Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Valur Páll Eiríksson skrifar 4. febrúar 2025 09:32 Mate Dalmay ræddi fjölda erlendra leikmanna í deildinni og gæði þeirra stóru prófíla sem eru að bætast við. Vísir/Diego Það gekk á ýmsu undir lok félagsskiptagluggans í Bónus deild karla í körfubolta sem lokaði á föstudagskvöld. Sífellt stærri prófílar koma hingað til lands að spila og erlendir leikmenn sjaldan, ef einhvern tíma, verið eins margir í efstu deild. En hvenær á að segja stopp? Þrír fyrrum NBA-leikmenn eru nú í leikmannaflórunni í Bónus-deildinni, sem leika með Álftanesi, Grindavík og Keflavík, en Keflvíkingar hafa einmitt verið hvað virkastir undanfarna daga. Nýr leikmaður bættist við fyrir leik liðsins við KR á föstudag og í dag tilkynnt um komu Calums Lawson, sem varð áður Íslandsmeistari með bæði Þór og Val. Alls eru átta erlendir leikmenn á mála hjá Keflavík eins og sakir standa og velta margir fyrir sér áhrifunum sem þetta hefur á stöðu ungra íslenskra leikmanna í deildinni. Mate Dalmey, fyrrum þjálfari Hauka, segir auka spennu að svo stórir leikmenn komi í deildina en hefur skilning á vangaveltunum. Fyrst og fremst starfi félögin innan þess regluverks sem er samþykkt á ársþingi KKÍ en þær reglur eru heldur rúmar, samanborið við önnur Evrópulönd, eins og sakir standa. „Sumsstaðar finnst manni að það mætti kannski vera með fjóra betri, frekar en að vera með sex til sjö (erlenda leikmenn). Það eru bara fimm inná. Magn er ekki alltaf sama og gæði þegar þú spilar á viku fresti. Það gleymist oft að á Íslandi, fyrir utan úrslitakeppni, er spilað á viku fresti. Ég held að atvinnumenn í íþróttum geti alveg spilað 35 mínútur einu sinni í viku. Þú þarft ekki níunda eða tíunda manninn til að koma inn á atvinnumannalaunum. Magnið er aðeins farið að fara út í eitthvað bull,“ segir Mate. „En það er ótrúlega gaman fyrir okkur sem erum annað hvort að þjálfa eða horfa á núna að fá betri og betri leikmenn og stærri prófíla,“ bætir hann við. Dæmi um leikmann sem ýti undir þessa spennu er nýjasti leikmaður Grindvíkinga, hinn 38 ára gamli Jeremy Pargo í sínar raðir. Pargo er hokinn af reynslu og hefur spilað þrjú tímabil og alls 86 leiki í NBA deildinni. Hann spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Philadelphia 76ers og Golden State Warriors. „Með Pargo í Grindavík. Maður vonar að hann fái leikheimild og spili næsta leik. Maður er spenntur að sjá þennan leikmann. Það eru átta til tíu ár síðan að maður var heima í 2K í PlayStation að spila með honum,“ segir Mate. En gæti þessu fé verið betur varið í annað? Til að mynda grasrótarstarf eða aðstöðu? „Jú, jú, 100 prósent. En það er fólk sem brennur fyrir það að vera í stjórnum og hreyfingum. Það fólk má hætta að vera á Facebook og bara bjóða sig fram, mæta og raða stólum, byggja fleiri íþróttahús og gera betur fyrir unga leikmenn,“ segir Mate sem segir jafnframt að yngri leikmenn séu ragir við að leita spiltíma út fyrir höfuðborgararsvæðið. „Svo var ég nú eins og margir að þjálfa einu sinni úti á landi, í Hveragerði, og það er alltaf hægt að fara í hálftíma eða klukkutíma frá Reykjavík og fá að spila ef þú ert 18 til 22 ára og vantar að spila. Ég er viss um að ég hafi ekki verið eini þjálfarinn sem hringdi í 50 leikmenn til að fá einn eða tvo yfir heiðina, alla leið yfir heiðina.“ Klippa: Skiptar skoðanir um fjölda erlendra leikmanna Fleira kemur fram í viðtalinu við Mate sem má sjá í heild að neðan. Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Sjá meira
Þrír fyrrum NBA-leikmenn eru nú í leikmannaflórunni í Bónus-deildinni, sem leika með Álftanesi, Grindavík og Keflavík, en Keflvíkingar hafa einmitt verið hvað virkastir undanfarna daga. Nýr leikmaður bættist við fyrir leik liðsins við KR á föstudag og í dag tilkynnt um komu Calums Lawson, sem varð áður Íslandsmeistari með bæði Þór og Val. Alls eru átta erlendir leikmenn á mála hjá Keflavík eins og sakir standa og velta margir fyrir sér áhrifunum sem þetta hefur á stöðu ungra íslenskra leikmanna í deildinni. Mate Dalmey, fyrrum þjálfari Hauka, segir auka spennu að svo stórir leikmenn komi í deildina en hefur skilning á vangaveltunum. Fyrst og fremst starfi félögin innan þess regluverks sem er samþykkt á ársþingi KKÍ en þær reglur eru heldur rúmar, samanborið við önnur Evrópulönd, eins og sakir standa. „Sumsstaðar finnst manni að það mætti kannski vera með fjóra betri, frekar en að vera með sex til sjö (erlenda leikmenn). Það eru bara fimm inná. Magn er ekki alltaf sama og gæði þegar þú spilar á viku fresti. Það gleymist oft að á Íslandi, fyrir utan úrslitakeppni, er spilað á viku fresti. Ég held að atvinnumenn í íþróttum geti alveg spilað 35 mínútur einu sinni í viku. Þú þarft ekki níunda eða tíunda manninn til að koma inn á atvinnumannalaunum. Magnið er aðeins farið að fara út í eitthvað bull,“ segir Mate. „En það er ótrúlega gaman fyrir okkur sem erum annað hvort að þjálfa eða horfa á núna að fá betri og betri leikmenn og stærri prófíla,“ bætir hann við. Dæmi um leikmann sem ýti undir þessa spennu er nýjasti leikmaður Grindvíkinga, hinn 38 ára gamli Jeremy Pargo í sínar raðir. Pargo er hokinn af reynslu og hefur spilað þrjú tímabil og alls 86 leiki í NBA deildinni. Hann spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Philadelphia 76ers og Golden State Warriors. „Með Pargo í Grindavík. Maður vonar að hann fái leikheimild og spili næsta leik. Maður er spenntur að sjá þennan leikmann. Það eru átta til tíu ár síðan að maður var heima í 2K í PlayStation að spila með honum,“ segir Mate. En gæti þessu fé verið betur varið í annað? Til að mynda grasrótarstarf eða aðstöðu? „Jú, jú, 100 prósent. En það er fólk sem brennur fyrir það að vera í stjórnum og hreyfingum. Það fólk má hætta að vera á Facebook og bara bjóða sig fram, mæta og raða stólum, byggja fleiri íþróttahús og gera betur fyrir unga leikmenn,“ segir Mate sem segir jafnframt að yngri leikmenn séu ragir við að leita spiltíma út fyrir höfuðborgararsvæðið. „Svo var ég nú eins og margir að þjálfa einu sinni úti á landi, í Hveragerði, og það er alltaf hægt að fara í hálftíma eða klukkutíma frá Reykjavík og fá að spila ef þú ert 18 til 22 ára og vantar að spila. Ég er viss um að ég hafi ekki verið eini þjálfarinn sem hringdi í 50 leikmenn til að fá einn eða tvo yfir heiðina, alla leið yfir heiðina.“ Klippa: Skiptar skoðanir um fjölda erlendra leikmanna Fleira kemur fram í viðtalinu við Mate sem má sjá í heild að neðan.
Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Sjá meira