Engar skýringar hafa fengist á því hvers vegna ákvörðunin var tekin en hún kann að tengjast því að nýlegar breytingar á tollum á vörur frá Kína fela meðal annars í sér afnám tollaundanþágu fyrir minni sendingar.
Þar sem engar upplýsingar hafa verið veittar um málið er óljóst hvaða afleiðingar ákvörðunin mun hafa í för með sér.
Það vekur hins vegar athygli að árið 2023 voru um 30 prósent allra sendinga til Bandaríkjanna frá kínversku netverslunarrisunum Temu og Shein. Þannig má gera ráð fyrir að áhrifin verði veruleg og verslun við keppinauta á borð við Amazon muni aukast á ný.
Kínverjar hafa þegar gripið til mótvægisaðgerða gegn Bandaríkjunum og menn höfðu gert ráð fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, myndu ræða saman. Trump sagðist hins vegar í gær ekkert vera að flýta sér hvað það varðaði.