Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2025 14:04 Arnþrúður Þórarinsdóttir, sem er fyrir miðju, er saksóknari hjá Héraðssaksóknara. Vísir/Vilhelm Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir að ef fallist verði á að sakfella Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðing, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, væri eðlilegt að dæma hann í tuttugu ára fangelsi, og jafnvel ævilangt fangelsi. Hún sagði þó mikilvægt að dómurinn skoði hvort Alfreð sé sakhæfur eða ekki. Matsgerð geðlæknis í málinu væri vissulega afgerandi á þá leið að hann væri ósakhæfur og það væri erfitt að líta fram hjá því. Aðalkrafa ákæruvaldsins er samt sem áður að Alfreð verði sakfelldur. Þetta kom fram í munnlegum málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag við lok aðalmeðferðar málsins. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Alfreð gaf ekki skýrslu fyrir dómi, en hann neitar sök. Annars vegar vegna þess að hann kannast ekki við að hafa orðið hjónunum að bana. Og hins vegar vegna ósakhæfis. Kristinn Tómasson geðlæknir sem vann matsgerð í málinu komst að þeirri niðurstöðu að Alfreð væri með alvarlegan geðrofssjúkdóm og væri ósakhæfur. Í málflutningi sínum í dag sagði Arnþrúður að Alfreð væri einn til frásagnar um það sem hefði gerst á heimilinu. Hún sagði þó að frásögn hans kæmi ekki heim og saman við gögn málsins. Gögn málsins bentu til þess að hann hefði verið að verki, og enginn annar. Það væri hafið yfir allan skynsamlegan vafa. Árásin hafi verið einhliða og ásetningur Alfreðs skýr. „Ásetningsstigið verður ekki hærra. Hann tekur með sér hamar. Þetta eru eldri hjón á heimili sínu þar sem þau áttu sín einskis ills von,“ sagði Arnþrúður. Hún benti á að ekki væru dæmi í íslenskri réttarsögu á æðri dómstigum þar sem tveir einstaklingur væru sviptir lífi sínu með hrottalegum hætti á sama tíma. Ef dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að sakfella ætti Alfreð ætti að líta til hámarksrefsingar, tuttugu ára fangelsisvistar, eða ævilangrar. Arnþrúður var þó skýr á þeirri skoðun sinni að það kæmi alveg til greina að Alfreð væri ósakhæfur meðal annars vegna afgerandi niðurstöðu matsgerðarinnar. Það væri þó dómsins að ákveða um sakhæfi Alfreðs. Yrði fallist á þessa varakröfu, að Alfreð sé ósakhæfur, ætti að horfa til þess að vista þurfi Alfreð á viðeigandi stofnun, sem í þessu tilfelli væri réttargeðdeild. Fer fram á samtals 48 milljónir Réttargæslumaður fjögurra aðstandenda hjónanna fór fram á að Alfreð verði dæmdur til að greiða hverju og einu þeirra tólf milljónir króna. Í ræðu sinni vísaði hann til þess að þarna hefðu foreldrar aðstandendanna verið sviptir lífi með hrottafengnum hætti á sömu stundu. Þá hefðu þeir ekki geta borið þau augum eftir að þau létust, og því ekki fengið að kveðja hjónin í hinsta sinn. Jafnframt fór réttargæslumaðurinn fram á að Alfreð greiði aðrar skaðabætur fyrir ýmsan kostnað sem hefur fylgt andláti hjónanna. Þá fór hann fram á að Alfreð greiði miskabæturnar jafnvel þó hann verði dæmdur ósakhæfur. Fréttin var uppfærð eftir ræðu réttargæslumanns. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Sjá meira
Hún sagði þó mikilvægt að dómurinn skoði hvort Alfreð sé sakhæfur eða ekki. Matsgerð geðlæknis í málinu væri vissulega afgerandi á þá leið að hann væri ósakhæfur og það væri erfitt að líta fram hjá því. Aðalkrafa ákæruvaldsins er samt sem áður að Alfreð verði sakfelldur. Þetta kom fram í munnlegum málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag við lok aðalmeðferðar málsins. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Alfreð gaf ekki skýrslu fyrir dómi, en hann neitar sök. Annars vegar vegna þess að hann kannast ekki við að hafa orðið hjónunum að bana. Og hins vegar vegna ósakhæfis. Kristinn Tómasson geðlæknir sem vann matsgerð í málinu komst að þeirri niðurstöðu að Alfreð væri með alvarlegan geðrofssjúkdóm og væri ósakhæfur. Í málflutningi sínum í dag sagði Arnþrúður að Alfreð væri einn til frásagnar um það sem hefði gerst á heimilinu. Hún sagði þó að frásögn hans kæmi ekki heim og saman við gögn málsins. Gögn málsins bentu til þess að hann hefði verið að verki, og enginn annar. Það væri hafið yfir allan skynsamlegan vafa. Árásin hafi verið einhliða og ásetningur Alfreðs skýr. „Ásetningsstigið verður ekki hærra. Hann tekur með sér hamar. Þetta eru eldri hjón á heimili sínu þar sem þau áttu sín einskis ills von,“ sagði Arnþrúður. Hún benti á að ekki væru dæmi í íslenskri réttarsögu á æðri dómstigum þar sem tveir einstaklingur væru sviptir lífi sínu með hrottalegum hætti á sama tíma. Ef dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að sakfella ætti Alfreð ætti að líta til hámarksrefsingar, tuttugu ára fangelsisvistar, eða ævilangrar. Arnþrúður var þó skýr á þeirri skoðun sinni að það kæmi alveg til greina að Alfreð væri ósakhæfur meðal annars vegna afgerandi niðurstöðu matsgerðarinnar. Það væri þó dómsins að ákveða um sakhæfi Alfreðs. Yrði fallist á þessa varakröfu, að Alfreð sé ósakhæfur, ætti að horfa til þess að vista þurfi Alfreð á viðeigandi stofnun, sem í þessu tilfelli væri réttargeðdeild. Fer fram á samtals 48 milljónir Réttargæslumaður fjögurra aðstandenda hjónanna fór fram á að Alfreð verði dæmdur til að greiða hverju og einu þeirra tólf milljónir króna. Í ræðu sinni vísaði hann til þess að þarna hefðu foreldrar aðstandendanna verið sviptir lífi með hrottafengnum hætti á sömu stundu. Þá hefðu þeir ekki geta borið þau augum eftir að þau létust, og því ekki fengið að kveðja hjónin í hinsta sinn. Jafnframt fór réttargæslumaðurinn fram á að Alfreð greiði aðrar skaðabætur fyrir ýmsan kostnað sem hefur fylgt andláti hjónanna. Þá fór hann fram á að Alfreð greiði miskabæturnar jafnvel þó hann verði dæmdur ósakhæfur. Fréttin var uppfærð eftir ræðu réttargæslumanns.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Sjá meira