„Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2025 13:19 Elín segir átök í hluthafahópnum hafi tafið kaupin á Mannlífi. Hún sendir þeim Vilhjálmi Þorsteinssyni og Hjálmari Gíslasyni góðlátlega nótu, að þeir vilji helst tengja vefinn Samfylkingarpóstinum. Stjórn Sameinaða útgáfufélagsins, sem aðallega heldur utan um útgáfu Heimildarinnar, er búin að samþykkja kaupin á vefnum Mannlífi. Reynir Traustason ritstjóri þar snýr sér senn að öðru. Samkvæmt heimildum Vísis gefur Útgáfufélagið ekkert fyrir Mannlíf í núverandi mynd, það tekur útgáfuna yfir og tryggir stöðugildi tveggja blaðamanna sem þar hafa starfað. Til stendur að hefja vefinn til fyrri virðingar Nokkur styr hefur staðið um þessi kaup og hefur mörgum áskrifendum Heimildarinnar litist misvel á kaupin og telja þau skaða trúverðugleika Heimildarinnar. „Já, Reynir hættir um leið og þetta er gengið í gegn. Vörumerkið er bara tekið yfir og þá þeir tveir starfsmenn sem þar eru,“ segir Elín G. Ragnarsdóttir stjórnarformaður. Um er að ræða blaðamennina Björgvin Gunnarsson og Brynjar Birgisson. Elín segir að til standi að hefja vefinn aftur til fyrri virðingar en átök í hluthafahópnum hafi staðið því fyrir þrifum. „Þetta eru annars vegar starfsmenn Stundarinnar [sem sameinaðist Kjarnanum á sínum tíma og úr varð Heimildin] og svo hins vegar fjárfestar sem komu frá Kjarnanum,“ segir Elín. Ágreiningur innan hluthafahópsins Hún er hér að vísa til fjárfestanna Hjálmars Gíslasonar og Vilhjálms Þorsteinssonar sem komu inn í hópinn við sameininguna. Þeir áttu hlut í Kjarnanum. Þeir hafa viljað selja sig út en að sögn Elínar hafa þeir óraunhæfar væntingar um kaupverð. Elín segist ekki vera hluthafi heldur gegni hún aðeins stjórnarformennsku. „Þeir hafa verið með allskonar skoðanir, hvernig þeir vilja hafa þetta, stjórnina öðruvísi og ég veit ekki hvað. Ég held að þeir vilji bara hafa þetta á Samfylkingarpóstinum. Eða ég veit ekki hvað þeir vilja,“ segir Elín og kímir. Hún er stödd sem stendur úti á Spáni og nýtur þess að vera í góðu veðri. Reynir Traustason er ritstjóri Mannlífs. Hann lýkur nú litríkum ferli sem blaðamaður og snýr sér að bókaskrifum og verkefnum tengdum Ferðafélagi Íslands.Vísir/Vilhelm En meirihlutinn ræður og það eru þá starfsmenn gömlu Stundarinnar. Að sögn Elínar stendur til að breyta Mannlífi, bæði að útliti og sem og innihaldi, bæta við starfsfólki og ráða nýjan ritstjóra. „Vera með meiri og hraðari fréttir; þetta verður auglýsingadrifinn og skemmtilegur vefur. Það eru allskonar hugmyndir í gangi,“ segir Elín. Stjórnin hefur fyrir sína parta samþykkt kaupin á Mannlífsvefnum en einhver formsatriði eru þó sem þarf að ganga frá svo sem senda þessar fyrirætlanir til samkeppniseftirlitsins. Verulegar breytingar á ritstjórn Heimildarinnar Veruleg umskipti hafa orðið í blaðamannagengi Heimildarinnar að undanförnu. Þannig hafa svo gott sem allir þeir starfsmenn sem komu yfir á blaðið með Kjarnanum hætt störfum við blaðið. Þar munar líklega mest um Þórð Snæ Júlíusson ritstjóra, sem sagði upp störfum og kom þar ýmislegt til. Í nýútkomnum Blaðamanninum, tímariti Blaðamannafélags Íslands, segir hann að það hafi meðal annars verið vegna máls sem kennt hefur verið við Skæruliðadeild Samherja, hann mátti sæta því að hafa um tveggja ára skeið mátt sæta því að vera með stöðu sakbornings við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að samstarf hans og samritstjóra hans Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur og Jóns Trausta Reynissonar hafi verið orðið stirt. Þórður Snær er nú orðinn framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar og Arnar Þór Ingólfsson, helsti samverkamaður hans og þjáningarbróðir í Skrímsladeildarmálinu, er orðinn starfsmaður þingflokksins. Ingi Freyr Vilhjálmsson hætti einnig störfum og fór yfir á Ríkisútvarpið, Helgi Seljan hætti einnig óvænt störfum og munar um minna. Hann er nú kominn til Rauða krossins, þar sem hann annast um fíkla auk þess sem hann sinnir verkefnum fyrir RÚV. Þá hefur Erla María Markúsdóttir blaðamaður einnig sagt upp störfum á Heimildinni auk Sunnu Óskar Logadóttur, sem stóð vaktina sem fréttastjóri Mbl.is áður en hún færði sig til Kjarnans; hún er að vinna uppsagnarfrest sinn á blaðinu. Fjölmiðlar Samkeppnismál Tengdar fréttir Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Ólík sjónarmið eru uppi innan hluthafahóps Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út Heimildina um að kaupa Mannlíf. Um sannkallaða fjölskyldusameiningu yrði að ræða en hjónin Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson stýra Heimildinni á meðan Reynir Traustason, faðir Jóns Trausta, ræður ríkjum á Mannlífi. Stjórnarformaður vonar að viðskiptin gangi í gegn fyrir áramót. 18. desember 2024 18:20 Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson eru hættir í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út fjölmiðilinn Heimildina. Ástæðan er yfirvofandi kaup útgáfufélagsins á Mannlífi Reynis Traustasonar. 18. desember 2024 19:54 Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs segist hafa verið í viðræðum við Heimildina í um hálft ár um yfirtöku á Mannlífi. Hann segir kaupverðið ekki hátt en vill ekki gefa það upp. Persónulega telji hann tímabært að hætta í blaðamennsku. 18. desember 2024 22:31 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis gefur Útgáfufélagið ekkert fyrir Mannlíf í núverandi mynd, það tekur útgáfuna yfir og tryggir stöðugildi tveggja blaðamanna sem þar hafa starfað. Til stendur að hefja vefinn til fyrri virðingar Nokkur styr hefur staðið um þessi kaup og hefur mörgum áskrifendum Heimildarinnar litist misvel á kaupin og telja þau skaða trúverðugleika Heimildarinnar. „Já, Reynir hættir um leið og þetta er gengið í gegn. Vörumerkið er bara tekið yfir og þá þeir tveir starfsmenn sem þar eru,“ segir Elín G. Ragnarsdóttir stjórnarformaður. Um er að ræða blaðamennina Björgvin Gunnarsson og Brynjar Birgisson. Elín segir að til standi að hefja vefinn aftur til fyrri virðingar en átök í hluthafahópnum hafi staðið því fyrir þrifum. „Þetta eru annars vegar starfsmenn Stundarinnar [sem sameinaðist Kjarnanum á sínum tíma og úr varð Heimildin] og svo hins vegar fjárfestar sem komu frá Kjarnanum,“ segir Elín. Ágreiningur innan hluthafahópsins Hún er hér að vísa til fjárfestanna Hjálmars Gíslasonar og Vilhjálms Þorsteinssonar sem komu inn í hópinn við sameininguna. Þeir áttu hlut í Kjarnanum. Þeir hafa viljað selja sig út en að sögn Elínar hafa þeir óraunhæfar væntingar um kaupverð. Elín segist ekki vera hluthafi heldur gegni hún aðeins stjórnarformennsku. „Þeir hafa verið með allskonar skoðanir, hvernig þeir vilja hafa þetta, stjórnina öðruvísi og ég veit ekki hvað. Ég held að þeir vilji bara hafa þetta á Samfylkingarpóstinum. Eða ég veit ekki hvað þeir vilja,“ segir Elín og kímir. Hún er stödd sem stendur úti á Spáni og nýtur þess að vera í góðu veðri. Reynir Traustason er ritstjóri Mannlífs. Hann lýkur nú litríkum ferli sem blaðamaður og snýr sér að bókaskrifum og verkefnum tengdum Ferðafélagi Íslands.Vísir/Vilhelm En meirihlutinn ræður og það eru þá starfsmenn gömlu Stundarinnar. Að sögn Elínar stendur til að breyta Mannlífi, bæði að útliti og sem og innihaldi, bæta við starfsfólki og ráða nýjan ritstjóra. „Vera með meiri og hraðari fréttir; þetta verður auglýsingadrifinn og skemmtilegur vefur. Það eru allskonar hugmyndir í gangi,“ segir Elín. Stjórnin hefur fyrir sína parta samþykkt kaupin á Mannlífsvefnum en einhver formsatriði eru þó sem þarf að ganga frá svo sem senda þessar fyrirætlanir til samkeppniseftirlitsins. Verulegar breytingar á ritstjórn Heimildarinnar Veruleg umskipti hafa orðið í blaðamannagengi Heimildarinnar að undanförnu. Þannig hafa svo gott sem allir þeir starfsmenn sem komu yfir á blaðið með Kjarnanum hætt störfum við blaðið. Þar munar líklega mest um Þórð Snæ Júlíusson ritstjóra, sem sagði upp störfum og kom þar ýmislegt til. Í nýútkomnum Blaðamanninum, tímariti Blaðamannafélags Íslands, segir hann að það hafi meðal annars verið vegna máls sem kennt hefur verið við Skæruliðadeild Samherja, hann mátti sæta því að hafa um tveggja ára skeið mátt sæta því að vera með stöðu sakbornings við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að samstarf hans og samritstjóra hans Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur og Jóns Trausta Reynissonar hafi verið orðið stirt. Þórður Snær er nú orðinn framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar og Arnar Þór Ingólfsson, helsti samverkamaður hans og þjáningarbróðir í Skrímsladeildarmálinu, er orðinn starfsmaður þingflokksins. Ingi Freyr Vilhjálmsson hætti einnig störfum og fór yfir á Ríkisútvarpið, Helgi Seljan hætti einnig óvænt störfum og munar um minna. Hann er nú kominn til Rauða krossins, þar sem hann annast um fíkla auk þess sem hann sinnir verkefnum fyrir RÚV. Þá hefur Erla María Markúsdóttir blaðamaður einnig sagt upp störfum á Heimildinni auk Sunnu Óskar Logadóttur, sem stóð vaktina sem fréttastjóri Mbl.is áður en hún færði sig til Kjarnans; hún er að vinna uppsagnarfrest sinn á blaðinu.
Fjölmiðlar Samkeppnismál Tengdar fréttir Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Ólík sjónarmið eru uppi innan hluthafahóps Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út Heimildina um að kaupa Mannlíf. Um sannkallaða fjölskyldusameiningu yrði að ræða en hjónin Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson stýra Heimildinni á meðan Reynir Traustason, faðir Jóns Trausta, ræður ríkjum á Mannlífi. Stjórnarformaður vonar að viðskiptin gangi í gegn fyrir áramót. 18. desember 2024 18:20 Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson eru hættir í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út fjölmiðilinn Heimildina. Ástæðan er yfirvofandi kaup útgáfufélagsins á Mannlífi Reynis Traustasonar. 18. desember 2024 19:54 Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs segist hafa verið í viðræðum við Heimildina í um hálft ár um yfirtöku á Mannlífi. Hann segir kaupverðið ekki hátt en vill ekki gefa það upp. Persónulega telji hann tímabært að hætta í blaðamennsku. 18. desember 2024 22:31 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Ólík sjónarmið eru uppi innan hluthafahóps Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út Heimildina um að kaupa Mannlíf. Um sannkallaða fjölskyldusameiningu yrði að ræða en hjónin Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson stýra Heimildinni á meðan Reynir Traustason, faðir Jóns Trausta, ræður ríkjum á Mannlífi. Stjórnarformaður vonar að viðskiptin gangi í gegn fyrir áramót. 18. desember 2024 18:20
Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson eru hættir í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út fjölmiðilinn Heimildina. Ástæðan er yfirvofandi kaup útgáfufélagsins á Mannlífi Reynis Traustasonar. 18. desember 2024 19:54
Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs segist hafa verið í viðræðum við Heimildina í um hálft ár um yfirtöku á Mannlífi. Hann segir kaupverðið ekki hátt en vill ekki gefa það upp. Persónulega telji hann tímabært að hætta í blaðamennsku. 18. desember 2024 22:31