Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2025 18:24 Einar klappar fyrir myndun nýs meirihluta í maí 2022. Tæpum þremur árum síðar er flokkurinn í frjálsu falli og borgarstjóri búinn að grípa í handbremsuna, og slíta samstarfinu. Vísir/Vilhelm Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. Þegar þá fjölmiðlamaðurinn Einar yfirgaf fjölmiðlastarfið hjá Ríkisútvarpinu í Efstaleiti og fór fram sem oddviti Framsóknar í borginni var flokkurinn svo til ósýnilegur í borginni. Framsóknarflokkurinn fékk rúm þrjú prósent í borgarstjórnarkosningunum 2018 og engan mann í borgarstjórn. Einar gagnrýndi meirihlutann undir forystu Dags B. Eggertssonar harðlega í aðdraganda kosninganna. Staðan á húsnæðismarkaði hefði versnað og væri orðin grafalvarleg og á ábyrgð meirihlutans. Þar ætlaði hann og Framsókn að gera bragarbót og sömuleiðis bæta þjónustu fyrir börn, leysa leikskólavandann margfræga. Úr vinsælustu stelpunni í þriggja prósenta flokk Framsókn vann mikinn kosningasigur. Fékk tæplega 19 prósenta fylgi og fjóra menn í borgarstjórn. Samfylkingin fékk fimm menn og Sjálfstæðisflokkurinn sex. Báðir flokkar töpuðu tveimur fulltrúum. Framsókn var vinsælasta stelpan í partýinu. Einar lýsti snemma yfir áhuga á borgarstjórastólnum og fóru í hönd meirihlutaviðræður við Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata sem höfðu setið í fyrri meirihluta og voru afdráttarlausir um samstarf flokkanna þriggja. Einar viðurkenndi að samstarfið væri ekki endilega það sem kjósendur Framsóknar hefðu kosið. Samkomulag náðist á þann veg að Dagur yrði borgarstjóri fyrstu átján mánuðina en svo tæki Einar við næsta tvö og hálfa árið eða út kjörtímabilið. Stökk á vagninn með Sjálfstæðisflokknum Tæplega þremur árum síðar er samstarfið sprungið. Einar fundaði með oddvitum Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata í Ráðhúsinu á föstudagskvöldi og tilkynnti þeim ákvörðun sína. Hann hafði sjálfur ýtt undir líkleg slit með yfirlýsingum um að það hrikti í samstarfi meirihlutans. Meirihlutans sem hann sjálfur leiddi. Mest hefur borið á umræðu um Reykjavíkurflugvöll í vikunni en þar er ekkert nýtt að sitt sýnist hverjum. Málið hefur verið þrætuepli í Reykjavík svo áratugum skiptir og ekkert sem bendir til þess að flugvöllurinn fari nokkuð næstu árin eða áratugi. Nýlegir jarðeldar að Reykjanesi ýta ekki undir tilefni til að byggja flugvelli í Hvassahrauni eða nágrenni á næstunni. Einar nefndi flugvallarmálið í viðtali við Morgunblaðið á miðvikudag. „Ég skal bara vera hreinskilinn, það hriktir aðeins í, í kringum þetta mál – og eðlilega. Afstaða Samfylkingar og Pírata, og að einhverju leyti Viðreisnar líka, hefur alveg verið skýr að þau vilja flugvöllinn burt. Við höfum ekki verið þar,“ sagði Einar. Ákvörðun Einar að taka einnig undir tillögur Sjálfstæðisflokksins um að tryggja atvinnustarfsemi á flugvallarsvæðinu var þó skref í nýja átt. Ákvörðun sem var greinilega vel ígrunduð og hann hvatti til ákvarðana varðandi byggingu á íbúabyggð í Geldinganesi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir. Þegar Einar var farinn að stökkva á tillögur Sjálfstæðisflokksins í andstöðu við hugmyndir samstarfsflokka í meirihlutanum var ljóst að eitthvað skrýtið væri í gangi. Græna vöruskemman í Álfabakka er í réttum litum fyrir Framsókn. Þó er það allt annað en óskaverkefni Einar að svara fyrir það klúður sem borgarstjóri og hugsar fyrrverandi borgarstjóra Degi B. Eggertssyni eflaust þegjandi þörfina varðandi þann Svarta-Pétur. Kjósendur Framsóknarflokksins, sem fylktu liði á bak við Einar 2022, gerðu það í von um breytingar. Ekki sem fjórða hjólið á svo til sama farartæki og mallaði í borginni kjörtímabilið á undan. Við þetta bætist að Framsókn sem stjórnmálaflokkur er í tómu basli á landvísu. Flokkurinn fékk tæplega átta prósenta fylgi í Alþingiskosningunum í nóvember og tapaði einmitt átta þingmönnum. Er orðrómur um að farið sé að hitna undir Sigurði Inga Jóhannssyni sem formaður og flokkurinn sé í nokkurri tilvistarkreppu. Baklandinu sé ekki skemmt frekar en grasrótinni. Ekkert öruggt með borgarstjórann Oddviti Viðreisnar í borginni hefur sagt alls ekki fast í hendi að Einar haldi borgarstjórastólnum við myndun nýs meirihluta í borginni. Erfitt er að sjá annan möguleika fyrir Einar að ná meirihluta en með Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og þá Flokki fólksins. Aðrir möguleikar virðast ekki í stöðunni. Þar gætu viðræður bæði strandað á Viðreisn, sem er að einhverju leyti í sárum eftir ákvörðun Einars enda sá flokkurinn ekki annað fyrir sér en að sigla meirihlutasamstarfinu í höfn næsta vor, og á Flokki fólksins. Þar er oddviti í dag Helga Þórðardóttir sem er nýskriðin í hlutverkið eftir brotthvarf Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur, nýkjörins þingmanns. Hún viðurkennir að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn sé umdeild hjá flokksmönnum. Kolbrún hefur sett miklar efasemdir við samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þá er Helga systir Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Flokks fólksins, sem hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína undanfarið að skera ætti niður fjölmiðlastyrk til Morgunblaðsins meðal annars vegna tengsla við auðmenn, sjávarútveginn og um leið Sjálfstæðisflokkinn. Hjá Flokki fólksins eru teknar fáar ákvarðanir án þess að þær hljóti blessun formannsins Ingu Sæland og það yrðu nýmæli hjá Ingu að hugnast samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Uppfært: Inga hefur tekið af allan vafa um að Flokkur fólksins fari ekki í samstarf með Sjálfstæðisflokknum í borginni. Tvær hliðar á peningnum En væru það merki um ósigur fyrir Einar Þorsteinsson ef hann næði ekki að mynda meirihluta og halda borgarstjórastólnum? Ef hann myndi enda í minnihluta úr kjörtímabilið? Einhverjir myndu svara játandi en það er önnur hlið á peningnum. Það er ár til kosninga og margt verra fyrir flokk í krísu en að stíga til hliðar, þurfa ekki að svara fyrir og reyna að leysa græna gímaldsvandann en geta farið í gagnrýnisgírinn og ræst vélarnar í aðdraganda kosninga. Framsókn mælist varla inni í borgarstjórn og raunar með fylgi á pari við kosningarnar skelfilegu 2018, rúmlega þrjú prósent. Með því að stökkva í minnihluta fær Framsókn tækifæri til að spyrna sér frá botninum. Nýta umtalið og stemmninguna sem óhjákvæmilega hlýst af óvæntum ákvörðununum sem þessari. Finna fyrir því að áhugi kviknar hjá grasrótinni og nýta til samstöðu. Það hugnaðist flokknum ekki vel að horfa frekar til vinstri í Alþingiskosningunum og nú kíkir flokkurinn aðeins til hægri. Nýtur góðs á skilgreiningu sinni fyrir miðju. Einar ætlar sér stóra hluti í pólitík og minnti sannarlega á sig með ákvörðun sinni í gær. Hann nýtur blessunar Sigurðar Inga formanns sem er bjartsýnn á yfirstandandi viðræður. En hvort sem Einar verði í meirihluta eða minnihluta út kjörtímabilið þá hefur hann gefið Framsóknarflokknum lífsnauðsynlegt súrefni. Framsókn er á allra vörum. Flokkurinn er orðinn relevant og verður fróðlegt að sjá hvort meðbyr sjáist í næstu könnunum í borginni og það sem meira er, hvort vorið 2026 finnist borgarbúum þegar á botninn er hvolft bara best að kjósa Framsókn. Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn þurfa því tvo fulltrúa til liðs við sig til að mynda meirihluta. Samfylkingin, Píratar og Viðreisn þurfa aftur á móti þrjá fulltrúa frá öðrum flokkum til að mynda meirihluta. Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Fréttaskýringar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Sjá meira
Þegar þá fjölmiðlamaðurinn Einar yfirgaf fjölmiðlastarfið hjá Ríkisútvarpinu í Efstaleiti og fór fram sem oddviti Framsóknar í borginni var flokkurinn svo til ósýnilegur í borginni. Framsóknarflokkurinn fékk rúm þrjú prósent í borgarstjórnarkosningunum 2018 og engan mann í borgarstjórn. Einar gagnrýndi meirihlutann undir forystu Dags B. Eggertssonar harðlega í aðdraganda kosninganna. Staðan á húsnæðismarkaði hefði versnað og væri orðin grafalvarleg og á ábyrgð meirihlutans. Þar ætlaði hann og Framsókn að gera bragarbót og sömuleiðis bæta þjónustu fyrir börn, leysa leikskólavandann margfræga. Úr vinsælustu stelpunni í þriggja prósenta flokk Framsókn vann mikinn kosningasigur. Fékk tæplega 19 prósenta fylgi og fjóra menn í borgarstjórn. Samfylkingin fékk fimm menn og Sjálfstæðisflokkurinn sex. Báðir flokkar töpuðu tveimur fulltrúum. Framsókn var vinsælasta stelpan í partýinu. Einar lýsti snemma yfir áhuga á borgarstjórastólnum og fóru í hönd meirihlutaviðræður við Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata sem höfðu setið í fyrri meirihluta og voru afdráttarlausir um samstarf flokkanna þriggja. Einar viðurkenndi að samstarfið væri ekki endilega það sem kjósendur Framsóknar hefðu kosið. Samkomulag náðist á þann veg að Dagur yrði borgarstjóri fyrstu átján mánuðina en svo tæki Einar við næsta tvö og hálfa árið eða út kjörtímabilið. Stökk á vagninn með Sjálfstæðisflokknum Tæplega þremur árum síðar er samstarfið sprungið. Einar fundaði með oddvitum Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata í Ráðhúsinu á föstudagskvöldi og tilkynnti þeim ákvörðun sína. Hann hafði sjálfur ýtt undir líkleg slit með yfirlýsingum um að það hrikti í samstarfi meirihlutans. Meirihlutans sem hann sjálfur leiddi. Mest hefur borið á umræðu um Reykjavíkurflugvöll í vikunni en þar er ekkert nýtt að sitt sýnist hverjum. Málið hefur verið þrætuepli í Reykjavík svo áratugum skiptir og ekkert sem bendir til þess að flugvöllurinn fari nokkuð næstu árin eða áratugi. Nýlegir jarðeldar að Reykjanesi ýta ekki undir tilefni til að byggja flugvelli í Hvassahrauni eða nágrenni á næstunni. Einar nefndi flugvallarmálið í viðtali við Morgunblaðið á miðvikudag. „Ég skal bara vera hreinskilinn, það hriktir aðeins í, í kringum þetta mál – og eðlilega. Afstaða Samfylkingar og Pírata, og að einhverju leyti Viðreisnar líka, hefur alveg verið skýr að þau vilja flugvöllinn burt. Við höfum ekki verið þar,“ sagði Einar. Ákvörðun Einar að taka einnig undir tillögur Sjálfstæðisflokksins um að tryggja atvinnustarfsemi á flugvallarsvæðinu var þó skref í nýja átt. Ákvörðun sem var greinilega vel ígrunduð og hann hvatti til ákvarðana varðandi byggingu á íbúabyggð í Geldinganesi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir. Þegar Einar var farinn að stökkva á tillögur Sjálfstæðisflokksins í andstöðu við hugmyndir samstarfsflokka í meirihlutanum var ljóst að eitthvað skrýtið væri í gangi. Græna vöruskemman í Álfabakka er í réttum litum fyrir Framsókn. Þó er það allt annað en óskaverkefni Einar að svara fyrir það klúður sem borgarstjóri og hugsar fyrrverandi borgarstjóra Degi B. Eggertssyni eflaust þegjandi þörfina varðandi þann Svarta-Pétur. Kjósendur Framsóknarflokksins, sem fylktu liði á bak við Einar 2022, gerðu það í von um breytingar. Ekki sem fjórða hjólið á svo til sama farartæki og mallaði í borginni kjörtímabilið á undan. Við þetta bætist að Framsókn sem stjórnmálaflokkur er í tómu basli á landvísu. Flokkurinn fékk tæplega átta prósenta fylgi í Alþingiskosningunum í nóvember og tapaði