Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 08:30 Sergio Ramos lék síðast með uppeldisfélagi sínu Sevilla en er nú mættur til Mexíkó. Getty/Joaquin Corchero Spænska fótboltagoðsögnin Sergio Ramos hefur tekið fram takkaskóna að nýju og mun spila í efstu deildinni í Mexíkó. Ramos, sem verður 39 ára í næsta mánuði, lék síðast fótbolta með Sevilla á Spáni en hætti þar síðasta sumar. Í gær var hann hins vegar kynntur sem nýr leikmaður Monterrey í Mexíkó. „Sögufrægur varnarmaður í heimsfótboltanum, margfaldur meistari með Real Madrid og PSG og heimsmeistari með Spáni. Velkominn til Club de Futbol Monterrey. Leiðtogahæfni þín, hæfileikar og sigurhugarfar mun koma „Bláum og hvítum“ í hæstu hæðir,“ segir í tilkynningu Monterrey. Athygli vekur að Ramos verður í treyju númer 93 hjá Monterrey en það er til að minnast marksins sem hann skoraði á þriðju mínútu uppbótartíma fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2014. Markið tryggði Real framlengingu og liðið varð svo Evrópumeistari. Sergio Ramos will wear the no.93 shirt at Monterrey to honour his late goal for Real Madrid in the 2014 #UCL final 🎯 pic.twitter.com/9bENX4zlk8— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2025 Ramos, sem vann mikinn fjölda titla á sextán árum með Real Madrid og varð heimsmeistari með Spáni 2010 og Evrópumeistari 2008 og 2012, er uppalinn hjá Sevilla. Hann lék í eitt ár fyrir félagið áður en að samningur hans rann út síðasta sumar. „Við höfum reynt að semja við hann síðan síðasta sumar. Það gekk ekki upp þá en við reyndum aftur núna í félagaskiptaglugganum,“ sagði Jose Antonio Noriega, forseti Monterrey. „Liðið þarf á honum að halda. Hann hefur gæðin, gríðarlega reynslu, rosalegan persónuleika og er óumdeildur leiðtogi,“ sagði Noriega. Ramos kemur því til með að spila á HM félagsliða í sumar en Monterrey er eitt af þremur mexíkóskum liðum sem taka þátt í mótinu. Spænski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Ramos, sem verður 39 ára í næsta mánuði, lék síðast fótbolta með Sevilla á Spáni en hætti þar síðasta sumar. Í gær var hann hins vegar kynntur sem nýr leikmaður Monterrey í Mexíkó. „Sögufrægur varnarmaður í heimsfótboltanum, margfaldur meistari með Real Madrid og PSG og heimsmeistari með Spáni. Velkominn til Club de Futbol Monterrey. Leiðtogahæfni þín, hæfileikar og sigurhugarfar mun koma „Bláum og hvítum“ í hæstu hæðir,“ segir í tilkynningu Monterrey. Athygli vekur að Ramos verður í treyju númer 93 hjá Monterrey en það er til að minnast marksins sem hann skoraði á þriðju mínútu uppbótartíma fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2014. Markið tryggði Real framlengingu og liðið varð svo Evrópumeistari. Sergio Ramos will wear the no.93 shirt at Monterrey to honour his late goal for Real Madrid in the 2014 #UCL final 🎯 pic.twitter.com/9bENX4zlk8— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2025 Ramos, sem vann mikinn fjölda titla á sextán árum með Real Madrid og varð heimsmeistari með Spáni 2010 og Evrópumeistari 2008 og 2012, er uppalinn hjá Sevilla. Hann lék í eitt ár fyrir félagið áður en að samningur hans rann út síðasta sumar. „Við höfum reynt að semja við hann síðan síðasta sumar. Það gekk ekki upp þá en við reyndum aftur núna í félagaskiptaglugganum,“ sagði Jose Antonio Noriega, forseti Monterrey. „Liðið þarf á honum að halda. Hann hefur gæðin, gríðarlega reynslu, rosalegan persónuleika og er óumdeildur leiðtogi,“ sagði Noriega. Ramos kemur því til með að spila á HM félagsliða í sumar en Monterrey er eitt af þremur mexíkóskum liðum sem taka þátt í mótinu.
Spænski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó