Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2025 17:45 Dagur Sigurðsson gerði frábæra hluti með króatíska landsliðið á HM en liðið tapaði fyrir Dönum í úrslitaleiknum. Getty/Luka Stanzl Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins, hefur tjáð sig um þá ákvörðun fráfarandi stjórnar Handknattleikssambands Íslands að ráða hann ekki sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins. Dagur er nýkominn heim til Íslands eftir ævintýralegt heimsmeistaramót með króatíska landsliðinu. Hann var að hætta með japanska landsliðið þegar íslenska landsliðsþjálfarastarfið losnaði. Hann segist hafa haft áhuga á starfinu. Dagur var orðaður við starfið þegar Guðmundur Guðmundsson hætti með liðið fyrir tæpum tveimur árum. Dagur fundaði með stjórn sambandsins en heyrði síðan ekki meira frá sambandinu. Þessi vinnubrögð stjórnarinnar hafa verið gagnrýnd þar á meðal af Ólafi Stefánssyni, Loga Geirssyni og Kára Kristjáni Kristjánssyni. „Fyrir mér er þetta bara í fortíðinni. Ég stend alveg við það og ég held að það geti allir verið sammála um að vinnubrögðin voru ekki góð. En að velja mig ekki er bara allt í lagi. Mér var boðið í gamla daga að taka íslenska landsliðið og þá sagði ég nei þannig að þeim er alveg heimilt að velja einhvern annan. En þú hringir samt tveimur dögum seinna og segir, heyrðu, við ætlum að fara aðra leið,“ segir Dagur Sigurðsson í samtali við Ríkisjónvarpið. Þar kemur einnig fram að Dagur sem heyrði ekki frá HSÍ í fimm vikur eftir að hafa rætt við sambandið. Sambandið ákvað síðan að semja við Snorra Stein Guðjónsson sem hefur þjálfað íslenska karlalandsliðið síðan. Dagur tók aftur á móti við króatíska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu á dögunum. Ljóst er að breytingar verða hjá HSÍ í vor. Guðmundur B. Ólafsson, formaður, og Reynir Stefánsson, varaformaður, hafa lýst því að þeir ætli að hætta. Dagur hrósar fráfarandi stjórnendum í viðtalinu. „Ég held að það sé búið að vinna alveg ágætis starf þó það megi alltaf eitthvað bæta. Við megum bara ekki vera alveg eins og svart og hvítt í þessu. Við verðum að vera smá diplómatísk. Þetta er fólk sem er að fórna sínum frítíma, þetta eru launalaus störf og ég held að það eigi allir skilið smá klapp á bakið,“ sagði Dagur en það má lesa allt viðtalið hér. HSÍ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
Dagur er nýkominn heim til Íslands eftir ævintýralegt heimsmeistaramót með króatíska landsliðinu. Hann var að hætta með japanska landsliðið þegar íslenska landsliðsþjálfarastarfið losnaði. Hann segist hafa haft áhuga á starfinu. Dagur var orðaður við starfið þegar Guðmundur Guðmundsson hætti með liðið fyrir tæpum tveimur árum. Dagur fundaði með stjórn sambandsins en heyrði síðan ekki meira frá sambandinu. Þessi vinnubrögð stjórnarinnar hafa verið gagnrýnd þar á meðal af Ólafi Stefánssyni, Loga Geirssyni og Kára Kristjáni Kristjánssyni. „Fyrir mér er þetta bara í fortíðinni. Ég stend alveg við það og ég held að það geti allir verið sammála um að vinnubrögðin voru ekki góð. En að velja mig ekki er bara allt í lagi. Mér var boðið í gamla daga að taka íslenska landsliðið og þá sagði ég nei þannig að þeim er alveg heimilt að velja einhvern annan. En þú hringir samt tveimur dögum seinna og segir, heyrðu, við ætlum að fara aðra leið,“ segir Dagur Sigurðsson í samtali við Ríkisjónvarpið. Þar kemur einnig fram að Dagur sem heyrði ekki frá HSÍ í fimm vikur eftir að hafa rætt við sambandið. Sambandið ákvað síðan að semja við Snorra Stein Guðjónsson sem hefur þjálfað íslenska karlalandsliðið síðan. Dagur tók aftur á móti við króatíska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu á dögunum. Ljóst er að breytingar verða hjá HSÍ í vor. Guðmundur B. Ólafsson, formaður, og Reynir Stefánsson, varaformaður, hafa lýst því að þeir ætli að hætta. Dagur hrósar fráfarandi stjórnendum í viðtalinu. „Ég held að það sé búið að vinna alveg ágætis starf þó það megi alltaf eitthvað bæta. Við megum bara ekki vera alveg eins og svart og hvítt í þessu. Við verðum að vera smá diplómatísk. Þetta er fólk sem er að fórna sínum frítíma, þetta eru launalaus störf og ég held að það eigi allir skilið smá klapp á bakið,“ sagði Dagur en það má lesa allt viðtalið hér.
HSÍ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira