Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 5. febrúar 2025 14:44 Nýja brúin er fyrirhuguð um einn kílómetra ofan við fossinn Búða og eyjuna Árnes. Teikning/Vegagerðin Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. „Ég á ekki von á því að Þjórsárbrúin verði boðin út á meðan þessi óvissa er um Hvammsvirkjun,“ segir Jón Heiðar Gestsson, forstöðumaður framkvæmda hjá Vegagerðinni. Brúarsmíðin og vegagerðin tengjast gerð Hvammsvirkjunar. Samkomulag gerir ráð fyrir að Landsvirkjun greiði 40 prósent kostnaðar en Vegagerðin 60 prósent. Miðað er við að Landsvirkjun leggi út fyrir öllum kostnaði en Vegagerðin greiði sinn hluta síðar, eða þegar fjárveiting fæst á samgönguáætlun. Undirbúningur brúarsmíðinnar og vegalagningarinnar heldur hins vegar áfram, bæði hjá Vegagerðinni og Landsvirkjun. Horft yfir Þjórsá úr Árnessýslu yfir í Rangárvallasýslu. Brúin verður 240 metra löng og Búðafossvegur 7,4 kílómetra langur.Teikning/Vegagerðin Jón Heiðar hjá Vegagerðinni gerir ráð fyrir að útboðsgögnin verði tilbúin í næsta mánuði, það er í marsmánuði. „Við höldum áfram vinnu við að klára útboðsgögn og fleira. Við verðum klár þegar greiðist úr þessu,“ segir Einar Már Magnússon, verkefnastjóri á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar. Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun, segir að þar sé enn verið að meta framhaldið eftir dóminn. Búið sé að áfrýja dómnum og ekki ljóst hvort málið fari beint til Hæstaréttar. Þá skipti auðvitað miklu máli hvernig löggjöfin, sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafi boðað, muni líta út. „Okkar er að útvega efni úr frárennslisskurðinum til vegagerðarinnar og það verk er í gangi. Við munum standa við það svo lengi sem framkvæmdaleyfi fyrir vegagerðinni og undirbúningi vinnubúða er í gildi,“ segir Þóra. Stöð 2 fjallaði í nóvember um Þjórsárbrúna og Búðafossveginn í þessari frétt: Sunnlendingar vonuðust til þess að fá brúna fyrir sextán árum, eins og rifja má upp í þessari frétt frá árinu 2009: Vegagerð Samgöngur Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. 20. janúar 2025 21:33 Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Forstjórinn segir samfélagslega mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst og líst vel á lagasetningu. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. 20. janúar 2025 20:01 Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. 20. janúar 2025 15:18 Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. 19. nóvember 2024 07:07 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Innlent Fleiri fréttir Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Sjá meira
„Ég á ekki von á því að Þjórsárbrúin verði boðin út á meðan þessi óvissa er um Hvammsvirkjun,“ segir Jón Heiðar Gestsson, forstöðumaður framkvæmda hjá Vegagerðinni. Brúarsmíðin og vegagerðin tengjast gerð Hvammsvirkjunar. Samkomulag gerir ráð fyrir að Landsvirkjun greiði 40 prósent kostnaðar en Vegagerðin 60 prósent. Miðað er við að Landsvirkjun leggi út fyrir öllum kostnaði en Vegagerðin greiði sinn hluta síðar, eða þegar fjárveiting fæst á samgönguáætlun. Undirbúningur brúarsmíðinnar og vegalagningarinnar heldur hins vegar áfram, bæði hjá Vegagerðinni og Landsvirkjun. Horft yfir Þjórsá úr Árnessýslu yfir í Rangárvallasýslu. Brúin verður 240 metra löng og Búðafossvegur 7,4 kílómetra langur.Teikning/Vegagerðin Jón Heiðar hjá Vegagerðinni gerir ráð fyrir að útboðsgögnin verði tilbúin í næsta mánuði, það er í marsmánuði. „Við höldum áfram vinnu við að klára útboðsgögn og fleira. Við verðum klár þegar greiðist úr þessu,“ segir Einar Már Magnússon, verkefnastjóri á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar. Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun, segir að þar sé enn verið að meta framhaldið eftir dóminn. Búið sé að áfrýja dómnum og ekki ljóst hvort málið fari beint til Hæstaréttar. Þá skipti auðvitað miklu máli hvernig löggjöfin, sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafi boðað, muni líta út. „Okkar er að útvega efni úr frárennslisskurðinum til vegagerðarinnar og það verk er í gangi. Við munum standa við það svo lengi sem framkvæmdaleyfi fyrir vegagerðinni og undirbúningi vinnubúða er í gildi,“ segir Þóra. Stöð 2 fjallaði í nóvember um Þjórsárbrúna og Búðafossveginn í þessari frétt: Sunnlendingar vonuðust til þess að fá brúna fyrir sextán árum, eins og rifja má upp í þessari frétt frá árinu 2009:
Vegagerð Samgöngur Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. 20. janúar 2025 21:33 Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Forstjórinn segir samfélagslega mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst og líst vel á lagasetningu. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. 20. janúar 2025 20:01 Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. 20. janúar 2025 15:18 Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. 19. nóvember 2024 07:07 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Innlent Fleiri fréttir Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Sjá meira
Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. 20. janúar 2025 21:33
Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Forstjórinn segir samfélagslega mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst og líst vel á lagasetningu. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. 20. janúar 2025 20:01
Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. 20. janúar 2025 15:18
Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. 19. nóvember 2024 07:07