Fær að dúsa inni í mánuð til Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2025 10:59 Þrír voru fluttir á sjúkrahús á nýársnótt eftir að hnífur var notaður í átökum á Kjalarnesi. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti. vísir/vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður um að hafa framið stunguárás í húsnæði á vegum Matfugls á Kjalarnesi á nýársnótt, fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til 3. mars næstkomandi. Í tilkynningu frá Lögreglunnu á höfuðborgarsvæðinu segir að gæsluvarðhald hafi verið í framlengt um fjórar vikur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Það hafi verið gert á grundvelli almannahagsmuna. Nokkrir særðust Á nýjársdag var greint frá því að hnífstunguárás hefði verið framin á Kjalarnesi og tveir særst, þar af einn alvarlega. „Svo virðist sem ósætti og ágreiningur hafi komið upp hjá mönnum í húsinu og í framhaldinu var hnífi beitt. Nokkrir hlutu áverka, en einn þó sýnu verst og er sá alvarlega slasaður eftir atlöguna. Hinir handteknu eru allir á fimmtugsaldri, rétt eins og sá sem slasaðist mest,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Grét og sagði lífi sínu lokið Í fyrri úrskurði Landsréttar um gæsluvarðhald yfir manninum segir að maðurinn hafi verið handtekinn á vettvangi. Á peysu hans hafi verið sjáanlegir blóðblettir á vinstri framhandlegg. Honum hafi verið kynnt réttarstaða sakbornings, sem hann hafi skilið. Hann hafi blásið 1,22 prómil í áfengismæli. Hann hafi greint frá því að hann hefði stungið tvo karlmenn sem hafi ráðist að honum og að hann hafi gert það í sjálfsvörn. Hann hafi sagt margt fólk hafa verið saman í teiti og allt hafi verið í góðu. Síðan hafi tveir sem hafi verið gestkomandi farið að vera ógnandi og hafi ráðist að honum í eldhúsinu. Annar þeirra hafi stappað á brjóstkassa hans og þá hafi hann reiðst og varið sig með hníf. Hann hafi sagt að það hafi verið vegna þess að maðurinn hafi verið stór og sterkur. „Meðan á frásögn varnaraðila stóð grét hann og kvað líf sitt vera búið. Var hann fluttur á slysadeild til skoðunar vegna verks í rifbeini og síðan á lögreglustöð.“ Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Stunguárás á Kjalarnesi Tengdar fréttir Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Gæsluvarðhald manns á fimmtugsaldri vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi á nýársnótt hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 4. febrúar. Var það gert að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í þágu rannsóknar á árásinni. 8. janúar 2025 15:19 Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14 Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. 1. janúar 2025 18:28 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Í tilkynningu frá Lögreglunnu á höfuðborgarsvæðinu segir að gæsluvarðhald hafi verið í framlengt um fjórar vikur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Það hafi verið gert á grundvelli almannahagsmuna. Nokkrir særðust Á nýjársdag var greint frá því að hnífstunguárás hefði verið framin á Kjalarnesi og tveir særst, þar af einn alvarlega. „Svo virðist sem ósætti og ágreiningur hafi komið upp hjá mönnum í húsinu og í framhaldinu var hnífi beitt. Nokkrir hlutu áverka, en einn þó sýnu verst og er sá alvarlega slasaður eftir atlöguna. Hinir handteknu eru allir á fimmtugsaldri, rétt eins og sá sem slasaðist mest,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Grét og sagði lífi sínu lokið Í fyrri úrskurði Landsréttar um gæsluvarðhald yfir manninum segir að maðurinn hafi verið handtekinn á vettvangi. Á peysu hans hafi verið sjáanlegir blóðblettir á vinstri framhandlegg. Honum hafi verið kynnt réttarstaða sakbornings, sem hann hafi skilið. Hann hafi blásið 1,22 prómil í áfengismæli. Hann hafi greint frá því að hann hefði stungið tvo karlmenn sem hafi ráðist að honum og að hann hafi gert það í sjálfsvörn. Hann hafi sagt margt fólk hafa verið saman í teiti og allt hafi verið í góðu. Síðan hafi tveir sem hafi verið gestkomandi farið að vera ógnandi og hafi ráðist að honum í eldhúsinu. Annar þeirra hafi stappað á brjóstkassa hans og þá hafi hann reiðst og varið sig með hníf. Hann hafi sagt að það hafi verið vegna þess að maðurinn hafi verið stór og sterkur. „Meðan á frásögn varnaraðila stóð grét hann og kvað líf sitt vera búið. Var hann fluttur á slysadeild til skoðunar vegna verks í rifbeini og síðan á lögreglustöð.“
Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Stunguárás á Kjalarnesi Tengdar fréttir Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Gæsluvarðhald manns á fimmtugsaldri vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi á nýársnótt hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 4. febrúar. Var það gert að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í þágu rannsóknar á árásinni. 8. janúar 2025 15:19 Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14 Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. 1. janúar 2025 18:28 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Gæsluvarðhald manns á fimmtugsaldri vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi á nýársnótt hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 4. febrúar. Var það gert að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í þágu rannsóknar á árásinni. 8. janúar 2025 15:19
Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14
Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. 1. janúar 2025 18:28