„Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. febrúar 2025 21:41 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, segir lið sitt vera bæði illa þjálfað og illa saman sett vísir/Hulda Margrét Hattarmenn máttu sætta sig við sitt sjötta tap í röð í Bónus-deild karla þegar liðið steinlá á Hlíðarenda 92-58. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðsins var gríðarlega ósáttur við hugarfar sinna manna eftir leik. „Andlegt og líkamlegt hrun þegar menn bara missa hausinn. Ég get sagt hvað gerðist, það er eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum. Gjörsamlega óásættanlegt helvítis kjaftæði.“ Það varð ákveðinn vendipunktur í leiknum þegar Nemanja Knezevic var vísað út úr húsi um miðjan fyrri hálfleik og vandaði Viðar honum ekki kveðjurnar. „Hann getur bara ekki hitt úr þessu sniðskoti þó það sé farið aðeins í hann. Lætur reka sig út, gæi sem á að vera lykilmaður hjá okkur. Þetta er bara hausleysi og kannski svona það sem hefur verið að elta okkur á tímabilinu. Við spilum bara eins og við séum heimskir. Tökum bara of mikið af röngum ákvörðunum.“ Viðar tók þó ábyrgðina á sig og sagði liðið hvorki vera vel þjálfað né vel saman sett. „Það er bara vandamálið okkar og það sem er búið að bíta okkur og kemur okkur í þessa stöðu. Liðið er ekki nógu öflugt. Ekki nógu vel sett saman og ekki nógu vel þjálfað, þá fer svona og það er bara á mína ábyrgð.“ Held ég vinni frekar í Víkingalottóinu þrjá miðvikudaga í röð Aðspurður um hvað væri til ráða og hvernig væri hægt að bæta þjálfun liðsins fyrir lokasprettinn taldi Viðar ólíklegt að það væri hægt að rétta kúrsinn af úr þessu, en liðið á fimm leiki eftir í deildinni „Við reynum að gera það en það er ósköp einfalt mál að það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast. Ég held ég vinni frekar í Víkingalottóinu þrjá miðvikudaga í röð heldur en það gerist eitthvað stórkostlegt. En við verðum að trúa því og halda áfram að spila.“ „Svo mun Höttur í körfu halda áfram og halda áfram reyna að byggja upp öflugt starf. Eitthvað sem skiptir ekki öllu máli núna en við þurfum bara að reyna að klára þetta með reisn. Þetta var lélegt í dag og til skammar, maður hálf skammast sín að spila svona fyrir klúbbinn.“ Liðið var í brekku fyrir leik og hún er bara orðin brattari en Viðar ætlar að reyna að finna svör og þá leikmenn sem eru með rétt hugarfar til staðar, sem eru alls ekki allir að hans mati. „Við verðum bara að mæta í þá og reyna að leggja okkur fram og knýja fram sigur en það sést bara á hugarfarinu á hluta leikmanna hjá mér að það er bara djöfulsins uppgjöf og volæði. Við þurfum að finna þessa menn sem eru með hjartað á réttum stað og reyna að vinna okkur þannig áfram. Þannig höfum við náð árangri síðustu ár og það sem ég er mest ósáttur við að við höfum aðeins tapað okkar einkenni. Svona hægt og rólega, hvort það gerist á viku eða tveimur, eða þremur mánuðum, við þurfum bara að finna það aftur og halda áfram að spila körfu.“ Bónus-deild karla Körfubolti Höttur Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Sjá meira
„Andlegt og líkamlegt hrun þegar menn bara missa hausinn. Ég get sagt hvað gerðist, það er eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum. Gjörsamlega óásættanlegt helvítis kjaftæði.“ Það varð ákveðinn vendipunktur í leiknum þegar Nemanja Knezevic var vísað út úr húsi um miðjan fyrri hálfleik og vandaði Viðar honum ekki kveðjurnar. „Hann getur bara ekki hitt úr þessu sniðskoti þó það sé farið aðeins í hann. Lætur reka sig út, gæi sem á að vera lykilmaður hjá okkur. Þetta er bara hausleysi og kannski svona það sem hefur verið að elta okkur á tímabilinu. Við spilum bara eins og við séum heimskir. Tökum bara of mikið af röngum ákvörðunum.“ Viðar tók þó ábyrgðina á sig og sagði liðið hvorki vera vel þjálfað né vel saman sett. „Það er bara vandamálið okkar og það sem er búið að bíta okkur og kemur okkur í þessa stöðu. Liðið er ekki nógu öflugt. Ekki nógu vel sett saman og ekki nógu vel þjálfað, þá fer svona og það er bara á mína ábyrgð.“ Held ég vinni frekar í Víkingalottóinu þrjá miðvikudaga í röð Aðspurður um hvað væri til ráða og hvernig væri hægt að bæta þjálfun liðsins fyrir lokasprettinn taldi Viðar ólíklegt að það væri hægt að rétta kúrsinn af úr þessu, en liðið á fimm leiki eftir í deildinni „Við reynum að gera það en það er ósköp einfalt mál að það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast. Ég held ég vinni frekar í Víkingalottóinu þrjá miðvikudaga í röð heldur en það gerist eitthvað stórkostlegt. En við verðum að trúa því og halda áfram að spila.“ „Svo mun Höttur í körfu halda áfram og halda áfram reyna að byggja upp öflugt starf. Eitthvað sem skiptir ekki öllu máli núna en við þurfum bara að reyna að klára þetta með reisn. Þetta var lélegt í dag og til skammar, maður hálf skammast sín að spila svona fyrir klúbbinn.“ Liðið var í brekku fyrir leik og hún er bara orðin brattari en Viðar ætlar að reyna að finna svör og þá leikmenn sem eru með rétt hugarfar til staðar, sem eru alls ekki allir að hans mati. „Við verðum bara að mæta í þá og reyna að leggja okkur fram og knýja fram sigur en það sést bara á hugarfarinu á hluta leikmanna hjá mér að það er bara djöfulsins uppgjöf og volæði. Við þurfum að finna þessa menn sem eru með hjartað á réttum stað og reyna að vinna okkur þannig áfram. Þannig höfum við náð árangri síðustu ár og það sem ég er mest ósáttur við að við höfum aðeins tapað okkar einkenni. Svona hægt og rólega, hvort það gerist á viku eða tveimur, eða þremur mánuðum, við þurfum bara að finna það aftur og halda áfram að spila körfu.“
Bónus-deild karla Körfubolti Höttur Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Sjá meira