Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 11. febrúar 2025 21:41 Haukakonur hafa verið að gera góða hluti heima og í Evrópukeppni. Vísir/Anton Brink Haukar unnu í kvöld öruggan níu marka sigur á Selfossi á Ásvöllum, lokatölur 29-20. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var sátt með sitt lið sem á erfitt verkefni fyrir höndum um helgina í Tékklandi. Haukar hófu leikinn gríðarlega vel og var staðan 7-1 eftir um 13. mínútur. Díana vill þakka varnarleiknum og þessari byrjun fyrir það að Haukar náðu í stigin tvö í kvöld. „Það var fyrst og fremst hvernig við byrjuðum og varnarleikurinn. Það var bara geggjaður varnarleikur, við vorum búin að fá á okkur tvö mörk eftir 14. mínútur en svo er náttúrulega eðlilegt að við missum aðeins dampinn. Sara [Sif Helgadóttir] geggjuð fyrir aftan, en það var fyrst og fremst það hvernig við byrjuðum leikinn og vörnin.“ Haukar hófu síðari hálfleikinn einnig af miklum krafti. Díana segist ekki hafa neina útskýringu á því af hverju liðið hóf báða hálfleika jafnvel og raun bar vitni. Díana Guðjónsdóttir.Vísir/Hulda Margrét „Nei, en við eigum það til að byrja seinni hálfleikinn illa og erum að reyna snúa því við og erum kannski á þessum tímapunkti að hugsa aðeins meira um okkur, hvernig við ætlum að bæta okkur heldur en hvað aðrir eru að gera.“ Díana var afar sátt með framlag allra sinna leikmanna í kvöld sérstaklega í ljósi þess að mikill álagstími er að hefjast hjá liðinu. Liðið á leik í Evrópubikarnum um helgina og svo er liðið einnig komið áfram í Powerade bikarnum og í harðri baráttu í Olís-deildinni. „Við erum að fara út á föstudaginn í Evrópukeppni í erfiðan leik, en það sem var líka ótrúlega gott í þessum leik var að margir leikmenn sem skiluðu einhverju í dag sem hafa kannski verið eitthvað taugaveiklaðir í leikjunum á undan eða eitthvað. Inga Dís er að koma geggjuð inn í dag, Thelma [Melsted Björgvinsdóttir], Berglind [Benediktsdóttir] náttúrulega varnarlega, rosalega mikilvægt að hafa svona póst til þess að setja inn á varnarlega. Þannig að það voru margar. Þetta var bara svona liðheildardæmi og margar að skila miklu, bara frábært sko.“ „Mér fannst frábært hvernig stelpurnar mættu í dag, miðað við að við erum að fara út á föstudag. Við erum svolítið að vinna með það að við erum ekkert komnar lengra en það að við þurfum bara að hugsa um okkur og einn leik og einn dag í einu. Meðan við náum að fókúsera á það þá náum við allavegana að skila góðum hlut. Frábært fram undan og vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra.“ Þessa daganna er lífið bara vinna og handbolti Haukar mæta Hazena Kynzvart út í Tékklandi í 8-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar. Díana segir að um sterkt lið sé um að ræða en telur helmingslíkur á því að Haukar fari áfram í undanúrslit keppninnar. „Ég myndi bara segja að þetta verður erfitt, þetta er fiffty-fiffty myndi ég segja. Við erum búin að sjá aðeins af þessu liði. Þetta er mjög sterkt lið, en þetta er bara ævintýri og við förum bara full tilhlökkunar út til Tékklands á föstudaginn og bara gerum okkar besta og eigum svo heimaleikinn viku seinna, en við eigum náttúrulega Stjörnuna á milli, þannig að það er full dagskrá hjá okkur og þessa daganna er lífið bara vinna og handbolti,“ sagði Díana að lokum. Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Formúla 1 Fleiri fréttir Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland Sjá meira
Haukar hófu leikinn gríðarlega vel og var staðan 7-1 eftir um 13. mínútur. Díana vill þakka varnarleiknum og þessari byrjun fyrir það að Haukar náðu í stigin tvö í kvöld. „Það var fyrst og fremst hvernig við byrjuðum og varnarleikurinn. Það var bara geggjaður varnarleikur, við vorum búin að fá á okkur tvö mörk eftir 14. mínútur en svo er náttúrulega eðlilegt að við missum aðeins dampinn. Sara [Sif Helgadóttir] geggjuð fyrir aftan, en það var fyrst og fremst það hvernig við byrjuðum leikinn og vörnin.“ Haukar hófu síðari hálfleikinn einnig af miklum krafti. Díana segist ekki hafa neina útskýringu á því af hverju liðið hóf báða hálfleika jafnvel og raun bar vitni. Díana Guðjónsdóttir.Vísir/Hulda Margrét „Nei, en við eigum það til að byrja seinni hálfleikinn illa og erum að reyna snúa því við og erum kannski á þessum tímapunkti að hugsa aðeins meira um okkur, hvernig við ætlum að bæta okkur heldur en hvað aðrir eru að gera.“ Díana var afar sátt með framlag allra sinna leikmanna í kvöld sérstaklega í ljósi þess að mikill álagstími er að hefjast hjá liðinu. Liðið á leik í Evrópubikarnum um helgina og svo er liðið einnig komið áfram í Powerade bikarnum og í harðri baráttu í Olís-deildinni. „Við erum að fara út á föstudaginn í Evrópukeppni í erfiðan leik, en það sem var líka ótrúlega gott í þessum leik var að margir leikmenn sem skiluðu einhverju í dag sem hafa kannski verið eitthvað taugaveiklaðir í leikjunum á undan eða eitthvað. Inga Dís er að koma geggjuð inn í dag, Thelma [Melsted Björgvinsdóttir], Berglind [Benediktsdóttir] náttúrulega varnarlega, rosalega mikilvægt að hafa svona póst til þess að setja inn á varnarlega. Þannig að það voru margar. Þetta var bara svona liðheildardæmi og margar að skila miklu, bara frábært sko.“ „Mér fannst frábært hvernig stelpurnar mættu í dag, miðað við að við erum að fara út á föstudag. Við erum svolítið að vinna með það að við erum ekkert komnar lengra en það að við þurfum bara að hugsa um okkur og einn leik og einn dag í einu. Meðan við náum að fókúsera á það þá náum við allavegana að skila góðum hlut. Frábært fram undan og vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra.“ Þessa daganna er lífið bara vinna og handbolti Haukar mæta Hazena Kynzvart út í Tékklandi í 8-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar. Díana segir að um sterkt lið sé um að ræða en telur helmingslíkur á því að Haukar fari áfram í undanúrslit keppninnar. „Ég myndi bara segja að þetta verður erfitt, þetta er fiffty-fiffty myndi ég segja. Við erum búin að sjá aðeins af þessu liði. Þetta er mjög sterkt lið, en þetta er bara ævintýri og við förum bara full tilhlökkunar út til Tékklands á föstudaginn og bara gerum okkar besta og eigum svo heimaleikinn viku seinna, en við eigum náttúrulega Stjörnuna á milli, þannig að það er full dagskrá hjá okkur og þessa daganna er lífið bara vinna og handbolti,“ sagði Díana að lokum.
Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Formúla 1 Fleiri fréttir Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland Sjá meira