„Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Hinrik Wöhler skrifar 8. febrúar 2025 19:00 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, trúði ekki sínum eigin augum í leikslok. Vísir/Anton Brink Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var gott sem orðlaus eftir grátlegt tap Aftureldingar á móti Fram í Olís-deild karla í handbolta í dag. Mosfellingar leiddu með sjö mörkum í hálfleik en glutruðu niður forskotinu og töpuðu leiknum með tveimur mörkum, 34-32. „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik og bara að upplifa þetta, þetta er ótrúlegt. Við vissum að Fram er með frábært lið og þeir koma til baka, það kom engum á óvart. Hugarfarið hjá okkur, það vantar „killerinn“ í þetta, ef við ætlum okkur eitthvað annað en bara næstum því. Þetta er hugarfarið sem við þurfum að komast yfir. Það dugar ekki að slaka á sjö mörkum yfir á móti Fram og halda að maður komist upp með það,“ sagði Gunnar skömmu eftir leikinn. Mosfellingur leiddu 20-13 í hálfleik og benti fátt til þess að Framarar færu með sigur af hólmi í dag. Fyrsta mark Mosfellinga í seinni hálfleik kom eftir rúmar níu mínútur og var mikill meðbyr með Frömurum í upphafi seinni hálfleiks. „Seinni hálfleikur, við mættum ekki til leiks. Þú getur ímyndað þér hvað er talað í hálfleik í svona stöðu. Mannskepnan er kannski svo einföld að maður slakar bara á og þeir ganga á lagið og ná mómentinu. Við horfum tölfræðina hjá okkur í seinni hálfleik, það er bara grín að horfa á vörnina og markvarslan dettur niður,“ sagði þjálfarinn um leik leiðsins í seinni hálfleik. Lykilleikmenn brugðust í seinni hálfleik Gunnar var einnig afar ósáttur með máttarstólpa liðsins í seinni hálfleik og var fátt um fína drætti hjá lykilleikmönnum liðsins í seinni hálfleik. „Svo er varla framlag, horfðu á útilínuna, Blær [Hinriksson] ekki með mark og Biggi [Birgir Steinn Jónsson] með eitt víti og lítið hjá þeim örvhentu. Þetta hrundi allt saman og lykilmennirnir einhvern veginn voru ekki þarna. Það er eitthvað sem ég þarf að skoða, hvað er það sem ég get gert til að hjálpa þeim í gegnum þetta því að þetta er hugarfarið. Ef maður ætlar að afreka eitthvað á ævinni og vinna eitthvað þarf maður að komast yfir þetta.“ Mosfellingar fóru gríðarlega vel af stað í leiknum og komust Framarar ekki lönd né strönd og var staðan 10-3, Afturelding í vil, á tímapunkti í fyrri hálfleik. Skiljanlega var Gunnar sáttur með taktinn í byrjun leiks en segir að Mosfellingar hafa ekki mætt til leiks í seinni hálfleik. „Frábær vörn og sókn í fyrri hálfleik enda vorum við sjö mörkum yfir en við köstuðum þessu frá okkur. Leikurinn er 60 mínútur og ef þú mætir ekki í þetta og leyfir þér þetta þá auðvitað gengur jafn gott lið og Fram á lagið.“ „Erfitt að sjá ljósan punkt eftir að hafa kastað frá sér sjö marka forystu og sýnt svona frammistöðu og andlegan veikleika, það er erfitt,“ sagði Gunnar niðurlútur að lokum. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
„Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik og bara að upplifa þetta, þetta er ótrúlegt. Við vissum að Fram er með frábært lið og þeir koma til baka, það kom engum á óvart. Hugarfarið hjá okkur, það vantar „killerinn“ í þetta, ef við ætlum okkur eitthvað annað en bara næstum því. Þetta er hugarfarið sem við þurfum að komast yfir. Það dugar ekki að slaka á sjö mörkum yfir á móti Fram og halda að maður komist upp með það,“ sagði Gunnar skömmu eftir leikinn. Mosfellingur leiddu 20-13 í hálfleik og benti fátt til þess að Framarar færu með sigur af hólmi í dag. Fyrsta mark Mosfellinga í seinni hálfleik kom eftir rúmar níu mínútur og var mikill meðbyr með Frömurum í upphafi seinni hálfleiks. „Seinni hálfleikur, við mættum ekki til leiks. Þú getur ímyndað þér hvað er talað í hálfleik í svona stöðu. Mannskepnan er kannski svo einföld að maður slakar bara á og þeir ganga á lagið og ná mómentinu. Við horfum tölfræðina hjá okkur í seinni hálfleik, það er bara grín að horfa á vörnina og markvarslan dettur niður,“ sagði þjálfarinn um leik leiðsins í seinni hálfleik. Lykilleikmenn brugðust í seinni hálfleik Gunnar var einnig afar ósáttur með máttarstólpa liðsins í seinni hálfleik og var fátt um fína drætti hjá lykilleikmönnum liðsins í seinni hálfleik. „Svo er varla framlag, horfðu á útilínuna, Blær [Hinriksson] ekki með mark og Biggi [Birgir Steinn Jónsson] með eitt víti og lítið hjá þeim örvhentu. Þetta hrundi allt saman og lykilmennirnir einhvern veginn voru ekki þarna. Það er eitthvað sem ég þarf að skoða, hvað er það sem ég get gert til að hjálpa þeim í gegnum þetta því að þetta er hugarfarið. Ef maður ætlar að afreka eitthvað á ævinni og vinna eitthvað þarf maður að komast yfir þetta.“ Mosfellingar fóru gríðarlega vel af stað í leiknum og komust Framarar ekki lönd né strönd og var staðan 10-3, Afturelding í vil, á tímapunkti í fyrri hálfleik. Skiljanlega var Gunnar sáttur með taktinn í byrjun leiks en segir að Mosfellingar hafa ekki mætt til leiks í seinni hálfleik. „Frábær vörn og sókn í fyrri hálfleik enda vorum við sjö mörkum yfir en við köstuðum þessu frá okkur. Leikurinn er 60 mínútur og ef þú mætir ekki í þetta og leyfir þér þetta þá auðvitað gengur jafn gott lið og Fram á lagið.“ „Erfitt að sjá ljósan punkt eftir að hafa kastað frá sér sjö marka forystu og sýnt svona frammistöðu og andlegan veikleika, það er erfitt,“ sagði Gunnar niðurlútur að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira