Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 09:00 Vont veður vetur í Reykjavík Skattaleg áhrif helstu greina ferðaþjónustunnar á Íslandi námu allt að 180 milljörðum króna árið 2023. Þar af eru svokölluð þröng skattaleg áhrif metin um 106,5 milljarðar en ef horft er til víðtækari áhrifa ferðaþjónustunnar nema skattaleg áhrif greinarinnar rúmum 180 milljörðum. Miðað við tölur í árslok 2023 voru starfrækt hátt í fimm þúsund fyrirtæki í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar á Íslandi samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar. Þá var fjöldi starfsfólks í greininni áætlaður um þrjátíu þúsund og meðallaun fyrir störf í ferðaþjónustu það árið um 657 þúsund krónur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Samtök ferðaþjónustunnar sem kynnt er í dag. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Greinin einnig borin uppi af Íslendingum Hlutdeild ferðaþjónustu af vergri landsframleiðslu hefur vaxið mikið að því er fram kemur í skýrslunni en árið 2023 var hlutdeild greinarinnar 8,8%. Til samanburðar var hlutdeild greinarinnar í vergri landsframleiðslu aðeins 3,5% árið 2009. „Álykta má sem svo að ferðaþjónustan hér á landi sé í jöfnum og góðum vexti. Það hefur tekist að viðhalda áhuga erlendra ferðamanna á áfangastaðnum Ísland með markvissri kynningu og mörkun landsins,“ segir í skýrslunni. „Þegar horft er á virðiskeðju ferðaþjónustunnar er ljóst að hún snertir fleiri þætti íslensks þjóðlífs en einungis einkennandi greinar ferðaþjónustunnar. Einnig er rétt að taka fram að neysla einkennandi greina ferðaþjónustunnar er einnig borin uppi af innlendum aðilum,“ segir meðal annars í skýrslunni. Langflestir ferðamenn sem heimsækja Ísland koma frá Bandaríkjunum.Vísir/Vilhelm Þegar litið er til einstakra greina kemur í ljós samkvæmt skýrslunni að langmestum skattalegum áhrifum skila farþegaflutningar með flugi, þá hótel- og gistiheimili og næst veitingastaðir, ferðaskrifstofur og þjónustustarfsemi tengd flugi. Aðrar ferðaþjónustugreinar á borð við bílaleigur og aðra farþegaflutninga skila minnstum skattalegum áhrifum samkvæmt skýrslunn. „Þrátt fyrir að arðsemi greinarinnar hafi batnað á árinu 2023 er hún samt sem áður almennt lægri en í viðskiptahagkerfinu. Án efa munu stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja hafa þetta í huga ásamt því að nýta betur þær miklu fjárfestingar sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum,“ segir ennfremur í skýrslunni. Ferðaþjónusta Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Miðað við tölur í árslok 2023 voru starfrækt hátt í fimm þúsund fyrirtæki í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar á Íslandi samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar. Þá var fjöldi starfsfólks í greininni áætlaður um þrjátíu þúsund og meðallaun fyrir störf í ferðaþjónustu það árið um 657 þúsund krónur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Samtök ferðaþjónustunnar sem kynnt er í dag. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Greinin einnig borin uppi af Íslendingum Hlutdeild ferðaþjónustu af vergri landsframleiðslu hefur vaxið mikið að því er fram kemur í skýrslunni en árið 2023 var hlutdeild greinarinnar 8,8%. Til samanburðar var hlutdeild greinarinnar í vergri landsframleiðslu aðeins 3,5% árið 2009. „Álykta má sem svo að ferðaþjónustan hér á landi sé í jöfnum og góðum vexti. Það hefur tekist að viðhalda áhuga erlendra ferðamanna á áfangastaðnum Ísland með markvissri kynningu og mörkun landsins,“ segir í skýrslunni. „Þegar horft er á virðiskeðju ferðaþjónustunnar er ljóst að hún snertir fleiri þætti íslensks þjóðlífs en einungis einkennandi greinar ferðaþjónustunnar. Einnig er rétt að taka fram að neysla einkennandi greina ferðaþjónustunnar er einnig borin uppi af innlendum aðilum,“ segir meðal annars í skýrslunni. Langflestir ferðamenn sem heimsækja Ísland koma frá Bandaríkjunum.Vísir/Vilhelm Þegar litið er til einstakra greina kemur í ljós samkvæmt skýrslunni að langmestum skattalegum áhrifum skila farþegaflutningar með flugi, þá hótel- og gistiheimili og næst veitingastaðir, ferðaskrifstofur og þjónustustarfsemi tengd flugi. Aðrar ferðaþjónustugreinar á borð við bílaleigur og aðra farþegaflutninga skila minnstum skattalegum áhrifum samkvæmt skýrslunn. „Þrátt fyrir að arðsemi greinarinnar hafi batnað á árinu 2023 er hún samt sem áður almennt lægri en í viðskiptahagkerfinu. Án efa munu stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja hafa þetta í huga ásamt því að nýta betur þær miklu fjárfestingar sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum,“ segir ennfremur í skýrslunni.
Ferðaþjónusta Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira