Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2025 15:59 Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur gefið til kynna að hann vilji endurráða manninn og að blaðakonan sem sagði fréttina verði rekin. AP/Alex Brandon Ungur starfsmaður DOGE, hefur sagt af sér eftir að hann var bendlaður við síðu á samfélagsmiðli þar sem hann lét fjölda rasískra ummæla falla. Hinn 25 ára gamli Marko Elez, hefur komið að vinnu DOGE við að skera verulega niður hjá alríkinu í Bandaríkjunum, undir stjórn Elons Musk, auðugasta manns heims. Elez hélt úti síðu á X undir nafninu @nullllptr, þar sem hann mun ítrekað hafa kastað fram rasískum ummælum og talað vel um kynbótaaðferðir. Í frétt Wall Street Journal, þar sem hann var tengdur síðunni, kemur fram að Elez virðist vera sérstaklega illa við Indverja. Kallaði hann til að mynda eftir því að hatur gegn Indverjum yrði normaliserað. Hann skrifaði einnig að ekki væri hægt að greiða honum fyrir það að gifta sig út fyrir kynstofn sinn og stærði sigi af því að hafa verið rasisti „áður en það var kúl“. Starfsmenn DOGE, sem margir eru ungir karlmenn, hafa gengið hart fram í niðurskurði hjá alríkinu og þykir vinna þeirra mjög umdeild. Sjá einnig: Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Elez sjálfur hefur verið viðloðinn dómsmál vegna aðgengi hans að greiðslukerfi fjármálaráðuneytisins sem inniheldur persónuupplýsingar fjölmargra Bandaríkjamanna. Dómari úrskurðaði í gærmorgun að Elez mætti hafa aðgang að kerfinu en takmarkaði hvernig hann mætti dreifa upplýsingum þaðan áfram. Hann sagði þó af sér í gærkvöldi, eftir að fyrirspurn um áðurnefnda X-síðu var send til Hvíta hússins. Musk vill að fréttakonan verði rekin Í frétt WSJ segir að Elez hafi unnið fyrir Musk hjá bæði SpaceX og X. Hjá geimfyrirtækinu vann hann við Starlink-gervihnetti og við gervigreind hjá X. Musk hvatti fólk til að sækja um hjá DOGE í lok síðasta árs en svo virðist sem flestir sem hafi verið ráðnir séu ungir menn sem deili lífsskoðunum auðjöfursins. Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, varði starfsmenn DOGE í viðtali í gær og sagði þá mjög þjálfaða fagmenn. Musk, sem hefur ítrekað haldið því fram að hann sé mjög svo hlynntur algeru tjáningarfrelsi, hefur kallað eftir því að blaðakonan sem tengdi Elez við síðuna umdeildu verði rekin úr starfi sínu hjá Wall Street Journal vegna fréttaflutnings hennar. Hann hefur einnig opnað könnun á síðu sinni á X, samfélagsmiðli sínum, þar sem hann spyr hvort hann eigi að ráða Elez aftur til DOGE. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær tilnefningu Russel Vought í embætti yfirmanns fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Það er sama áhrifamikla embætti og hann gegndi í fyrri stjórnartíð Trumps en í millitíðinni var Vought einn aðalhöfunda hins umdeilda plaggs, Project 2025. 7. febrúar 2025 09:52 Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast fækka starfsmönnum U.S. Agency for International Development (USAID) úr 10 þúsund í tæplega 300. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum. 7. febrúar 2025 08:20 Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað enn eina forsetatilskipunina sem vekur athygli. Að þessu sinni beinir hann spjótum sínum að Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag (ICC). 7. febrúar 2025 07:00 Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. 7. febrúar 2025 06:54 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Fleiri fréttir Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Sjá meira
Elez hélt úti síðu á X undir nafninu @nullllptr, þar sem hann mun ítrekað hafa kastað fram rasískum ummælum og talað vel um kynbótaaðferðir. Í frétt Wall Street Journal, þar sem hann var tengdur síðunni, kemur fram að Elez virðist vera sérstaklega illa við Indverja. Kallaði hann til að mynda eftir því að hatur gegn Indverjum yrði normaliserað. Hann skrifaði einnig að ekki væri hægt að greiða honum fyrir það að gifta sig út fyrir kynstofn sinn og stærði sigi af því að hafa verið rasisti „áður en það var kúl“. Starfsmenn DOGE, sem margir eru ungir karlmenn, hafa gengið hart fram í niðurskurði hjá alríkinu og þykir vinna þeirra mjög umdeild. Sjá einnig: Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Elez sjálfur hefur verið viðloðinn dómsmál vegna aðgengi hans að greiðslukerfi fjármálaráðuneytisins sem inniheldur persónuupplýsingar fjölmargra Bandaríkjamanna. Dómari úrskurðaði í gærmorgun að Elez mætti hafa aðgang að kerfinu en takmarkaði hvernig hann mætti dreifa upplýsingum þaðan áfram. Hann sagði þó af sér í gærkvöldi, eftir að fyrirspurn um áðurnefnda X-síðu var send til Hvíta hússins. Musk vill að fréttakonan verði rekin Í frétt WSJ segir að Elez hafi unnið fyrir Musk hjá bæði SpaceX og X. Hjá geimfyrirtækinu vann hann við Starlink-gervihnetti og við gervigreind hjá X. Musk hvatti fólk til að sækja um hjá DOGE í lok síðasta árs en svo virðist sem flestir sem hafi verið ráðnir séu ungir menn sem deili lífsskoðunum auðjöfursins. Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, varði starfsmenn DOGE í viðtali í gær og sagði þá mjög þjálfaða fagmenn. Musk, sem hefur ítrekað haldið því fram að hann sé mjög svo hlynntur algeru tjáningarfrelsi, hefur kallað eftir því að blaðakonan sem tengdi Elez við síðuna umdeildu verði rekin úr starfi sínu hjá Wall Street Journal vegna fréttaflutnings hennar. Hann hefur einnig opnað könnun á síðu sinni á X, samfélagsmiðli sínum, þar sem hann spyr hvort hann eigi að ráða Elez aftur til DOGE.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær tilnefningu Russel Vought í embætti yfirmanns fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Það er sama áhrifamikla embætti og hann gegndi í fyrri stjórnartíð Trumps en í millitíðinni var Vought einn aðalhöfunda hins umdeilda plaggs, Project 2025. 7. febrúar 2025 09:52 Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast fækka starfsmönnum U.S. Agency for International Development (USAID) úr 10 þúsund í tæplega 300. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum. 7. febrúar 2025 08:20 Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað enn eina forsetatilskipunina sem vekur athygli. Að þessu sinni beinir hann spjótum sínum að Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag (ICC). 7. febrúar 2025 07:00 Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. 7. febrúar 2025 06:54 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Fleiri fréttir Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Sjá meira
Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær tilnefningu Russel Vought í embætti yfirmanns fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Það er sama áhrifamikla embætti og hann gegndi í fyrri stjórnartíð Trumps en í millitíðinni var Vought einn aðalhöfunda hins umdeilda plaggs, Project 2025. 7. febrúar 2025 09:52
Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast fækka starfsmönnum U.S. Agency for International Development (USAID) úr 10 þúsund í tæplega 300. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum. 7. febrúar 2025 08:20
Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað enn eina forsetatilskipunina sem vekur athygli. Að þessu sinni beinir hann spjótum sínum að Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag (ICC). 7. febrúar 2025 07:00
Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. 7. febrúar 2025 06:54