Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 12. febrúar 2025 12:32 Félagsdómur dæmi. Kennarar töpuðu um skæruverkföllin. Fúlt, já það má segja það. En það þýðir ekki að kennarar eigi að beina spjótum sínum að foreldrum barna eða annarra sem studdu þá ekki í þessum verkfallsaðgerðunum sem dæmdar voru ólöglegar. Sömu kennarar hefðu glaðst við sigur. Leitt að heyra Það er nú svo, að í stóru stéttarfélagi, hvað þá þegar þeim er smalað undir eitt hatt eins og KÍ, eru mjög skiptar skoðanir um baráttuaðferðir sem notaðar eru. Sumum finnst ótækt að blanda öllum kennarastéttunum og stjórnendum saman í einn baráttuhóp, enda ólíku saman að jafna. Skæruverkföll hugnast ekki öllum, en láta það yfir sig ganga. Þannig virkar lýðræðið. Grunnskólakennarar eiga meiri samleið með framhaldsskólakennurum en þeir semja við ríkið. Eftir að Félagsdómur kvað upp dóminn beindu kennarar orðum sínum að foreldrum barna. Sögðu leitt að sjá að foreldrar standi ekki með kennurum barna sinna, nú vitum við hvers við erum metin og fleiri stóryrði í þessum dúr. Óviðeigandi með öllu. Það er ekki foreldranna sök að kennaraforystan misreiknaði sig. Hélt að kennarar væru yfir þetta hafnir. Svona ummæli setja svartan blett á kennarastéttina. Haraldur formaður leikskólakennara reið á vaðið með svona aum ummæli þegar foreldrahópur stefndi KÍ. Foreldrar hafa hvergi sýnt að þeir styðji ekki kjarabaráttu kennara, þeir vildu bara að stéttin færi að lögum. Rétt eins og kennarastéttin vill að viðsemjandi geri. KÍ hefur vísað mörgum málum til Félagsdóms þegar brotið er á félagsmanni. Hlýtur að vera gagnkvæmt. Félagsdómurinn Það má undrast að sveitarfélögin hafi látið verkföllin viðgangast í allan þennan tíma, af því þau héldu að samningur væri handan við hornið. Þetta átti að vera fyrsta verk sveitarfélaganna við boðun verkfallsins, fá úr þessu skorið úr því vafi lék á lögmæti. Löglegt, ólöglegt. Óþarfi að draga kennara á asnaeyrunum. Sveitarfélögin hafa fleiri skyldum að gegna en því sem viðkemur kennurum. Kennaraforystan talar um að skóli sé vinnuveitandi og því hafi þeir talið verkföllin lögleg. Allir vita að sveitarfélag er vinnuveitandi, ekki skóli. Enginn skólastjóri getur samið um kaup og kjör við starfsmann. Það eru sveitarfélögin sem skrifa undir kjarasamning ekki hver skólastjóri. Og, til að bæta gráu ofan á svart eru skólastjórar með í þessari baráttu, hafi það farið fram hjá einhverjum. Hefur það einhvern tímann þekkst að vinnuveitandi (skóli) og launþegi (kennari) séu saman í kjarabaráttu um hækkun launa og semji hvor við annan? Og peningarnir koma frá sveitarfélögunum! Nei, Magnús Þór formaður KÍ þarf að finna aðra skýringu á því af hverju hann taldi verkföll kennara undir stjórn forystunnar lögleg. Skaut sig illilega í fótinn. En þessu hafa foreldrar haldið fram og bent á lagagreinar máli sínu til stuðnings. Nú verða forystusauðir kennara að upphugsað aðra baráttuaðferð. Það er leyfilegt að senda kennara í einu bæjarfélag í verkfall sem dráttarklára baráttunnar. Það sést í hinum rituðu orðum Félagsdóms. Þýðir ekki að leggja árar í bát þó á móti blási. Höfundur er M.Sc. M.Ed. B.Ed. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Félagsdómur dæmi. Kennarar töpuðu um skæruverkföllin. Fúlt, já það má segja það. En það þýðir ekki að kennarar eigi að beina spjótum sínum að foreldrum barna eða annarra sem studdu þá ekki í þessum verkfallsaðgerðunum sem dæmdar voru ólöglegar. Sömu kennarar hefðu glaðst við sigur. Leitt að heyra Það er nú svo, að í stóru stéttarfélagi, hvað þá þegar þeim er smalað undir eitt hatt eins og KÍ, eru mjög skiptar skoðanir um baráttuaðferðir sem notaðar eru. Sumum finnst ótækt að blanda öllum kennarastéttunum og stjórnendum saman í einn baráttuhóp, enda ólíku saman að jafna. Skæruverkföll hugnast ekki öllum, en láta það yfir sig ganga. Þannig virkar lýðræðið. Grunnskólakennarar eiga meiri samleið með framhaldsskólakennurum en þeir semja við ríkið. Eftir að Félagsdómur kvað upp dóminn beindu kennarar orðum sínum að foreldrum barna. Sögðu leitt að sjá að foreldrar standi ekki með kennurum barna sinna, nú vitum við hvers við erum metin og fleiri stóryrði í þessum dúr. Óviðeigandi með öllu. Það er ekki foreldranna sök að kennaraforystan misreiknaði sig. Hélt að kennarar væru yfir þetta hafnir. Svona ummæli setja svartan blett á kennarastéttina. Haraldur formaður leikskólakennara reið á vaðið með svona aum ummæli þegar foreldrahópur stefndi KÍ. Foreldrar hafa hvergi sýnt að þeir styðji ekki kjarabaráttu kennara, þeir vildu bara að stéttin færi að lögum. Rétt eins og kennarastéttin vill að viðsemjandi geri. KÍ hefur vísað mörgum málum til Félagsdóms þegar brotið er á félagsmanni. Hlýtur að vera gagnkvæmt. Félagsdómurinn Það má undrast að sveitarfélögin hafi látið verkföllin viðgangast í allan þennan tíma, af því þau héldu að samningur væri handan við hornið. Þetta átti að vera fyrsta verk sveitarfélaganna við boðun verkfallsins, fá úr þessu skorið úr því vafi lék á lögmæti. Löglegt, ólöglegt. Óþarfi að draga kennara á asnaeyrunum. Sveitarfélögin hafa fleiri skyldum að gegna en því sem viðkemur kennurum. Kennaraforystan talar um að skóli sé vinnuveitandi og því hafi þeir talið verkföllin lögleg. Allir vita að sveitarfélag er vinnuveitandi, ekki skóli. Enginn skólastjóri getur samið um kaup og kjör við starfsmann. Það eru sveitarfélögin sem skrifa undir kjarasamning ekki hver skólastjóri. Og, til að bæta gráu ofan á svart eru skólastjórar með í þessari baráttu, hafi það farið fram hjá einhverjum. Hefur það einhvern tímann þekkst að vinnuveitandi (skóli) og launþegi (kennari) séu saman í kjarabaráttu um hækkun launa og semji hvor við annan? Og peningarnir koma frá sveitarfélögunum! Nei, Magnús Þór formaður KÍ þarf að finna aðra skýringu á því af hverju hann taldi verkföll kennara undir stjórn forystunnar lögleg. Skaut sig illilega í fótinn. En þessu hafa foreldrar haldið fram og bent á lagagreinar máli sínu til stuðnings. Nú verða forystusauðir kennara að upphugsað aðra baráttuaðferð. Það er leyfilegt að senda kennara í einu bæjarfélag í verkfall sem dráttarklára baráttunnar. Það sést í hinum rituðu orðum Félagsdóms. Þýðir ekki að leggja árar í bát þó á móti blási. Höfundur er M.Sc. M.Ed. B.Ed.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar