Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. febrúar 2025 10:47 Jón Halldórsson er formaður handknattleiksdeildar Vals og eigandi KVAN. Jón Halldórsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem næsti formaður Handknattleikssambands Íslands. Hann er sá fyrsti sem lýsir yfir framboði. Kosið verður um formann á þingi HSÍ þann 5. apríl næstkomandi. Guðmundur B. Ólafsson hefur gegnt starfinu undanfarin tólf ár en tilkynnti á fimmtudag að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Formaður er kosinn til tveggja ára í senn. Jón er sá fyrsti sem lýsir formlega yfir framboði. Það gerði hann á Facebook síðu sinni í morgun en handbolti.is greindi fyrst frá. Jón býr yfir mikilli reynslu úr heimi handboltans, hefur setið í stjórn deildarinnar hjá Val um langt árabil og er í dag starfandi formaður. „Þessi störf hafa sýnt mér hvað hægt er að gera með samhentu átaki og hvernig er hægt að vinna saman að því að ná metnaðarfullum markmiðum, markmiðum sem áður höfðu talist ólíkleg að nást. Það er allt hægt.” „Í gegnum árin hefur verið unnið mikið og gott starf hjá Handknattleikssambandinu og því fólki sem þar hefur staðið í stafni og lagt góðan grunn sem hægt er að byggja ofan á. Það er eitthvað sem við eigum að vera þakklát fyrir. Það eru allskyns tækifæri til þess að gera enn betur og við verðum að nýta öll þau tækifæri. Grunnurinn að því er öflugt handknattleikssamband sem leitt er áfram af einstaklingum með ástríðu og faglegan metnað sem vilja gera vel. Þetta er hópur sem ég vil leiða. Samvinna milli allra félagsliða, HSÍ og þessara einstaklinga er lykilatriði í þeirri vegferð. Ég ætla mér að stefna þessum aðilum saman þar sem að við setjum okkur sameiginleg markmið sem ein heild. Þar munum við tengjast betur, hlusta á hugmyndir hvors annars og nýta allt það afl, hugvit, reynslu og allar þær hugmyndir sem einstaklingar og hópar innan hreyfingarinnar hafa fram að færa.“ Skrifar Jón meðal annars á Facebook og telur einnig upp tíu áhersluatriði framboðsins. Jón og kona hans Anna Steinsen, stjórnarformaður UN Women, eru í eigendahópi mennta- og þjálfunarfyrirtækisins KVAN. Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrum formaður KSÍ, og Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson eru einnig eigendur. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að Jón sé menntaður íþróttakennari, lögreglumaður og vottaður ACC markþjálfi. Þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi ásamt því að halda fyrirlestra. Fréttin hefur verið uppfærð. HSÍ Handbolti Valur Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira
Kosið verður um formann á þingi HSÍ þann 5. apríl næstkomandi. Guðmundur B. Ólafsson hefur gegnt starfinu undanfarin tólf ár en tilkynnti á fimmtudag að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Formaður er kosinn til tveggja ára í senn. Jón er sá fyrsti sem lýsir formlega yfir framboði. Það gerði hann á Facebook síðu sinni í morgun en handbolti.is greindi fyrst frá. Jón býr yfir mikilli reynslu úr heimi handboltans, hefur setið í stjórn deildarinnar hjá Val um langt árabil og er í dag starfandi formaður. „Þessi störf hafa sýnt mér hvað hægt er að gera með samhentu átaki og hvernig er hægt að vinna saman að því að ná metnaðarfullum markmiðum, markmiðum sem áður höfðu talist ólíkleg að nást. Það er allt hægt.” „Í gegnum árin hefur verið unnið mikið og gott starf hjá Handknattleikssambandinu og því fólki sem þar hefur staðið í stafni og lagt góðan grunn sem hægt er að byggja ofan á. Það er eitthvað sem við eigum að vera þakklát fyrir. Það eru allskyns tækifæri til þess að gera enn betur og við verðum að nýta öll þau tækifæri. Grunnurinn að því er öflugt handknattleikssamband sem leitt er áfram af einstaklingum með ástríðu og faglegan metnað sem vilja gera vel. Þetta er hópur sem ég vil leiða. Samvinna milli allra félagsliða, HSÍ og þessara einstaklinga er lykilatriði í þeirri vegferð. Ég ætla mér að stefna þessum aðilum saman þar sem að við setjum okkur sameiginleg markmið sem ein heild. Þar munum við tengjast betur, hlusta á hugmyndir hvors annars og nýta allt það afl, hugvit, reynslu og allar þær hugmyndir sem einstaklingar og hópar innan hreyfingarinnar hafa fram að færa.“ Skrifar Jón meðal annars á Facebook og telur einnig upp tíu áhersluatriði framboðsins. Jón og kona hans Anna Steinsen, stjórnarformaður UN Women, eru í eigendahópi mennta- og þjálfunarfyrirtækisins KVAN. Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrum formaður KSÍ, og Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson eru einnig eigendur. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að Jón sé menntaður íþróttakennari, lögreglumaður og vottaður ACC markþjálfi. Þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi ásamt því að halda fyrirlestra. Fréttin hefur verið uppfærð.
HSÍ Handbolti Valur Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira