460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar 5. febrúar 2025 13:46 Stóru skipafélögin hafa á undanförnum misserum notað kröfur um umhverfisvænni siglingar sem tekjulind fremur en kostnaðarlið, eins og greinarhöfundur fjallaði um í Vísisgrein í síðasta mánuði, „Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu“. Þar var vitnað til greiningar Matthíasar Matthíassonar hjá MM Logik, sem veitir ráðgjöf í flutningamálum. Sú greining sýndi fram á að olíugjöld stóru skipafélaganna eru langtum hærri en sá kostnaður sem þeim er ætlað að dekka. Þarna er annars vegar um að ræða olíugjald (BAF), sem á að jafna út sveiflur í oliuverði, og hins vegar umhverfisgjald (LSS) sem á að jafna kostnaðarauka sem hlýst af því að brenna dísilolíu (MGO) fremur en svartolíu. Á undanförnum árum hefur Eimskip verið mun grófara í þessari aukagjaldtöku af viðskiptavinum sínum en Samskip. Matthías hefur nú birt nýja greiningu á vef sínum, en hún er viðbrögð við spurningum sem hann hefur fengið um hvað þessi ofrukkun skipafélaganna þýði í krónum talið. Hann styðst þar við þekkingu sína á flutningamarkaðnum, m.a. varðandi eyðslu og nýtingarhlutfall skipa Eimskips og Samskipa og þann afslátt sem félögin veita, og virðist greiningin varfærin ef eitthvað er. Eimskip með tæplega 90% af ofrukkuninni Niðurstaðan er sú að hagnaður Eimskips á viku hverri af olíugjöldunum, sem lögð eru á viðskiptavini, umfram olíukostnaðinn sem gjöldunum er ætlað að dekka, sé rúmlega 416 milljónir króna. Hjá Samskipum er sambærileg tala rúmlega 47 milljónir króna. Samtals eru þetta yfir 460 milljónir króna á viku. Matthías tekur fram að önnur skipafélög hér á landi, Smyril Line og Torcargo, rukki ekki sérstaklega olíugjöld, heldur hafi þennan kostnaðarlið inni í flutningsgjöldum sínum. Þrennt blasir við þegar þessir útreikningar eru skoðaðir. Í fyrsta lagi verður það enn skýrara en fyrr að stóru skipafélögin hafa gert umhverfiskröfur að tekjulind og það setur öll fallegu orðin í sjálfbærniskýrslum þeirra um umhverfisvænni flutninga í nýtt og óhagstætt ljós. Hagnaður af olíugjöldum var einhverra hluta vegna ekki nefndur sem skýring á snarbættri afkomu Eimskips seinni hluta síðasta árs. Í öðru lagi er deginum ljósara að hár flutningskostnaður er einn drifkraftur verðbólgunnar. Að koma böndum á hann er ein forsenda þess að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Samtök atvinnulífsins, sem hafa birt áskoranir til fyrirtækja um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum, gætu hjálpað til með því að eiga samtal um þessa verðlagningu við félagsmenn sína, stóru skipafélögin. Fullt tilefni til að krefjast afslátta og endurgreiðslna Í þriðja lagi liggur í augum uppi að viðskiptavinir skipafélaganna, sem hafa verið rukkaðir um þessi gjöld, hafa allar forsendur til að krefjast afsláttar og/eða endurgreiðslu. Í því sambandi má líka enn á ný minna á tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að viðskiptavinir Samskipa og Eimskipa kalli í hverju tilviki eftir skýringum á fjárhæð einstakra gjalda sem innheimt eru, þegar gengið er til samninga. Jafnframt vaknar spurningin: Hvað hafa samkeppnisyfirvöld hugsað sér að gera með þessar skýru vísbendingar um óeðlilega verðlagningu? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skipaflutningar Neytendur Eimskip Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Stóru skipafélögin hafa á undanförnum misserum notað kröfur um umhverfisvænni siglingar sem tekjulind fremur en kostnaðarlið, eins og greinarhöfundur fjallaði um í Vísisgrein í síðasta mánuði, „Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu“. Þar var vitnað til greiningar Matthíasar Matthíassonar hjá MM Logik, sem veitir ráðgjöf í flutningamálum. Sú greining sýndi fram á að olíugjöld stóru skipafélaganna eru langtum hærri en sá kostnaður sem þeim er ætlað að dekka. Þarna er annars vegar um að ræða olíugjald (BAF), sem á að jafna út sveiflur í oliuverði, og hins vegar umhverfisgjald (LSS) sem á að jafna kostnaðarauka sem hlýst af því að brenna dísilolíu (MGO) fremur en svartolíu. Á undanförnum árum hefur Eimskip verið mun grófara í þessari aukagjaldtöku af viðskiptavinum sínum en Samskip. Matthías hefur nú birt nýja greiningu á vef sínum, en hún er viðbrögð við spurningum sem hann hefur fengið um hvað þessi ofrukkun skipafélaganna þýði í krónum talið. Hann styðst þar við þekkingu sína á flutningamarkaðnum, m.a. varðandi eyðslu og nýtingarhlutfall skipa Eimskips og Samskipa og þann afslátt sem félögin veita, og virðist greiningin varfærin ef eitthvað er. Eimskip með tæplega 90% af ofrukkuninni Niðurstaðan er sú að hagnaður Eimskips á viku hverri af olíugjöldunum, sem lögð eru á viðskiptavini, umfram olíukostnaðinn sem gjöldunum er ætlað að dekka, sé rúmlega 416 milljónir króna. Hjá Samskipum er sambærileg tala rúmlega 47 milljónir króna. Samtals eru þetta yfir 460 milljónir króna á viku. Matthías tekur fram að önnur skipafélög hér á landi, Smyril Line og Torcargo, rukki ekki sérstaklega olíugjöld, heldur hafi þennan kostnaðarlið inni í flutningsgjöldum sínum. Þrennt blasir við þegar þessir útreikningar eru skoðaðir. Í fyrsta lagi verður það enn skýrara en fyrr að stóru skipafélögin hafa gert umhverfiskröfur að tekjulind og það setur öll fallegu orðin í sjálfbærniskýrslum þeirra um umhverfisvænni flutninga í nýtt og óhagstætt ljós. Hagnaður af olíugjöldum var einhverra hluta vegna ekki nefndur sem skýring á snarbættri afkomu Eimskips seinni hluta síðasta árs. Í öðru lagi er deginum ljósara að hár flutningskostnaður er einn drifkraftur verðbólgunnar. Að koma böndum á hann er ein forsenda þess að hægt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum. Samtök atvinnulífsins, sem hafa birt áskoranir til fyrirtækja um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum, gætu hjálpað til með því að eiga samtal um þessa verðlagningu við félagsmenn sína, stóru skipafélögin. Fullt tilefni til að krefjast afslátta og endurgreiðslna Í þriðja lagi liggur í augum uppi að viðskiptavinir skipafélaganna, sem hafa verið rukkaðir um þessi gjöld, hafa allar forsendur til að krefjast afsláttar og/eða endurgreiðslu. Í því sambandi má líka enn á ný minna á tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að viðskiptavinir Samskipa og Eimskipa kalli í hverju tilviki eftir skýringum á fjárhæð einstakra gjalda sem innheimt eru, þegar gengið er til samninga. Jafnframt vaknar spurningin: Hvað hafa samkeppnisyfirvöld hugsað sér að gera með þessar skýru vísbendingar um óeðlilega verðlagningu? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun