Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2025 11:57 Benjamín Netanjahú er hér í forgrunni en vinstra megin við hann er Israel Katz, varnarmálaráðherrra Ísrael. Hann segist hafa skipað hernum að undirbúa umfangsmikinn brottflutning Palestínumanna frá Gasaströndinni. EPA-EFE/ABIR SULTAN Ráðamenn í Ísrael segjast vera byrjaðir að undirbúa umfangsmikinn brottflutning Palestínumanna frá Gasaströndinni. Er það í takt við hugmyndir Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um þjóðernishreinsun á svæðinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til á fundi með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, á dögunum að allir Palestínumenn yrðu fluttir frá Gasaströndinni og Bandaríkjamenn tækju svæðið yfir. Síðan þá hafa embættismenn í Bandaríkjunum reynt að draga úr ummælum Trumps og reynt að halda því fram að fólkið fengi að snúa aftur en án þess þó að fara nánar út í útfærslu hugmyndarinnar. Sjá einnig: Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Hugmynd Trumps hefur verið gagnrýnd harðlega víðast hvar í heiminum og hefur henni alfarið verið hafnað af Palestínumönnum sem óttast að þeir myndu aldrei fá að snúa aftur. Ráðamenn í Egyptalandi og öðrum ríkjum Mið-Austurlanda segja slíkar aðgerðir myndu grafa verulega undan stöðugleika á svæðinu, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Netanjahú var í viðtali hjá Sean Hannity á Fox News í gær, þar sem hann sagði hugmynd Trumps vera merkilega og að skoða þyrfti hana betur og framfylgja henni. „Þetta er fyrsta góða hugmyndin sem ég hef heyrt.“ Times of Israel segir að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hafi tilkynnt í morgun að hann hefði skipað hernum að undirbúa áætlun fyrir það að leyfa þeim íbúum Gasa sem vilja fara þaðan sjálfviljugir að gera það. Katz kallaði hugmynd Trumps „hugrakka“. Í yfirlýsingu sem hann birti meðal annars á X, sagði hann að ríki eins og Spánn, Írland, Noregur og önnur sem hefðu gagnrýnt hernað Ísraela á Gasaströndinni væru „lagalega skyldug“ til að taka á móti íbúum svæðisins. Ef ráðamenn þar höfnuðu því, væri það sönnun á hræsni þeirra. I have instructed the IDF to prepare a plan that will allow any resident of Gaza who wishes to leave to do so, to any country willing to receive them.Hamas has used the residents of Gaza as human shields, built its terror infrastructure in the heart of the civilian population,…— ישראל כ”ץ Israel Katz (@Israel_katz) February 6, 2025 Í upphafi innrásar Ísraela á Gasaströndina, í kjölfar árása Hamas-liða og annarra á suðurhluta Ísrael þann 7. október 2023, reyndu ráðamenn í Ísrael að fá Egypta til að taka við íbúum Gasastrandarinnar og átti það að vera tímabundið. Því var hafnað. Trump hefur á undanförnum vikum talað um að Egyptar eða Jórdanir gætu tekið móti íbúum Gasa en því hefur einnig verið hafnað og hugmyndin fordæmd af ráðamönnum í Mið-Austurlöndum. Kom eigin fólki og Netanjahú á óvart Þegar Trump nefndi hugmynd sína um að Bandaríkin tækju yfir Gasaströndina og byggðu hana upp sem „Rivíeru Mið-Austurlanda“ kom hann ráðgjöfum sínum og starfsmönnum á óvart. Samkvæmt frétt New York Times hefur Trump nefnt þessa hugmynd á undanförnum vikum en hún hafði aldrei verið rædd almennilega innan veggja Hvíta hússins. Hann las hugmyndina upp af blaði sem hann mætti með á blaðamannafundinn með Netanjahú en starfsmenn hans munu ekki hafa vitað af því og engin undirbúningur fyrir opinberun hugmyndarinnar eða umræða um það hvernig hún ætti að ganga eftir hafði átt sér stað. Trump kom einnig Netanjahú á óvart en forsætisráðherrann heyrði þessa hugmynd Trumps fyrst rétt áður en þeir gengu fram á blaðamannafundinn. Ítrekaði hugmyndina í morgun Nú í morgun skrifaði Trump frekar um hugmynd sína á hans eigin samfélagsmiðli þar sem hann sagði að eftir að Ísraelar væru búnir að ljúka hernaði sínum á Gasa, myndu þeir færa Bandaríkjunum svæðið. „Palestínumennirnir, fólk eins og Chuck Schumer [Leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings], væru þá búnir að koma sér fyrir í mun öruggari og fallegri samfélögum, með ný og nútímaleg heimili, á svæðinu,“ skrifaði Trump. „Þau hefðu raunverulegt tækifæri á því að vera hamingjusöm, örugg og frjáls.“ Í kjölfarið segir Trump að Bandaríkjamenn myndu endurreisa Gasaströndina í samvinnu með öðrum ríkjum og að svæðið yrði á endanum eitt það stórfenglegasta á jörðinni. Engir bandarískir hermenn þyrftu að koma að þessar áætlun og stöðugleiki myndi nást fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann nefnir ekki í færslu sinni að brottflutningur íbúa Gasastrandarinnar eigi að vera tímabundinn, eins og Trump-liðar og Ísraelar hafa reynt að halda fram á undanförnum dögum. Færsla Trumps á TruthSocial. Bandaríkin Palestína Donald Trump Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið gríðarlega athygli og verið harðlega gagnrýndur eftir að hann lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hygðust taka yfir Gasa. 5. febrúar 2025 06:20 Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til á fundi með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, á dögunum að allir Palestínumenn yrðu fluttir frá Gasaströndinni og Bandaríkjamenn tækju svæðið yfir. Síðan þá hafa embættismenn í Bandaríkjunum reynt að draga úr ummælum Trumps og reynt að halda því fram að fólkið fengi að snúa aftur en án þess þó að fara nánar út í útfærslu hugmyndarinnar. Sjá einnig: Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Hugmynd Trumps hefur verið gagnrýnd harðlega víðast hvar í heiminum og hefur henni alfarið verið hafnað af Palestínumönnum sem óttast að þeir myndu aldrei fá að snúa aftur. Ráðamenn í Egyptalandi og öðrum ríkjum Mið-Austurlanda segja slíkar aðgerðir myndu grafa verulega undan stöðugleika á svæðinu, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Netanjahú var í viðtali hjá Sean Hannity á Fox News í gær, þar sem hann sagði hugmynd Trumps vera merkilega og að skoða þyrfti hana betur og framfylgja henni. „Þetta er fyrsta góða hugmyndin sem ég hef heyrt.“ Times of Israel segir að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hafi tilkynnt í morgun að hann hefði skipað hernum að undirbúa áætlun fyrir það að leyfa þeim íbúum Gasa sem vilja fara þaðan sjálfviljugir að gera það. Katz kallaði hugmynd Trumps „hugrakka“. Í yfirlýsingu sem hann birti meðal annars á X, sagði hann að ríki eins og Spánn, Írland, Noregur og önnur sem hefðu gagnrýnt hernað Ísraela á Gasaströndinni væru „lagalega skyldug“ til að taka á móti íbúum svæðisins. Ef ráðamenn þar höfnuðu því, væri það sönnun á hræsni þeirra. I have instructed the IDF to prepare a plan that will allow any resident of Gaza who wishes to leave to do so, to any country willing to receive them.Hamas has used the residents of Gaza as human shields, built its terror infrastructure in the heart of the civilian population,…— ישראל כ”ץ Israel Katz (@Israel_katz) February 6, 2025 Í upphafi innrásar Ísraela á Gasaströndina, í kjölfar árása Hamas-liða og annarra á suðurhluta Ísrael þann 7. október 2023, reyndu ráðamenn í Ísrael að fá Egypta til að taka við íbúum Gasastrandarinnar og átti það að vera tímabundið. Því var hafnað. Trump hefur á undanförnum vikum talað um að Egyptar eða Jórdanir gætu tekið móti íbúum Gasa en því hefur einnig verið hafnað og hugmyndin fordæmd af ráðamönnum í Mið-Austurlöndum. Kom eigin fólki og Netanjahú á óvart Þegar Trump nefndi hugmynd sína um að Bandaríkin tækju yfir Gasaströndina og byggðu hana upp sem „Rivíeru Mið-Austurlanda“ kom hann ráðgjöfum sínum og starfsmönnum á óvart. Samkvæmt frétt New York Times hefur Trump nefnt þessa hugmynd á undanförnum vikum en hún hafði aldrei verið rædd almennilega innan veggja Hvíta hússins. Hann las hugmyndina upp af blaði sem hann mætti með á blaðamannafundinn með Netanjahú en starfsmenn hans munu ekki hafa vitað af því og engin undirbúningur fyrir opinberun hugmyndarinnar eða umræða um það hvernig hún ætti að ganga eftir hafði átt sér stað. Trump kom einnig Netanjahú á óvart en forsætisráðherrann heyrði þessa hugmynd Trumps fyrst rétt áður en þeir gengu fram á blaðamannafundinn. Ítrekaði hugmyndina í morgun Nú í morgun skrifaði Trump frekar um hugmynd sína á hans eigin samfélagsmiðli þar sem hann sagði að eftir að Ísraelar væru búnir að ljúka hernaði sínum á Gasa, myndu þeir færa Bandaríkjunum svæðið. „Palestínumennirnir, fólk eins og Chuck Schumer [Leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings], væru þá búnir að koma sér fyrir í mun öruggari og fallegri samfélögum, með ný og nútímaleg heimili, á svæðinu,“ skrifaði Trump. „Þau hefðu raunverulegt tækifæri á því að vera hamingjusöm, örugg og frjáls.“ Í kjölfarið segir Trump að Bandaríkjamenn myndu endurreisa Gasaströndina í samvinnu með öðrum ríkjum og að svæðið yrði á endanum eitt það stórfenglegasta á jörðinni. Engir bandarískir hermenn þyrftu að koma að þessar áætlun og stöðugleiki myndi nást fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann nefnir ekki í færslu sinni að brottflutningur íbúa Gasastrandarinnar eigi að vera tímabundinn, eins og Trump-liðar og Ísraelar hafa reynt að halda fram á undanförnum dögum. Færsla Trumps á TruthSocial.
Bandaríkin Palestína Donald Trump Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið gríðarlega athygli og verið harðlega gagnrýndur eftir að hann lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hygðust taka yfir Gasa. 5. febrúar 2025 06:20 Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vakið gríðarlega athygli og verið harðlega gagnrýndur eftir að hann lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hygðust taka yfir Gasa. 5. febrúar 2025 06:20
Segir engan vilja búa á Gasa Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. 4. febrúar 2025 23:50