Myrti sjö konur og þrjá karla Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2025 16:39 Þrjár byssur fundust hjá líki árásarmannsins í Örebro. EPA/CHRISTINE OLSSON Lögreglan í Svíþjóð hefur borið kennsl á öll fórnarlömbin tíu í skotárásinni í Örebro í vikunni. Árásarmaðurinn notaði þrjá hálfsjálfvirka riffla við árásina og hefur ríkisstjórn Svíþjóðar opinberað ætlanir um að draga úr aðgengi að slíkum byssum. Árásin átti sér stað um hádegi á þriðjudaginn í Campus Risbergska-skólanum í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en hann var áður framhaldsskóli. Rickard Andersson skaut sjö konur og þrjá menn til bana, áður en hann beindi byssu sinni að sjálfum sér. Fimm sem hann særði eru enn á sjúkrahúsi. Þar er um að ræða þrjár konur og tvo menn. Í frétt Aftonbladet segir að fórnarlömb Anderssons hafi verið frá 28 ára til 68 ára gömul. Einn þeirra, hinn 28 ára gamli Salim Iskef, hringdi í foreldra sína og unnustu úr skólanum og kvaddi þær áður en Andersson skaut hann til bana. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir. Fram kom á blaðamannafundi í gær að þrjár byssur hefðu fundist nærri Andersson í skólanum, auk mikils magns af skotfærum og tómum magasínum. Ein af byssum þessum var af gerðinni Browning BAR long track, samkvæmt frétt SVT, sænska ríkisútvarpsins, en það er hálfsjálfvirkur riffill. Hann mun einnig hafa átt tvær haglabyssur og riffillinn ein af byssunum fjórum fannst á heimili hans. Ekkert vopnanna var af gerð sem byggir á AR-15 rifflum en slík vopn vill ríkisstjórn Svíþjóðar nú banna þar í landi. Vopn af þeirri gerð hafa ítrekað verið notuð til mannskæðra skotárása í Bandaríkjunum. Breska ríkisútvarpið vitnar í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni um að sumar tegundir vopna séu svo hættulegar að almennir borgarar eigi ekki að eiga að þeim greiðan aðgang. Talað var um hálfsjálfvirka riffla en AR-15 byssur voru nefndar sérstaklega. Þá er haft eftir Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar sem er staddur í Lettlandi, að tryggja verði að rétt fólk eigi byssur í Svíþjóð. Núverandi reglur landsins segja að allir yfir átján ára aldri, sem hafi hreina sakaskrá, megi sækja um byssuleyfi. Um 580 þúsund manns eru með byssuleyfi í Svíþjóð. Svíþjóð Skotárás í Örebro Tengdar fréttir Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52 Nafngreina árásarmanninn í Örebro Lögregla í Svíþjóð vill meina að hinn 35 ára Rickard Andersson hafi verið árásarmaðurinn sem banaði tíu námsmönnum í Campus Risbergska-skólanum í Örebro í gær. 5. febrúar 2025 14:53 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Árásin átti sér stað um hádegi á þriðjudaginn í Campus Risbergska-skólanum í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en hann var áður framhaldsskóli. Rickard Andersson skaut sjö konur og þrjá menn til bana, áður en hann beindi byssu sinni að sjálfum sér. Fimm sem hann særði eru enn á sjúkrahúsi. Þar er um að ræða þrjár konur og tvo menn. Í frétt Aftonbladet segir að fórnarlömb Anderssons hafi verið frá 28 ára til 68 ára gömul. Einn þeirra, hinn 28 ára gamli Salim Iskef, hringdi í foreldra sína og unnustu úr skólanum og kvaddi þær áður en Andersson skaut hann til bana. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir. Fram kom á blaðamannafundi í gær að þrjár byssur hefðu fundist nærri Andersson í skólanum, auk mikils magns af skotfærum og tómum magasínum. Ein af byssum þessum var af gerðinni Browning BAR long track, samkvæmt frétt SVT, sænska ríkisútvarpsins, en það er hálfsjálfvirkur riffill. Hann mun einnig hafa átt tvær haglabyssur og riffillinn ein af byssunum fjórum fannst á heimili hans. Ekkert vopnanna var af gerð sem byggir á AR-15 rifflum en slík vopn vill ríkisstjórn Svíþjóðar nú banna þar í landi. Vopn af þeirri gerð hafa ítrekað verið notuð til mannskæðra skotárása í Bandaríkjunum. Breska ríkisútvarpið vitnar í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni um að sumar tegundir vopna séu svo hættulegar að almennir borgarar eigi ekki að eiga að þeim greiðan aðgang. Talað var um hálfsjálfvirka riffla en AR-15 byssur voru nefndar sérstaklega. Þá er haft eftir Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar sem er staddur í Lettlandi, að tryggja verði að rétt fólk eigi byssur í Svíþjóð. Núverandi reglur landsins segja að allir yfir átján ára aldri, sem hafi hreina sakaskrá, megi sækja um byssuleyfi. Um 580 þúsund manns eru með byssuleyfi í Svíþjóð.
Svíþjóð Skotárás í Örebro Tengdar fréttir Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52 Nafngreina árásarmanninn í Örebro Lögregla í Svíþjóð vill meina að hinn 35 ára Rickard Andersson hafi verið árásarmaðurinn sem banaði tíu námsmönnum í Campus Risbergska-skólanum í Örebro í gær. 5. febrúar 2025 14:53 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52
Nafngreina árásarmanninn í Örebro Lögregla í Svíþjóð vill meina að hinn 35 ára Rickard Andersson hafi verið árásarmaðurinn sem banaði tíu námsmönnum í Campus Risbergska-skólanum í Örebro í gær. 5. febrúar 2025 14:53