Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Jakob Bjarnar skrifar 7. febrúar 2025 10:44 Hjálmar Sveinsson og Einar Þorsteinsson sem hefur talað um að það hrikti í borgarstjórnarmeirihlutanum. Hjálmari koma orð Einars á óvart. vísir/ívar/vilhelm Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi furðar sig á yfirlýsingum Einars Þorsteinssonar borgarstjóra með að það hrikti í borgarstjórnarmeirihlutanum. „Kjarninn í þessu er sá að við teljum að húsnæðisáætlanir sem eru nú í gangi, og í rauninni aðalskipulag, standi fyrir sínu og það sé ekki þörf á að fara í róttækar breytingar á því að svo komnu máli,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi. Eins og fram kom á Vísi í gær sagði Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á fundi Flugmálafélags Íslands í gær, að ríkisstjórnin stæði einhuga að baki Reykjavíkurflugvelli. Hann sagði jafnframt það grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ekki liggur enn fyrir hvort Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, en báðir þessir flokkar sitja í meirihluta borgarstjórnar, taka undir með Eyjólfi í þessum efnum. Samningarnir leggja skyldur á báða aðila Pawel Bartoszek þingmaður, áður varaborgarfulltrúi Viðreisnar, sagði á Facebook að honum sýndist, af umfjöllun í fjölmiðlum af fundi stuðningsmanna flugvallarins, sú hugmynd uppi að ýmsir teldu einungis skyldur hvíla á Reykjavík í þeim samningum sem ríki og borg hafi gert sín á milli um framtíð flugvallarins. „En engar á ríkinu. Það er ekki raunin. Samningarnir leggja skyldur á báða aðila. Ef fólk telur að forsendur hans eigi ekki lengur við þarf að taka upp nýja samninga. Annað eins þekkist. En það má EKKI að láta sem það sem henti manni í samningunum sé í gildi, en annað megi hunsa,“ segir Pawel á Facebook-síðu sinni. Hann bendir á að til dæmis að rekstraröryggi flugvallarins skuli tryggt meðan unnið sé að undirbúningi að flutningi hans. „Ef ríkið vill ekki lengur vinna að undirbúningi að flutningi hans, þá þarf það að taka upp samningana, en ekki láta sem fyrri hluti setningarinnar í samningnum gildi en ekki sá síðari.“ Alexandra Briem segir að sér sé brugðið vegna orða Eyjólfs Ármannssonar sveitarstjórnarráðherra. Þá bendir Pawel á að á öðrum stað sé skýrt kveðið á um að ríkinu beri að hafa forgöngu um flutning kennslu- og einkaflugs af Reykjavíkurflugvelli. Um það er samkomulag frá 2013. „Hvernig hefur það gengið til að mynda hjá ISAVIA og ríkinu að vinna að þessum þætti samkomulags?“ Telur meirihlutasamstarfið standa traustum fótum Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata tekur einnig til máls og hún segir að sér sé „mjög brugðið yfir framgöngu Eyjólfs Ármannssonar í þessu máli. Eina ástæðan fyrir því að ég held aðeins í mér með viðbrögð er að ég eiginlega trúi því ekki að hann raunverulega tali fyrir hönd allrar ríkisstjórnarinnar.“ Hjálmar er á svipuðum slóðum og Pawel í samtali við Vísi. Hann segir að hlutirnir geti átt til að breytast en eins og staðan sé núna er skipulag til staðar fyrir mörg þúsund íbúðir á svæðinu. En nú hefur Einar Þorsteinsson borgarstjóri látið þau ummæli falla að það hrikti í meirihlutasamstarfinu vegna málsins? „Ég hef ekki orðið var við að það sé einhver óeining í öðrum málaflokkum. Það hefur alltaf verið ljóst að við erum með sitthvora skoðunina á þessu máli, það hefur alltaf verið ljóst. Ég veit ekki nákvæmlega hvað hann á við, það hriktir ekkert í meirihlutasamstarfinu.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Skipulag Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurflugvöllur Húsnæðismál Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
„Kjarninn í þessu er sá að við teljum að húsnæðisáætlanir sem eru nú í gangi, og í rauninni aðalskipulag, standi fyrir sínu og það sé ekki þörf á að fara í róttækar breytingar á því að svo komnu máli,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi. Eins og fram kom á Vísi í gær sagði Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á fundi Flugmálafélags Íslands í gær, að ríkisstjórnin stæði einhuga að baki Reykjavíkurflugvelli. Hann sagði jafnframt það grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ekki liggur enn fyrir hvort Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, en báðir þessir flokkar sitja í meirihluta borgarstjórnar, taka undir með Eyjólfi í þessum efnum. Samningarnir leggja skyldur á báða aðila Pawel Bartoszek þingmaður, áður varaborgarfulltrúi Viðreisnar, sagði á Facebook að honum sýndist, af umfjöllun í fjölmiðlum af fundi stuðningsmanna flugvallarins, sú hugmynd uppi að ýmsir teldu einungis skyldur hvíla á Reykjavík í þeim samningum sem ríki og borg hafi gert sín á milli um framtíð flugvallarins. „En engar á ríkinu. Það er ekki raunin. Samningarnir leggja skyldur á báða aðila. Ef fólk telur að forsendur hans eigi ekki lengur við þarf að taka upp nýja samninga. Annað eins þekkist. En það má EKKI að láta sem það sem henti manni í samningunum sé í gildi, en annað megi hunsa,“ segir Pawel á Facebook-síðu sinni. Hann bendir á að til dæmis að rekstraröryggi flugvallarins skuli tryggt meðan unnið sé að undirbúningi að flutningi hans. „Ef ríkið vill ekki lengur vinna að undirbúningi að flutningi hans, þá þarf það að taka upp samningana, en ekki láta sem fyrri hluti setningarinnar í samningnum gildi en ekki sá síðari.“ Alexandra Briem segir að sér sé brugðið vegna orða Eyjólfs Ármannssonar sveitarstjórnarráðherra. Þá bendir Pawel á að á öðrum stað sé skýrt kveðið á um að ríkinu beri að hafa forgöngu um flutning kennslu- og einkaflugs af Reykjavíkurflugvelli. Um það er samkomulag frá 2013. „Hvernig hefur það gengið til að mynda hjá ISAVIA og ríkinu að vinna að þessum þætti samkomulags?“ Telur meirihlutasamstarfið standa traustum fótum Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata tekur einnig til máls og hún segir að sér sé „mjög brugðið yfir framgöngu Eyjólfs Ármannssonar í þessu máli. Eina ástæðan fyrir því að ég held aðeins í mér með viðbrögð er að ég eiginlega trúi því ekki að hann raunverulega tali fyrir hönd allrar ríkisstjórnarinnar.“ Hjálmar er á svipuðum slóðum og Pawel í samtali við Vísi. Hann segir að hlutirnir geti átt til að breytast en eins og staðan sé núna er skipulag til staðar fyrir mörg þúsund íbúðir á svæðinu. En nú hefur Einar Þorsteinsson borgarstjóri látið þau ummæli falla að það hrikti í meirihlutasamstarfinu vegna málsins? „Ég hef ekki orðið var við að það sé einhver óeining í öðrum málaflokkum. Það hefur alltaf verið ljóst að við erum með sitthvora skoðunina á þessu máli, það hefur alltaf verið ljóst. Ég veit ekki nákvæmlega hvað hann á við, það hriktir ekkert í meirihlutasamstarfinu.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Skipulag Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurflugvöllur Húsnæðismál Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent