Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2025 08:30 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og félagar hans úr Seðlabankanum munu gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar klukkan 9:30. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,5 prósent í 8,0 prósent. Greint er frá ákvörðun peningastefnunefndar í yfirlýsingu sem birt var klukkan 8:30. Þetta er þriðja stýrivaxtalækkunin í röð en með síðustu stýrivaxtaákvörðun í nóvember voru vextirnir lækkaðir um 50 punkta. Fram kemur að allir nefndarmenn hafi stutt þessa ákvörðun. „Verðbólga hefur haldið áfram að hjaðna og var 4,6% í janúar. Undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað og hefur ekki verið minni í þrjú ár. Útlit er fyrir áframhaldandi hjöðnun verðbólgu á næstu mánuðum. Hægt hefur á vexti eftirspurnar í takt við þétt taumhald peningastefnunnar og spennan í þjóðarbúinu er í rénun. Dregið hefur úr umsvifum á húsnæðismarkaði og hægt á hækkun húsnæðisverðs. Vísbendingar eru þó um að krafturinn í þjóðarbúinu sé meiri en bráðabirgðatölur þjóðhagsreikninga gefa til kynna og áfram mælist nokkur hækkun launakostnaðar. Þótt verðbólga hafi hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað er enn verðbólguþrýstingur til staðar. Það kallar á áframhaldandi þétt taumhald peningastefnunnar og varkárni við ákvarðanir um næstu skref. Við bætist aukin óvissa í alþjóðlegum efnahagsmálum. Mótun peningastefnunnar næstu misseri mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingunni. Í takti við spár Greiningardeildir Landsbankans og Íslandsbanka spáðu því báðar í síðustu viku að peningastefnunefnd myndi lækka vextina um 50 punkta í þetta skiptið. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði- og peningastefnu, munu gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilanum að neðan. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 9,75 Lán gegn veði til 7 daga 8,75% Innlán bundin í 7 daga 8,00% Viðskiptareikningar 7,75% Seðlabankinn Verðlag Íslenska krónan Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýruvexti um 50 punkta þannig að þeir fari úr 8,5 prósent í 8,0 prósent. 30. janúar 2025 13:57 Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði lækkað um hálft prósentustig næst þegar peningastefnunefnd kemur saman þann 5. febrúar. Deildin telur þó að aðeins 25 punkta lækkun sé möguleg. 31. janúar 2025 13:54 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Greint er frá ákvörðun peningastefnunefndar í yfirlýsingu sem birt var klukkan 8:30. Þetta er þriðja stýrivaxtalækkunin í röð en með síðustu stýrivaxtaákvörðun í nóvember voru vextirnir lækkaðir um 50 punkta. Fram kemur að allir nefndarmenn hafi stutt þessa ákvörðun. „Verðbólga hefur haldið áfram að hjaðna og var 4,6% í janúar. Undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað og hefur ekki verið minni í þrjú ár. Útlit er fyrir áframhaldandi hjöðnun verðbólgu á næstu mánuðum. Hægt hefur á vexti eftirspurnar í takt við þétt taumhald peningastefnunnar og spennan í þjóðarbúinu er í rénun. Dregið hefur úr umsvifum á húsnæðismarkaði og hægt á hækkun húsnæðisverðs. Vísbendingar eru þó um að krafturinn í þjóðarbúinu sé meiri en bráðabirgðatölur þjóðhagsreikninga gefa til kynna og áfram mælist nokkur hækkun launakostnaðar. Þótt verðbólga hafi hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað er enn verðbólguþrýstingur til staðar. Það kallar á áframhaldandi þétt taumhald peningastefnunnar og varkárni við ákvarðanir um næstu skref. Við bætist aukin óvissa í alþjóðlegum efnahagsmálum. Mótun peningastefnunnar næstu misseri mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingunni. Í takti við spár Greiningardeildir Landsbankans og Íslandsbanka spáðu því báðar í síðustu viku að peningastefnunefnd myndi lækka vextina um 50 punkta í þetta skiptið. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði- og peningastefnu, munu gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilanum að neðan. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 9,75 Lán gegn veði til 7 daga 8,75% Innlán bundin í 7 daga 8,00% Viðskiptareikningar 7,75%
Seðlabankinn Verðlag Íslenska krónan Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýruvexti um 50 punkta þannig að þeir fari úr 8,5 prósent í 8,0 prósent. 30. janúar 2025 13:57 Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði lækkað um hálft prósentustig næst þegar peningastefnunefnd kemur saman þann 5. febrúar. Deildin telur þó að aðeins 25 punkta lækkun sé möguleg. 31. janúar 2025 13:54 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýruvexti um 50 punkta þannig að þeir fari úr 8,5 prósent í 8,0 prósent. 30. janúar 2025 13:57
Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði lækkað um hálft prósentustig næst þegar peningastefnunefnd kemur saman þann 5. febrúar. Deildin telur þó að aðeins 25 punkta lækkun sé möguleg. 31. janúar 2025 13:54