einmitt átta þingmönnum. Er orðrómur um að farið sé að hitna undir Sigurði Inga Jóhannssyni sem formaður og flokkurinn sé í nokkurri tilvistarkreppu. Baklandinu sé ekki skemmt frekar en grasrótinni. Ekkert öruggt með borgarstjórann Oddviti Viðreisnar í borginni hefur sagt alls ekki fast í hendi að Einar haldi borgarstjórastólnum við myndun nýs meirihluta í borginni. Erfitt er að sjá annan möguleika fyrir Einar að ná meirihluta en með Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og þá Flokki fólksins. Aðrir möguleikar virðast ekki í stöðunni. Þar gætu viðræður bæði strandað á Viðreisn, sem er að einhverju leyti í sárum eftir ákvörðun Einars enda sá flokkurinn ekki annað fyrir sér en að sigla meirihlutasamstarfinu í höfn næsta vor, og á Flokki fólksins. Þar er oddviti í dag Helga Þórðardóttir sem er nýskriðin í hlutverkið eftir brotthvarf Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur, nýkjörins þingmanns. Hún viðurkennir að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn sé umdeild hjá flokksmönnum. Kolbrún hefur sett miklar efasemdir við samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þá er Helga systir Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Flokks fólksins, sem hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína undanfarið að skera ætti niður fjölmiðlastyrk til Morgunblaðsins meðal annars vegna tengsla við auðmenn, sjávarútveginn og um leið Sjálfstæðisflokkinn. Hjá Flokki fólksins eru teknar fáar ákvarðanir án þess að þær hljóti blessun formannsins Ingu Sæland og það yrðu nýmæli hjá Ingu að hugnast samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Uppfært: Inga hefur tekið af allan vafa um að Flokkur fólksins fari ekki í samstarf með Sjálfstæðisflokknum í borginni. Tvær hliðar á peningnum En væru það merki um ósigur fyrir Einar Þorsteinsson ef hann næði ekki að mynda meirihluta og halda borgarstjórastólnum? Ef hann myndi enda í minnihluta úr kjörtímabilið? Einhverjir myndu svara játandi en það er önnur hlið á peningnum. Það er ár til kosninga og margt verra fyrir flokk í krísu en að stíga til hliðar, þurfa ekki að svara fyrir og reyna að leysa græna gímaldsvandann en geta farið í gagnrýnisgírinn og ræst vélarnar í aðdraganda kosninga. Framsókn mælist varla inni í borgarstjórn og raunar með fylgi á pari við kosningarnar skelfilegu 2018, rúmlega þrjú prósent. Með því að stökkva í minnihluta fær Framsókn tækifæri til að spyrna sér frá botninum. Nýta umtalið og stemmninguna sem óhjákvæmilega hlýst af óvæntum ákvörðununum sem þessari. Finna fyrir því að áhugi kviknar hjá grasrótinni og nýta til samstöðu. Það hugnaðist flokknum ekki vel að horfa frekar til vinstri í Alþingiskosningunum og nú kíkir flokkurinn aðeins til hægri. Nýtur góðs á skilgreiningu sinni fyrir miðju. Einar ætlar sér stóra hluti í pólitík og minnti sannarlega á sig með ákvörðun sinni í gær. Hann nýtur blessunar Sigurðar Inga formanns sem er bjartsýnn á yfirstandandi viðræður. En hvort sem Einar verði í meirihluta eða minnihluta út kjörtímabilið þá hefur hann gefið Framsóknarflokknum lífsnauðsynlegt súrefni. Framsókn er á allra vörum. Flokkurinn er orðinn relevant og verður fróðlegt að sjá hvort meðbyr sjáist í næstu könnunum í borginni og það sem meira er, hvort vorið 2026 finnist borgarbúum þegar á botninn er hvolft bara best að kjósa Framsókn. Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn þurfa því tvo fulltrúa til liðs við sig til að mynda meirihluta. Samfylkingin, Píratar og Viðreisn þurfa aftur á móti þrjá fulltrúa frá öðrum flokkum til að mynda meirihluta.
Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Fréttaskýringar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Sjá meira