Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Jón Þór Stefánsson skrifar 6. febrúar 2025 17:44 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er barna- og menntamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, menntamálaráðherra, tekur fyrir að hún eða starfsmaður ráðuneytisins hafi um helgina gefið kennurum vilyrði fyrir launahækkunum en síðan dregið loforðið til baka. Orðrómur þess efnis hefur gengið og hefur stjórnarandstaðan krafist svara frá forsætisráðherra. Á vef stjórnarráðsins segir að kjaradeila kennara hafi verið rædd í ríkisstjórn Íslands og leitað leiða til að liðka fyrir sátt í deilunni, svo sem með því að flýta virðismati starfa eða almennum aðgerðum í menntamálum. „Að gefnu tilefni vekur mennta- og barnamálaráðuneytið athygli á því að ráðherra og ráðuneytið eru ekki aðilar að kjarasamningum kennara. Hvorki Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, né starfsmaður á hennar vegum hefur boðið eða gefið vilyrði um launahækkun til kennara,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Ásthildur hafi hitt forystu Kennarasambandsins á fundi síðastliðinn fimmtudag ásamt Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra, Daða Már Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra sem og með formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga. Heyrðu af loforði um tveggja prósenta hækkun Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna þriggja kröfðu forsætisráðherra um svör í tilkynningu sem þau sendu fyrr í dag. „Hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra, eða starfsmaður á hans vegum, er sagður hafa boðið, fyrir hönd ríkisins, 2% hækkun til viðbótar við það sem þegar var á borðinu. Ríkissjóður tæki á sig þann kostnað, að minnsta kosti til að byrja með, til að liðka fyrir deilunni, þrátt fyrir að ráðherra hafi enga beina aðkomu að samningum sem þessum, og er það ekki að ástæðulausu,“ sagði í tilkynningu stjórnarandstöðunnar. Kennaraverkfall 2024-25 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Kjaraviðræður 2023-25 Flokkur fólksins Kjaramál Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Orðrómur þess efnis hefur gengið og hefur stjórnarandstaðan krafist svara frá forsætisráðherra. Á vef stjórnarráðsins segir að kjaradeila kennara hafi verið rædd í ríkisstjórn Íslands og leitað leiða til að liðka fyrir sátt í deilunni, svo sem með því að flýta virðismati starfa eða almennum aðgerðum í menntamálum. „Að gefnu tilefni vekur mennta- og barnamálaráðuneytið athygli á því að ráðherra og ráðuneytið eru ekki aðilar að kjarasamningum kennara. Hvorki Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, né starfsmaður á hennar vegum hefur boðið eða gefið vilyrði um launahækkun til kennara,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Ásthildur hafi hitt forystu Kennarasambandsins á fundi síðastliðinn fimmtudag ásamt Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra, Daða Már Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra sem og með formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga. Heyrðu af loforði um tveggja prósenta hækkun Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna þriggja kröfðu forsætisráðherra um svör í tilkynningu sem þau sendu fyrr í dag. „Hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra, eða starfsmaður á hans vegum, er sagður hafa boðið, fyrir hönd ríkisins, 2% hækkun til viðbótar við það sem þegar var á borðinu. Ríkissjóður tæki á sig þann kostnað, að minnsta kosti til að byrja með, til að liðka fyrir deilunni, þrátt fyrir að ráðherra hafi enga beina aðkomu að samningum sem þessum, og er það ekki að ástæðulausu,“ sagði í tilkynningu stjórnarandstöðunnar.
Kennaraverkfall 2024-25 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Kjaraviðræður 2023-25 Flokkur fólksins Kjaramál Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira