Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Valur Páll Eiríksson skrifar 12. febrúar 2025 13:47 Gianni Infantino má að líkindum ekki fá sér í glas í Sádi-Arabíu, líkt og hann gat þökk sé undanþágum á HM í Katar. Harold Cunningham - FIFA/FIFA via Getty Images Engin áfengisneysla verður heimiluð á HM 2034 í Sádi-Arabíu samkvæmt sendiherra landsins í Bretlandi. Engar undanþágur verði gefnar í kringum mótið. Sádi-Arabía mun halda HM karla í fótbolta árið 2034. Það var tilkynnt í lok síðasta árs en þá hafði verið ljóst um hríð að aðrir mótshaldarar kæmu ekki til greina eftir snilldarlega fléttu Gianni Infantino, forseta FIFA. Sádar verða annað ríkið í Miðausturlöndum til að halda heimsmeistaramót en Katar hélt mótið árið 2022. Katarar gerðu undantekningar á lögum ríkisins um áfengisneyslu í kringum það mót. Áfengisneysla er ólögleg í Sádi-Arabíu og samkvæmt sendiherra Sádi-Arabíu í Bretlandi munu Sádar ekki fara sömu leið og Katarar. Engar undantekningar verði gefnar. „Það verður ekkert áfengi leyfilegt,“ segir prins Khalid bin Bandar Al Saud, sendiherra Sáda í Bretlandi, í samtali við breska miðilinn LBC. Hann segir enn fremur að neysla áfengis verði bönnuð á hótelum, veitingastöðum sem og knattspyrnuleikvöngum. Segir samkynhneigða velkomna Mannréttindastaða í Sádi-Arabíu hefur sætt gagnrýni og ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins, að veita ríkinu rétt til að halda HM þrátt fyrir það. Samkvæmt mannréttindasamtökunum Amnesty International hafa sádi-arabísk stjórnvöld ekki tekið fleiri af lífi síðan 1990 en í ár. Í september höfðu sádísk stjórnvöld tekið 198 manns af lífi, þar af 53 vegna eiturlyfjaneyslu. Einnig hefur fólk verið tekið af lífi vegna samkynhneigðar. Aðspurður um hvort samkynhneigðir verði velkomnir á mótið eftir níu ár segir áðurnefndur Al Saud: „Allir verða boðnir velkomnir til Sádi. Þetta er ekki sádískur viðburður, þetta er heimsviðburður. Að stórum hluta munum við bjóða alla velkomna sem vilja koma.“ Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn HM 2034 í fótbolta FIFA Mannréttindi Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Sádi-Arabía mun halda HM karla í fótbolta árið 2034. Það var tilkynnt í lok síðasta árs en þá hafði verið ljóst um hríð að aðrir mótshaldarar kæmu ekki til greina eftir snilldarlega fléttu Gianni Infantino, forseta FIFA. Sádar verða annað ríkið í Miðausturlöndum til að halda heimsmeistaramót en Katar hélt mótið árið 2022. Katarar gerðu undantekningar á lögum ríkisins um áfengisneyslu í kringum það mót. Áfengisneysla er ólögleg í Sádi-Arabíu og samkvæmt sendiherra Sádi-Arabíu í Bretlandi munu Sádar ekki fara sömu leið og Katarar. Engar undantekningar verði gefnar. „Það verður ekkert áfengi leyfilegt,“ segir prins Khalid bin Bandar Al Saud, sendiherra Sáda í Bretlandi, í samtali við breska miðilinn LBC. Hann segir enn fremur að neysla áfengis verði bönnuð á hótelum, veitingastöðum sem og knattspyrnuleikvöngum. Segir samkynhneigða velkomna Mannréttindastaða í Sádi-Arabíu hefur sætt gagnrýni og ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins, að veita ríkinu rétt til að halda HM þrátt fyrir það. Samkvæmt mannréttindasamtökunum Amnesty International hafa sádi-arabísk stjórnvöld ekki tekið fleiri af lífi síðan 1990 en í ár. Í september höfðu sádísk stjórnvöld tekið 198 manns af lífi, þar af 53 vegna eiturlyfjaneyslu. Einnig hefur fólk verið tekið af lífi vegna samkynhneigðar. Aðspurður um hvort samkynhneigðir verði velkomnir á mótið eftir níu ár segir áðurnefndur Al Saud: „Allir verða boðnir velkomnir til Sádi. Þetta er ekki sádískur viðburður, þetta er heimsviðburður. Að stórum hluta munum við bjóða alla velkomna sem vilja koma.“
Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn HM 2034 í fótbolta FIFA Mannréttindi Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira