Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2025 10:22 Magnús Harðarson hjá Kauphöllinni og Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga,hringdu bjöllunni í Kauphöllinni í morgun. Skagi Skagi hf. er nú formlega skráð sem nafn móðurfélags VÍS trygginga hf., Fossa fjárfestingarbanka hf. og Íslenskra verðbréfa hf. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að móðurfélag samstæðunnar hafi undanfarin misseri verið starfrækt undir nafni Vátryggingafélags Íslands hf. en fái nú nafnið Skagi í kjölfar þess að tryggingarekstur var færður í dótturfélag í upphafi árs. Þetta sé lokahnykkur í þeirri vegferð að koma samstæðu Skaga í sitt framtíðarhorf. „Við sameiningu VÍS og Fossa fjárfestingarbanka árið 2023 hófst umbreytingarferli félaganna í öfluga fjármálasamstæðu. Framtíðarfyrirkomulag samstæðunnar, sem var kynnt þá, gerði ráð fyrir móðurfélagi og þremur öflugum dótturfélögum; VÍS tryggingum hf., Fossum fjárfestingarbanka hf. og SIV eignastýringu. Á síðasta ári gekk Skagi frá kaupum á Íslenskum verðbréfum og sameinast nú starfsemi eignastýringar undir nafni Íslenskra verðbréfa. Nafnið Skagi hefur nú verið skráð formlega fyrir móðurfélagið, sem undirstrikar skýrleika og stefnumótun félagsins til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Haraldi Þórðarsyni, forstjóri Skaga, að félagið hafi unnið markvisst að samþættingu starfseminnar með það að markmiði að skapa aukið virði fyrir viðskiptavini, hluthafa og samfélagið í heild. „Skráning nafnsins er mikilvægur áfangi í þeirri vegferð. Nafnið Skagi endurspeglar þá sameinuðu krafta sem við höfum byggt upp innan samstæðunnar og styrkir stöðu okkar á fjármála- og tryggingamarkaði.“ Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga.Skagi Vaxandi eignastýring og sterkari markaðsstaða Í tilkynningunni segir að sameinað félag SIV eignastýringar og ÍV sjóða muni hljóta nafnið Íslensk verðbréf og til veðri öflugt eigna- og sjóðastýringarfélag sem byggi á traustum grunni og reynslumiklum hópi sérfræðinga. „Góður vöxtur hefur verið í eignastýringu innan Skaga og á síðasta ári nær tvöfölduðust eignir í stýringu innan samstæðunnar. Íslensk verðbréf hafa upp á að bjóða fjölbreytt úrval fjárfestingakosta fyrir jafnt almenna fjárfesta sem og fagfjárfesta. Áframhaldandi markviss vöxtur Fossa Fossar fjárfestingarbanki hefur á undanförnum árum tekið markviss skref til að vaxa inn í hlutverk leiðandi og sérhæfðs fjárfestingarbanka á Íslandi. Bankinn hefur notið þess að vera hluti af fjárhagslega sterkri samstæðu Skaga sem hefur stutt við vöxt bankans auk þess sem mikil tækifæri hafa skapast í bæði kostnaðar- og tekjusamlegð innan samstæðunnar. Ennfremur hefur bankinn átt greitt aðgengi að markaðsfjármögnun á skuldabréfamarkaði á samkeppnishæfum kjörum sem hefur stutt við vöxt á bankastarfsemi Fossa,“ segir í tilkynningunni. Skagi Kauphöllin Tryggingar Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Spotify liggur niðri Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að móðurfélag samstæðunnar hafi undanfarin misseri verið starfrækt undir nafni Vátryggingafélags Íslands hf. en fái nú nafnið Skagi í kjölfar þess að tryggingarekstur var færður í dótturfélag í upphafi árs. Þetta sé lokahnykkur í þeirri vegferð að koma samstæðu Skaga í sitt framtíðarhorf. „Við sameiningu VÍS og Fossa fjárfestingarbanka árið 2023 hófst umbreytingarferli félaganna í öfluga fjármálasamstæðu. Framtíðarfyrirkomulag samstæðunnar, sem var kynnt þá, gerði ráð fyrir móðurfélagi og þremur öflugum dótturfélögum; VÍS tryggingum hf., Fossum fjárfestingarbanka hf. og SIV eignastýringu. Á síðasta ári gekk Skagi frá kaupum á Íslenskum verðbréfum og sameinast nú starfsemi eignastýringar undir nafni Íslenskra verðbréfa. Nafnið Skagi hefur nú verið skráð formlega fyrir móðurfélagið, sem undirstrikar skýrleika og stefnumótun félagsins til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Haraldi Þórðarsyni, forstjóri Skaga, að félagið hafi unnið markvisst að samþættingu starfseminnar með það að markmiði að skapa aukið virði fyrir viðskiptavini, hluthafa og samfélagið í heild. „Skráning nafnsins er mikilvægur áfangi í þeirri vegferð. Nafnið Skagi endurspeglar þá sameinuðu krafta sem við höfum byggt upp innan samstæðunnar og styrkir stöðu okkar á fjármála- og tryggingamarkaði.“ Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga.Skagi Vaxandi eignastýring og sterkari markaðsstaða Í tilkynningunni segir að sameinað félag SIV eignastýringar og ÍV sjóða muni hljóta nafnið Íslensk verðbréf og til veðri öflugt eigna- og sjóðastýringarfélag sem byggi á traustum grunni og reynslumiklum hópi sérfræðinga. „Góður vöxtur hefur verið í eignastýringu innan Skaga og á síðasta ári nær tvöfölduðust eignir í stýringu innan samstæðunnar. Íslensk verðbréf hafa upp á að bjóða fjölbreytt úrval fjárfestingakosta fyrir jafnt almenna fjárfesta sem og fagfjárfesta. Áframhaldandi markviss vöxtur Fossa Fossar fjárfestingarbanki hefur á undanförnum árum tekið markviss skref til að vaxa inn í hlutverk leiðandi og sérhæfðs fjárfestingarbanka á Íslandi. Bankinn hefur notið þess að vera hluti af fjárhagslega sterkri samstæðu Skaga sem hefur stutt við vöxt bankans auk þess sem mikil tækifæri hafa skapast í bæði kostnaðar- og tekjusamlegð innan samstæðunnar. Ennfremur hefur bankinn átt greitt aðgengi að markaðsfjármögnun á skuldabréfamarkaði á samkeppnishæfum kjörum sem hefur stutt við vöxt á bankastarfsemi Fossa,“ segir í tilkynningunni.
Skagi Kauphöllin Tryggingar Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Spotify liggur niðri Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira