu að lokuðum dyrum í höfuðstöðvum stofnunarinnar í morgun. Var það í kjölfar þess að Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta, lýsti því yfir að búið við að loka stofnunni. Um helgina voru yfirmenn öryggismála í stofnuninni reknir eftir að þeir meinuðu að veita útsendurum Musks og hálf-opinberri stofnun hans, DOGE, aðgang að leynilegum upplýsingum og þar á meðal ríkisleyndarmálum. Nokkrir þeirra munu ekki vera með heimild til að skoða ríkisleyndarmál. Í kjölfarið fór Musk mikinn á X, hans eigin samfélagsmiðli, um USAID og lýsti stofnuninni sem illum glæpasamtökum sem hötuðu Bandaríkin og sagði að USAID hefði greitt fyrir þróun efnavopna og COVID-19. Hann sakaði einnig starfsmenn fjármálaráðuneytisins um ítrekuð lagabrot með því að samþykkja fjárútlát sem hefðu ekki verið samþykkt af þinginu. Stafsmenn DOGE tóku svo að endingu yfir höfuðstöðvar USAID, vef stofnunarinnar var lokað og var einnig lokað á aðgang starfsmanna að tölvukerfinu. Þeir fengu einnig aðgang að kerfi fjármálaráðuneytisins sem inniheldur viðkvæmar persónuupplýsingar fjölmargra Bandaríkjamanna en samkvæmt frétt Washington Post er mjög sjaldgæft að aðilar tengdir pólitískum öflum fái aðgang að kerfinu. Musk sagðist svo í morgun hafa varið helginni í að kasta USAID í trjákurlarann, í stað þess að fara í góð partí. We spent the weekend feeding USAID into the wood chipper. Could gone to some great parties.Did that instead. https://t.co/0V35nacICW— Elon Musk (@elonmusk) February 3, 2025 Eins og fram kemur í frétt New York Times færði Musk engar sannanir fyrir ummælum sínum um ólögleg fjárútlát en það er eina ástæðan sem hefur verið gefin upp fyrir afskiptum ríkisstjórnar Trumps að umræddu greiðslukerfi. Musk ræddi málið í útsendingu á X í gærkvöldi og sagðist hafa sannfært Trump um að leggja USAID niður. Trump sagði blaðamönnum í gærkvöldi að USAID væri rekin af vinstri sinnuðum „brjálæðingum“. Hann sagðist þó ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann ætlaði sér að loka henni. Óvíst er hvort hann geti það yfir höfuð þar sem stofnunin var á sínum tíma stofnuð af þinginu í forsetatíð Johns F. Kennedy. Demókratar segja þingið þurfa að fjalla um örlög hennar. DOGE er stofnun sem Trump stofnaði og leidd er af Musk. Henni er ætlað að finna leiðir til að draga úr opinberum fjárútlátum. Musk hefur þó í gegnum DOGE komið útsendurum sínum fyrir við stjórn nokkurra opinbera stofnanna. Starfsmenn DOGE sem virðast hafa tekið við stjórn USAID eru, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs, að minnsta kosti sex ungir menn aldrinum nítján til 24 ára. USAID tells staff to not show up at DC HQs today in morning email as Elon says the agency has been shut down. The email is from [email protected]. Gavin Kliger is one of the 19-24yr old group of Musk aides running the government now. pic.twitter.com/6kgl65d1EF— Sam Stein (@samstein) February 3, 2025 Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Fleiri fréttir Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Sjá meira
Um helgina voru yfirmenn öryggismála í stofnuninni reknir eftir að þeir meinuðu að veita útsendurum Musks og hálf-opinberri stofnun hans, DOGE, aðgang að leynilegum upplýsingum og þar á meðal ríkisleyndarmálum. Nokkrir þeirra munu ekki vera með heimild til að skoða ríkisleyndarmál. Í kjölfarið fór Musk mikinn á X, hans eigin samfélagsmiðli, um USAID og lýsti stofnuninni sem illum glæpasamtökum sem hötuðu Bandaríkin og sagði að USAID hefði greitt fyrir þróun efnavopna og COVID-19. Hann sakaði einnig starfsmenn fjármálaráðuneytisins um ítrekuð lagabrot með því að samþykkja fjárútlát sem hefðu ekki verið samþykkt af þinginu. Stafsmenn DOGE tóku svo að endingu yfir höfuðstöðvar USAID, vef stofnunarinnar var lokað og var einnig lokað á aðgang starfsmanna að tölvukerfinu. Þeir fengu einnig aðgang að kerfi fjármálaráðuneytisins sem inniheldur viðkvæmar persónuupplýsingar fjölmargra Bandaríkjamanna en samkvæmt frétt Washington Post er mjög sjaldgæft að aðilar tengdir pólitískum öflum fái aðgang að kerfinu. Musk sagðist svo í morgun hafa varið helginni í að kasta USAID í trjákurlarann, í stað þess að fara í góð partí. We spent the weekend feeding USAID into the wood chipper. Could gone to some great parties.Did that instead. https://t.co/0V35nacICW— Elon Musk (@elonmusk) February 3, 2025 Eins og fram kemur í frétt New York Times færði Musk engar sannanir fyrir ummælum sínum um ólögleg fjárútlát en það er eina ástæðan sem hefur verið gefin upp fyrir afskiptum ríkisstjórnar Trumps að umræddu greiðslukerfi. Musk ræddi málið í útsendingu á X í gærkvöldi og sagðist hafa sannfært Trump um að leggja USAID niður. Trump sagði blaðamönnum í gærkvöldi að USAID væri rekin af vinstri sinnuðum „brjálæðingum“. Hann sagðist þó ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann ætlaði sér að loka henni. Óvíst er hvort hann geti það yfir höfuð þar sem stofnunin var á sínum tíma stofnuð af þinginu í forsetatíð Johns F. Kennedy. Demókratar segja þingið þurfa að fjalla um örlög hennar. DOGE er stofnun sem Trump stofnaði og leidd er af Musk. Henni er ætlað að finna leiðir til að draga úr opinberum fjárútlátum. Musk hefur þó í gegnum DOGE komið útsendurum sínum fyrir við stjórn nokkurra opinbera stofnanna. Starfsmenn DOGE sem virðast hafa tekið við stjórn USAID eru, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs, að minnsta kosti sex ungir menn aldrinum nítján til 24 ára. USAID tells staff to not show up at DC HQs today in morning email as Elon says the agency has been shut down. The email is from [email protected]. Gavin Kliger is one of the 19-24yr old group of Musk aides running the government now. pic.twitter.com/6kgl65d1EF— Sam Stein (@samstein) February 3, 2025
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Fleiri fréttir Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Sjá meira