Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2025 08:32 Dagur Sigurðsson sló á allar efasemdaraddir í Króatíu með því að skila fyrstu verðlaunum Króata síðan á EM 2016. EPA-EFE/ANTONIO BAT Króatar virðast í skýjunum með Dag Sigurðsson sem þjálfara handboltalandsliðsins en stæra sig einnig af því að hafa tekist að „afþýða“ ískalda Íslendinginn. Þetta má lesa úr ummælum á samfélagsmiðlum og sjá á myndböndum frá mikilli hátíð í miðborg Zagreb á mánudaginn þegar Dagur og hans menn voru hylltir uppi á sviði af um 40.000 manns, í beinni sjónvarpsútsendingu, eftir að hafa landað silfurverðlaunum á HM. Dagur naut sín vel í fagnaðarlátunum og hélt áfram að skora stig hjá Króötum með því að syngja á króatísku með hljómsveit Marko Perkovic, Thompson, sem átti nokkurs konar einkennislag króatíska liðsins á mótinu. Myndbönd af Degi syngjandi á sviðinu má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Sportska redakcija RS (@sport_radiostudent) View this post on Instagram A post shared by Index.hr (@index.hr) Í ummælum við myndböndin má sjá að fólk er hæstánægt með Dag. „Er þetta Dagur Sigurðsson undir hettunni? Frábær náungi“ skrifar einn og annar bætir við: „Dagur í essinu sínu. Hvernig er ekki hægt að elska hann, Hrvatisson,“ en Hrvatska er króatíska nafnið á Króatíu. „Gefið honum króatískan ríkisborgararétt,“ skrifar einn í vinsælum ummælum, og fleiri taka undir þetta. Þá telja einhverjir að Króötum hafi tekist að mýkja Dag og ein skrifar, í sjálfsagt frekar lélegri þýðingu blaðamanns: „Maðurinn er einstakur! Hann hefur eitthvað sérstakt við sig, svolítið kaldur í fyrstu en núna hefur það allt bráðnað í burtu og hann er orðinn opinn, músíkalskur og sjarmerandi nýbúi í Króatíu fyrir okkur öll! Lengi lifi handbolti og strákarnir okkar sem bræddu hann og gerðu að verkum að hann var í aðalhlutverki í partýinu á torginu okkar.“ Þá virðast sumir vilja að nafni Dags verði breytt til að aðlaga það króatískri nafnahefð, og að hann muni taka upp nafnið Davor. Dagur ávarpaði einnig þá fjölmörgu stuðningsmenn sem mættu í miðborg Zagreb og mátti auðveldlega lesa úr orðum hans að ástin er gagnkvæm. „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ sagði Dagur léttur við gríðarlegan fögnuð. Dagur hefur gefið það út að hann muni halda áfram sem landsliðsþjálfari Króatíu. Hann hefur nú misst fyrirliðann Domagoj Duvnjak sem var að spila sína síðustu landsleiki og kvaddi með tár á hvarmi á sviðinu í Zagreb á mánudaginn, en var ákaflega vel fagnað. „Ég verð áfram þjálfari, það er ekki spurning. Mér líður vel, mér finnst ég velkominn, og ég elska liðið og andann í hópnum,“ sagði Dagur í sjónvarpsviðtali eftir HM. „Ég kom til að hjálpa liðinu að komast aftur á toppinn. Það tókst næstum því. Við erum alveg við toppinn. Núna setjumst við niður og gerum ný plön, svo að við verðum alveg tilbúnir. Við verðum að einbeita okkur að því að vera með topplið á næstu Ólympíuleikum,“ sagði Dagur en næstu leikar verða í Los Angeles sumarið 2028. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
Þetta má lesa úr ummælum á samfélagsmiðlum og sjá á myndböndum frá mikilli hátíð í miðborg Zagreb á mánudaginn þegar Dagur og hans menn voru hylltir uppi á sviði af um 40.000 manns, í beinni sjónvarpsútsendingu, eftir að hafa landað silfurverðlaunum á HM. Dagur naut sín vel í fagnaðarlátunum og hélt áfram að skora stig hjá Króötum með því að syngja á króatísku með hljómsveit Marko Perkovic, Thompson, sem átti nokkurs konar einkennislag króatíska liðsins á mótinu. Myndbönd af Degi syngjandi á sviðinu má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Sportska redakcija RS (@sport_radiostudent) View this post on Instagram A post shared by Index.hr (@index.hr) Í ummælum við myndböndin má sjá að fólk er hæstánægt með Dag. „Er þetta Dagur Sigurðsson undir hettunni? Frábær náungi“ skrifar einn og annar bætir við: „Dagur í essinu sínu. Hvernig er ekki hægt að elska hann, Hrvatisson,“ en Hrvatska er króatíska nafnið á Króatíu. „Gefið honum króatískan ríkisborgararétt,“ skrifar einn í vinsælum ummælum, og fleiri taka undir þetta. Þá telja einhverjir að Króötum hafi tekist að mýkja Dag og ein skrifar, í sjálfsagt frekar lélegri þýðingu blaðamanns: „Maðurinn er einstakur! Hann hefur eitthvað sérstakt við sig, svolítið kaldur í fyrstu en núna hefur það allt bráðnað í burtu og hann er orðinn opinn, músíkalskur og sjarmerandi nýbúi í Króatíu fyrir okkur öll! Lengi lifi handbolti og strákarnir okkar sem bræddu hann og gerðu að verkum að hann var í aðalhlutverki í partýinu á torginu okkar.“ Þá virðast sumir vilja að nafni Dags verði breytt til að aðlaga það króatískri nafnahefð, og að hann muni taka upp nafnið Davor. Dagur ávarpaði einnig þá fjölmörgu stuðningsmenn sem mættu í miðborg Zagreb og mátti auðveldlega lesa úr orðum hans að ástin er gagnkvæm. „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ sagði Dagur léttur við gríðarlegan fögnuð. Dagur hefur gefið það út að hann muni halda áfram sem landsliðsþjálfari Króatíu. Hann hefur nú misst fyrirliðann Domagoj Duvnjak sem var að spila sína síðustu landsleiki og kvaddi með tár á hvarmi á sviðinu í Zagreb á mánudaginn, en var ákaflega vel fagnað. „Ég verð áfram þjálfari, það er ekki spurning. Mér líður vel, mér finnst ég velkominn, og ég elska liðið og andann í hópnum,“ sagði Dagur í sjónvarpsviðtali eftir HM. „Ég kom til að hjálpa liðinu að komast aftur á toppinn. Það tókst næstum því. Við erum alveg við toppinn. Núna setjumst við niður og gerum ný plön, svo að við verðum alveg tilbúnir. Við verðum að einbeita okkur að því að vera með topplið á næstu Ólympíuleikum,“ sagði Dagur en næstu leikar verða í Los Angeles sumarið 2028.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira