Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. febrúar 2025 20:30 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Oddviti Viðreisnar segir flokkinn ekki tilbúinn til meirihlutasamstarfs til vinstri. Strandi viðræður flokka á vinstri væng eins og þær gerðu á hægri væng, séu þau tilbúin til að vinna að því að finna aðrar leiðir fyrir meirihlutann til að vinna saman. „Við vorum með í þessum samræðum sem tóku af stað á föstudaginn,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar en að þau taki ekki þátt í meirihlutaviðræðum sem fari nú fram á vinstri væng stjórnmálanna í borginni. Hún segir Viðreisn hægrimiðjuflokk og þau eigi samleið í ýmsum málaflokkum en þau hafi ekki hug á að taka þátt í þessum meirihluta. Þau séu tilbúin að tala við öll en á öðrum forsendum en hægri vinstri. „Það verður þá að vera eitthvað annað format.“ Hún segir oddvita vinstri flokkanna reynslubolta og óskar þeim velfarnaðar. Það séu ákveðin málefni uppi á borðinu og þau hafi verið rædd í þessum þreifingum síðustu daga. Til í slaginn „Nú snýst þetta um nálgunina og að koma sér saman um hvernig á að gera þessi örfáu atriði. Sem eru samt risamál sem þarf að leiða í jörð. Viðreisn tekur ekki þátt í þessu að þessu sinni,“ segir hún en þau muni sjá hvert það leiðir. Hún segir alla flokka tilbúna að takast á við það að vera í minnihluta, sama hvort það er á þingi eða í sveitarstjórn. Það sé ábyrgð þeirra að taka þátt og ef ekkert gengur í viðræðum á vinstri eða hægri væng verði þau að finna aðrar leiðir til að stjórna saman. „Við erum klár í þann slag,“ segir Þórdís Lóa að lokum. Atburðarásin hefur verið hröð eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Framsóknarflokks, Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata síðasta föstudag. Hann sá strax fyrir sér meirihluta með Viðreisn, Flokki fólksins og Sjálfstæðisflokki en strax á laugardag varð ljóst að baklandi og stjórn Flokks fólksins hugnaðist ekki að vinna með Sjálfstæðisflokki. Skýr vilji flokksmanna „Það kom skýrt fram þegar við funduðum með stjórn og hluta grasrótar flokksins að það er ekki vilji til að koma Sjálfstæðisflokknum til valda í borginni,“ sagði Inga Sæland í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í Morgunblaðinu var sú kenning sett fram að formaður Samfylkingarinnar hefði skorist í leikinn og lagt hart að formönnum hinna ríkisstjórnarflokkanna að taka ekki þátt í samstarfi með Sjálfstæðismönnum. „Það fer fjarri og það er auðvitað þannig að leiðtogar þessara flokka eru með fullt umboð til eigin ákvarðanatöku,“ sagði Kristrún að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa leitt formann Framsóknarflokksins í gildru í stefnuræðu sinni í gærkvöldi, með því að víkja að hluta til frá þeirri ræðu sem hafði verið afhent þingmönnum fyrirfram til undirbúnings. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi í framhaldinu refsað Sigurði Inga með „ógeðfelldum“ hætti fyrir að falla í gildruna. Með þessu hafi forsætisráðherra brotið þingskaparlög. 11. febrúar 2025 14:29 Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. 11. febrúar 2025 12:32 „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Oddviti Pírata í Reykjavík segir ósanngjarnt af borgarstjóra að halda því fram að hann hafi þurft að sprengja meirihlutann til þess að koma hreyfingu á mál sem hann segir hafa mætt andstöðu í meirihlutasamstarfinu. 10. febrúar 2025 23:54 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Fleiri fréttir Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sjá meira
„Við vorum með í þessum samræðum sem tóku af stað á föstudaginn,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar en að þau taki ekki þátt í meirihlutaviðræðum sem fari nú fram á vinstri væng stjórnmálanna í borginni. Hún segir Viðreisn hægrimiðjuflokk og þau eigi samleið í ýmsum málaflokkum en þau hafi ekki hug á að taka þátt í þessum meirihluta. Þau séu tilbúin að tala við öll en á öðrum forsendum en hægri vinstri. „Það verður þá að vera eitthvað annað format.“ Hún segir oddvita vinstri flokkanna reynslubolta og óskar þeim velfarnaðar. Það séu ákveðin málefni uppi á borðinu og þau hafi verið rædd í þessum þreifingum síðustu daga. Til í slaginn „Nú snýst þetta um nálgunina og að koma sér saman um hvernig á að gera þessi örfáu atriði. Sem eru samt risamál sem þarf að leiða í jörð. Viðreisn tekur ekki þátt í þessu að þessu sinni,“ segir hún en þau muni sjá hvert það leiðir. Hún segir alla flokka tilbúna að takast á við það að vera í minnihluta, sama hvort það er á þingi eða í sveitarstjórn. Það sé ábyrgð þeirra að taka þátt og ef ekkert gengur í viðræðum á vinstri eða hægri væng verði þau að finna aðrar leiðir til að stjórna saman. „Við erum klár í þann slag,“ segir Þórdís Lóa að lokum. Atburðarásin hefur verið hröð eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Framsóknarflokks, Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata síðasta föstudag. Hann sá strax fyrir sér meirihluta með Viðreisn, Flokki fólksins og Sjálfstæðisflokki en strax á laugardag varð ljóst að baklandi og stjórn Flokks fólksins hugnaðist ekki að vinna með Sjálfstæðisflokki. Skýr vilji flokksmanna „Það kom skýrt fram þegar við funduðum með stjórn og hluta grasrótar flokksins að það er ekki vilji til að koma Sjálfstæðisflokknum til valda í borginni,“ sagði Inga Sæland í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í Morgunblaðinu var sú kenning sett fram að formaður Samfylkingarinnar hefði skorist í leikinn og lagt hart að formönnum hinna ríkisstjórnarflokkanna að taka ekki þátt í samstarfi með Sjálfstæðismönnum. „Það fer fjarri og það er auðvitað þannig að leiðtogar þessara flokka eru með fullt umboð til eigin ákvarðanatöku,“ sagði Kristrún að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa leitt formann Framsóknarflokksins í gildru í stefnuræðu sinni í gærkvöldi, með því að víkja að hluta til frá þeirri ræðu sem hafði verið afhent þingmönnum fyrirfram til undirbúnings. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi í framhaldinu refsað Sigurði Inga með „ógeðfelldum“ hætti fyrir að falla í gildruna. Með þessu hafi forsætisráðherra brotið þingskaparlög. 11. febrúar 2025 14:29 Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. 11. febrúar 2025 12:32 „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Oddviti Pírata í Reykjavík segir ósanngjarnt af borgarstjóra að halda því fram að hann hafi þurft að sprengja meirihlutann til þess að koma hreyfingu á mál sem hann segir hafa mætt andstöðu í meirihlutasamstarfinu. 10. febrúar 2025 23:54 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Fleiri fréttir Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sjá meira
Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa leitt formann Framsóknarflokksins í gildru í stefnuræðu sinni í gærkvöldi, með því að víkja að hluta til frá þeirri ræðu sem hafði verið afhent þingmönnum fyrirfram til undirbúnings. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi í framhaldinu refsað Sigurði Inga með „ógeðfelldum“ hætti fyrir að falla í gildruna. Með þessu hafi forsætisráðherra brotið þingskaparlög. 11. febrúar 2025 14:29
Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. 11. febrúar 2025 12:32
„Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Oddviti Pírata í Reykjavík segir ósanngjarnt af borgarstjóra að halda því fram að hann hafi þurft að sprengja meirihlutann til þess að koma hreyfingu á mál sem hann segir hafa mætt andstöðu í meirihlutasamstarfinu. 10. febrúar 2025 23:54