Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2025 06:20 Það fór vel á með Trump og Netanyahu í gær. epa/Shawn Thew Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið gríðarlega athygli og verið harðlega gagnrýndur eftir að hann lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hygðust taka yfir Gasa. Ummælin lét forsetinn falla á blaðamannafundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sem staddur er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Hann hefur áður viðrað hugmyndir um að breyta Gasa í ferðamannaparadís. Trump sagði Palestínumenn aðeins vilja snúa aftur á Gasa af því að þeir hefðu ekki um annað að velja. Svæðið væri rústir einar og Palestínumenn ættu að leita til nágrannaríkjanna til að lifa í friði. Bandaríkjamenn myndu taka yfir Gasa, eiga svæðið og axla ábyrgð á því að hreinsa það. Þá myndu þeir byggja það upp, skapa þúsundir starfa og gera svæðið að stað sem Mið-Austurlönd gætu verið stolt af. Fyrr um daginn hafði Trump rætt um að Palestínumenn flyttust varanlega frá Gasa og hvatti Egyptaland, Jórdaníu og önnur Arabaríki til að taka á móti þeim. Ráðamenn þar í landi hafa hafnað slíkum hugmyndum. Forsetinn fór ekki út í smáatriði, hvernig stjórnvöld hygðust framkvæma allt það sem hann boðaði en aðspurður sagðist hann ekki útiloka að senda hermenn á Gasa ef þess þyrfti. Hann sagðist hins vegar hafa rætt við leiðtoga á svæðinu og að þeir „elskuðu“ hugmyndina um að Bandaríkin eignuðust Gasa og sköpuðu stöðugleika. Sagðist hann vonast til að yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu myndu samþykkja, í fyllingu tímans, að taka á móti íbúum. Netanyahu lýsti fyrir sitt leyti ánægju með hugmyndina og sagði Trump besta vin sem Ísrael hefði átt í Hvíta húsinu. Hamas-samtökin, stjórnvöld í Sádi Arabaíu, mannréttindasamtök og samtök múslima í Bandaríkjunum hafa hins vegar fordæmt yfirlýsingar forsetans. Bandaríkin Donald Trump Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Sjá meira
Ummælin lét forsetinn falla á blaðamannafundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sem staddur er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Hann hefur áður viðrað hugmyndir um að breyta Gasa í ferðamannaparadís. Trump sagði Palestínumenn aðeins vilja snúa aftur á Gasa af því að þeir hefðu ekki um annað að velja. Svæðið væri rústir einar og Palestínumenn ættu að leita til nágrannaríkjanna til að lifa í friði. Bandaríkjamenn myndu taka yfir Gasa, eiga svæðið og axla ábyrgð á því að hreinsa það. Þá myndu þeir byggja það upp, skapa þúsundir starfa og gera svæðið að stað sem Mið-Austurlönd gætu verið stolt af. Fyrr um daginn hafði Trump rætt um að Palestínumenn flyttust varanlega frá Gasa og hvatti Egyptaland, Jórdaníu og önnur Arabaríki til að taka á móti þeim. Ráðamenn þar í landi hafa hafnað slíkum hugmyndum. Forsetinn fór ekki út í smáatriði, hvernig stjórnvöld hygðust framkvæma allt það sem hann boðaði en aðspurður sagðist hann ekki útiloka að senda hermenn á Gasa ef þess þyrfti. Hann sagðist hins vegar hafa rætt við leiðtoga á svæðinu og að þeir „elskuðu“ hugmyndina um að Bandaríkin eignuðust Gasa og sköpuðu stöðugleika. Sagðist hann vonast til að yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu myndu samþykkja, í fyllingu tímans, að taka á móti íbúum. Netanyahu lýsti fyrir sitt leyti ánægju með hugmyndina og sagði Trump besta vin sem Ísrael hefði átt í Hvíta húsinu. Hamas-samtökin, stjórnvöld í Sádi Arabaíu, mannréttindasamtök og samtök múslima í Bandaríkjunum hafa hins vegar fordæmt yfirlýsingar forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Sjá meira