Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 20:02 Flóki Ásgeirsson lögmaður hefur skilað af sér álitsgerð um málið. Vísir/Vilhelm Stjórnmálaflokkar verða ekki krafðir um endurgreiðslu á hundruðum milljóna króna styrkjum þrátt fyrir að þeir hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði um að vera skráðir sem stjórnmálasamtök. Fjármálaráðherra tók þessa ákvörðun á grunni tveggja álitsgerða en hann segir fjármálaráðuneytið hafa brugðist skyldum sínum og að krafa um endurgreiðslu myndi ganga gegn markmiðum laga um styrkina. Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka hafa farið hátt í opinberri umræðu eftir að greint var frá því að nokkrir flokkar hefðu fengið slíka styrki þrátt fyrir að hafa ekki uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Í byrjun árs 2022, þegar framlögum fyrir það ár var úthlutað, höfðu Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistaflokkurinn ekki skráð sig sem stjórnmálasamtök. Sjálfstæðisflokkur og Píratar bættu úr skráningunni síðar sama ár, Sósíalistaflokkurinn í nóvember 2023 og Vinstri græn í september í fyrra. Flokkur fólksins hyggst bæta úr sinni skráningu á næsta landsfundi. Formaður Framsóknar hefur kallað eftir því að flokkarnir sem ekki uppfylltu skilyrði verði látnir endurgreiða styrkina. Fjármálaráðuneytið kallaði eftir tveimur álitsgerðum sérfræðinga sem birtar voru í dag. Flóki Ásgeirsson lögmaður skrifaði álitsgerð og ríkislögmaður minnisblað um málið. „Það liggur fyrir að framkvæmdin brást inni í ráðuneytinu og eftirfylgnin með því hverjir ættu rétt á þessum greiðslum eða uppfylltu skilyrði laganna að eftirfylgnin var ekki nægilega góð,“ sagði Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra. Það er mat Flóka Ásgeirssonar lögmanns að ráðuneytinu hefði borið að sjá til þess að fyrir lægi staðfesting frá ríkisskattstjóra um skráningu flokkanna í stjórnmálasamtakaskrá. Framkvæmdin hafi því ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Þá standi hvorki heimild né skylda til að krefjast endurgreiðslu. Endurgreiðslukrafa gengi þvert gegn markmiðum laga um styrkina sem séu að tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði flokkanna. Afturköllun styrkja myndi að líkindum valda gjaldþroti hlutaðeigandi stjórnmálasamtaka. „Það í fyrsta lagi gengi gegn markmiðum laganna um að styrkja lýðræðisleg stjórnmálasamtök á Íslandi. Ráðuneytið sinnti ekki sínum leiðbeiningaskyldum gagnvart þessum aðilum og ætla mætti að framkvæmd laganna, þetta atriði skipti ekki máli og því ekki talið að það séu forsendur fyrir endurgreiðslukröfu,“ sagði fjármálaráðherra. Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55 Verða ekki krafin um endurgreiðslu Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu. 7. febrúar 2025 11:55 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka hafa farið hátt í opinberri umræðu eftir að greint var frá því að nokkrir flokkar hefðu fengið slíka styrki þrátt fyrir að hafa ekki uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Í byrjun árs 2022, þegar framlögum fyrir það ár var úthlutað, höfðu Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistaflokkurinn ekki skráð sig sem stjórnmálasamtök. Sjálfstæðisflokkur og Píratar bættu úr skráningunni síðar sama ár, Sósíalistaflokkurinn í nóvember 2023 og Vinstri græn í september í fyrra. Flokkur fólksins hyggst bæta úr sinni skráningu á næsta landsfundi. Formaður Framsóknar hefur kallað eftir því að flokkarnir sem ekki uppfylltu skilyrði verði látnir endurgreiða styrkina. Fjármálaráðuneytið kallaði eftir tveimur álitsgerðum sérfræðinga sem birtar voru í dag. Flóki Ásgeirsson lögmaður skrifaði álitsgerð og ríkislögmaður minnisblað um málið. „Það liggur fyrir að framkvæmdin brást inni í ráðuneytinu og eftirfylgnin með því hverjir ættu rétt á þessum greiðslum eða uppfylltu skilyrði laganna að eftirfylgnin var ekki nægilega góð,“ sagði Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra. Það er mat Flóka Ásgeirssonar lögmanns að ráðuneytinu hefði borið að sjá til þess að fyrir lægi staðfesting frá ríkisskattstjóra um skráningu flokkanna í stjórnmálasamtakaskrá. Framkvæmdin hafi því ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Þá standi hvorki heimild né skylda til að krefjast endurgreiðslu. Endurgreiðslukrafa gengi þvert gegn markmiðum laga um styrkina sem séu að tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði flokkanna. Afturköllun styrkja myndi að líkindum valda gjaldþroti hlutaðeigandi stjórnmálasamtaka. „Það í fyrsta lagi gengi gegn markmiðum laganna um að styrkja lýðræðisleg stjórnmálasamtök á Íslandi. Ráðuneytið sinnti ekki sínum leiðbeiningaskyldum gagnvart þessum aðilum og ætla mætti að framkvæmd laganna, þetta atriði skipti ekki máli og því ekki talið að það séu forsendur fyrir endurgreiðslukröfu,“ sagði fjármálaráðherra.
Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55 Verða ekki krafin um endurgreiðslu Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu. 7. febrúar 2025 11:55 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55
Verða ekki krafin um endurgreiðslu Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu. 7. febrúar 2025 11:55