Girnist Gasa og vill íbúana burt Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 22:04 Donald Trump girnist ýmis landsvæði í heiminum, svo sem Grænland, Panama skurðinn og nú Gasa. EPA-EFE/WILL OLIVER Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali í dag að ef Bandaríkin fengju yfirráð á Gasa myndi hann flytja alla íbúa svæðisins á brott til annarra landa. Hann girnist svæðið til að byggja þar glæsibaðströnd í hans eigin eigu. Á blaðamannafundi í opinberri heimsókn Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fyrr í febrúar sagði Trump að flytja ætti alla íbúa Gasa frá landi, helst til Egyptalands eða Jórdaínu. Hann sagði engan vilja búa þar og í staðinn ætti að byggja þar glæsibaðströnd eða svokallaða „riveríu.“ Ef að Bandaríkin fengju yfirráð á Gasa yrðu allir íbúar Gasa fluttir á brott fyrir fullt og allt. Í staðinn ætlar Trump sér að sjá til þess að mun betra húsnæði stæði þeim til boða annars staðar. „Ég er að tala um að búa til varanlegt heimili fyrir þau,“ sagði Donald Trump. „Ég myndi eiga þetta. Hugsaðu um þetta sem fasteignaþróun fyrir framtíðina. Þetta myndi vera fallegt landsvæði. Engum háum fjárhæðum yrði eytt.“ Samkvæmt umfjöllun Reuters sagði forsetinn í viðtali í dag að hann gæti gert samning við Egypta og Jórdana til að taka á móti rúmlega tveimur milljónum íbúum á Gasa. Bæði löndin, ásamt fleiri nágrannaþjóðum, hafa sagt að þeir hafa ekki tök á því að taka á móti Palestínubúum. Íbúar á Gasa hafa ekki tekið vel í tillögur Bandaríkjaforseta og segjast ekki ætla flytja þaðan. Embættismenn Trumps hafa ítrekað undanfarna daga að reynt að draga til baka orð forsetans um að flytja ætti alla íbúa þar burt fyrir fullt og allt. Trump og embættismenn hans virðast ekki samstíga í yfirlýsingum sínum. Netanjahú var ánægður með tillögu forsetans um að endurbyggja Gasa en sagði þó að Palestínubúarnir mættu búa á svæðinu. Óstöðugleiki er nú á svæðinu þar sem Hamas hefur sakað Ísrael um að brjóta gegn vopnahléinu sem nú er í gildi. Donald Trump Bandaríkin Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Á blaðamannafundi í opinberri heimsókn Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fyrr í febrúar sagði Trump að flytja ætti alla íbúa Gasa frá landi, helst til Egyptalands eða Jórdaínu. Hann sagði engan vilja búa þar og í staðinn ætti að byggja þar glæsibaðströnd eða svokallaða „riveríu.“ Ef að Bandaríkin fengju yfirráð á Gasa yrðu allir íbúar Gasa fluttir á brott fyrir fullt og allt. Í staðinn ætlar Trump sér að sjá til þess að mun betra húsnæði stæði þeim til boða annars staðar. „Ég er að tala um að búa til varanlegt heimili fyrir þau,“ sagði Donald Trump. „Ég myndi eiga þetta. Hugsaðu um þetta sem fasteignaþróun fyrir framtíðina. Þetta myndi vera fallegt landsvæði. Engum háum fjárhæðum yrði eytt.“ Samkvæmt umfjöllun Reuters sagði forsetinn í viðtali í dag að hann gæti gert samning við Egypta og Jórdana til að taka á móti rúmlega tveimur milljónum íbúum á Gasa. Bæði löndin, ásamt fleiri nágrannaþjóðum, hafa sagt að þeir hafa ekki tök á því að taka á móti Palestínubúum. Íbúar á Gasa hafa ekki tekið vel í tillögur Bandaríkjaforseta og segjast ekki ætla flytja þaðan. Embættismenn Trumps hafa ítrekað undanfarna daga að reynt að draga til baka orð forsetans um að flytja ætti alla íbúa þar burt fyrir fullt og allt. Trump og embættismenn hans virðast ekki samstíga í yfirlýsingum sínum. Netanjahú var ánægður með tillögu forsetans um að endurbyggja Gasa en sagði þó að Palestínubúarnir mættu búa á svæðinu. Óstöðugleiki er nú á svæðinu þar sem Hamas hefur sakað Ísrael um að brjóta gegn vopnahléinu sem nú er í gildi.
Donald Trump Bandaríkin Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira