Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 23:40 Sveinn Rúnar Hauksson hefur oft heimsótt Gasaströndina. Stöð 2 Fyrrverandi formaður Félagsins Íslands-Palestínu segir ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta um að flytja Palestínubúa frá Gasa og byggja þar glæsibaðströnd. Með umdeildum tillögum hafi forsetanum tekist að sameina heim allan. Á sameiginlegum blaðamannafundi Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Donald Trumps í gærkvöldi viðraði Trump hugmyndir sínar um að flytja Palestínubúa á brott frá Gasa og byggja þar glæsibaðströnd eða „rivíeru.“ Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félags Íslands-Palestína segir ekkert eðlilegt við heimsóknina. „Það er ekkert eðlilegt við þetta. Það er ekkert eðlilegt við það að Bandaríkjaforseti hafi sér við hlið stríðsglæpamann sem er eftirlýstur sem hefði raunar átt að vera handtekinn við komuna til New York, en er látinn ganga laus til þess að hann geti heimsótt þingið og forsetann. Það er ekkert eðlilegt við þetta og það er ekkert eðlilegt við þessar tillögur sem eru varla svaraverðar. En af því að þetta er forseti Bandaríkjanna þá verður maður að svara henni, af því að hann hefur völdin,“ sagði Sveinn Rúnar í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sveinn Haukur segir Palestínubúa standa sem einn maður gegn tillögu Trumps. „Það má segja að góða hliðin á þessu er sú að Trump hefur tekist að sameina heiminn allan. Ekki bara Palestínumenn heldur Arabalöndin, löndin í Vestur-Evrópu. Um allan heim heyrast mótmæli við þessum fyrirætlunum sem eru ekkert annað opinskátt að fremja stríðsglæp á fólkinu sem þarna býr. Sem þrátt fyrir allt streymir heim.“ Vopnahlé tók gildi þann 19. janúar og slepptu Hamas fjölda gísla í skiptum fyrir Palestínumenn sem fangelsaðir voru af Ísrael. Hamas á að sleppa 33 gíslum fyrir um tvö þúsund fanga. Einnig var hluti af vopnahléssamkomulaginu að íbúar norðurhluta Gasa fengu að snúa aftur. Að sögn Sveins snúa margir til baka til síns heima. „Það gerir það, sýnir það með verkum sínum og fótum og tali. Ég hef séð mikið af viðtölum við þetta fólk sem er núna að streyma heim. Núna í kjölfar eins hryllilegasta og miskunnarlausasta stríðs gegn börnum og mæðrum sem að heimurinn hefur horft út á. Sem hafði þetta markmið, þetta var útrýmingarherferð, þetta var ekkert stríð gegn Hamas eins og það var kallað. Þetta var stríð gegn Palestínu og sérstaklega börnum,“ segir Sveinn. Erfitt sé að segja hvernig framvinda málsins verður. „Það er erfitt að reikna hana út. Í gær áttu viðræðurnar að hefjast um að halda áfram samningum um vopnahlé, um annað stigið. Þær gerðu það og viðræðurnar byrjuðu og þá kemur hann með þetta í kjölfarið,“ segir Sveinn Rúnar. „Hann lýsir þarna yfir vilja til að eignast þetta rétt eins og Grænland og fleiri lönd í heiminum sem hann vill núna eignast. Mönnum finnst kannski einkennilegt að þurfa taka þessu alvarlega en það þarf að gera það. Þetta kemur núna í kjölfar útrýmingarstyrjaldar sem hafði það að markmiði af hálfu Ísraels að eyða byggð Palestínumanna úr Gasa. Þá voru menn tilbúnir, eins og hann kallar það sjálfur, að byggja upp riveríu á Gasaströndinni.“ Átök í Ísrael og Palestínu Donald Trump Bandaríkin Ísrael Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Á sameiginlegum blaðamannafundi Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Donald Trumps í gærkvöldi viðraði Trump hugmyndir sínar um að flytja Palestínubúa á brott frá Gasa og byggja þar glæsibaðströnd eða „rivíeru.“ Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félags Íslands-Palestína segir ekkert eðlilegt við heimsóknina. „Það er ekkert eðlilegt við þetta. Það er ekkert eðlilegt við það að Bandaríkjaforseti hafi sér við hlið stríðsglæpamann sem er eftirlýstur sem hefði raunar átt að vera handtekinn við komuna til New York, en er látinn ganga laus til þess að hann geti heimsótt þingið og forsetann. Það er ekkert eðlilegt við þetta og það er ekkert eðlilegt við þessar tillögur sem eru varla svaraverðar. En af því að þetta er forseti Bandaríkjanna þá verður maður að svara henni, af því að hann hefur völdin,“ sagði Sveinn Rúnar í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sveinn Haukur segir Palestínubúa standa sem einn maður gegn tillögu Trumps. „Það má segja að góða hliðin á þessu er sú að Trump hefur tekist að sameina heiminn allan. Ekki bara Palestínumenn heldur Arabalöndin, löndin í Vestur-Evrópu. Um allan heim heyrast mótmæli við þessum fyrirætlunum sem eru ekkert annað opinskátt að fremja stríðsglæp á fólkinu sem þarna býr. Sem þrátt fyrir allt streymir heim.“ Vopnahlé tók gildi þann 19. janúar og slepptu Hamas fjölda gísla í skiptum fyrir Palestínumenn sem fangelsaðir voru af Ísrael. Hamas á að sleppa 33 gíslum fyrir um tvö þúsund fanga. Einnig var hluti af vopnahléssamkomulaginu að íbúar norðurhluta Gasa fengu að snúa aftur. Að sögn Sveins snúa margir til baka til síns heima. „Það gerir það, sýnir það með verkum sínum og fótum og tali. Ég hef séð mikið af viðtölum við þetta fólk sem er núna að streyma heim. Núna í kjölfar eins hryllilegasta og miskunnarlausasta stríðs gegn börnum og mæðrum sem að heimurinn hefur horft út á. Sem hafði þetta markmið, þetta var útrýmingarherferð, þetta var ekkert stríð gegn Hamas eins og það var kallað. Þetta var stríð gegn Palestínu og sérstaklega börnum,“ segir Sveinn. Erfitt sé að segja hvernig framvinda málsins verður. „Það er erfitt að reikna hana út. Í gær áttu viðræðurnar að hefjast um að halda áfram samningum um vopnahlé, um annað stigið. Þær gerðu það og viðræðurnar byrjuðu og þá kemur hann með þetta í kjölfarið,“ segir Sveinn Rúnar. „Hann lýsir þarna yfir vilja til að eignast þetta rétt eins og Grænland og fleiri lönd í heiminum sem hann vill núna eignast. Mönnum finnst kannski einkennilegt að þurfa taka þessu alvarlega en það þarf að gera það. Þetta kemur núna í kjölfar útrýmingarstyrjaldar sem hafði það að markmiði af hálfu Ísraels að eyða byggð Palestínumanna úr Gasa. Þá voru menn tilbúnir, eins og hann kallar það sjálfur, að byggja upp riveríu á Gasaströndinni.“
Átök í Ísrael og Palestínu Donald Trump Bandaríkin Ísrael Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira