Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forsetaembættisins. Þar segir að í kveðjunni biðji forseti fyrir kveðju til þeirra sem eigi um sárt að binda, bæði aðstandenda hinna látnu og íbúa bæjarins.
Kveðst forseti vona að kærleikur, trú og félagsleg samstaða veiti fólki styrk í þessu mótlæti.
Ellefu manns hið minnsta létust í árás 35 ára karlmanns í Campus Risbergska-skólanum í Örebro, skóla sem hefur hýst fullorðinsfræðslu. Grunaður árásarmaður var í hópi þeirra sem fannst látinn. Sex liggja nú særðir á sjúkrahúsi.