Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 19:30 Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands hittast á ný í Karphúsinu á morgun. Vísir Samninganefnd Kennarasambands Íslands fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun. Samninganefnd sveitarfélaga hefur ekki verið boðuð á sama fund. Formaður samningsnefndar sveitarfélaga segir enn eigi eftir að semja um nokkur atriði en vonar að samningar náist. Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir grunn- og leikskólakennara til fundar eftir hádegi í morgun. Félagsdómur dæmdi verkföll í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum ólögmæt á sunnudag. Á þeim forsendum að þau tækju ekki til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi hjá sama sveitarfélagi. Vilja að samkomulag frá 2016 verði virt Fram hefur komið að kennarar vilja jafna laun milli hins almenna og opinberra vinnumarkaðar. Vísað hefur til samkomulags sem gert var við ríkið árið 2016 um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Þær miðuðu að því að samræma lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þar kom jafnframt fram að unnið yrði markvisst að því að jafna kjör launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði eins og kostur væri. Kennarar segja að þetta samkomulag hafi ekki verið virt. Úr samkomulagi sem gert var við kennara árið 2016.Vísir Þurfi að leysa nokkur atriði Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga vonar að ekki komi til frekari verkfalla hjá kennurum. „Það er mikið áhyggjuefni að þau grípi til aðgerða að nýju og við höldum í vonina að við náum að semja,“ segir Inga. Hún segir að leysa þurfi nokkur atriði í kjaradeilunni áður en samningar náist. Aðspurð um hvort pólitík hafi haft afskipti af deilunni þegar kennarar héldu að þeir væru við það að skrifa undir kjarasamning svarar Inga: „Ég get ekki tjáð mig um neitt sem aðrir bera ábyrgð á. Við höfum reynt að standa okkar vakt og unnið okkar vinnu. Aðkoma annarra er ekki á okkar ábyrgð.“ Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að samninganefnir kennara og sveitarfélaga hefðu verið boðaðar á fund en það er ekki rétt. Ríkissáttasemjari hefur aðeins boðað samninganefndir grunn- og leikskólakennara á sinn fund. Leiðrétt og uppfært klukkan 20:13 þann 12.2.2025. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir grunn- og leikskólakennara til fundar eftir hádegi í morgun. Félagsdómur dæmdi verkföll í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum ólögmæt á sunnudag. Á þeim forsendum að þau tækju ekki til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi hjá sama sveitarfélagi. Vilja að samkomulag frá 2016 verði virt Fram hefur komið að kennarar vilja jafna laun milli hins almenna og opinberra vinnumarkaðar. Vísað hefur til samkomulags sem gert var við ríkið árið 2016 um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Þær miðuðu að því að samræma lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þar kom jafnframt fram að unnið yrði markvisst að því að jafna kjör launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði eins og kostur væri. Kennarar segja að þetta samkomulag hafi ekki verið virt. Úr samkomulagi sem gert var við kennara árið 2016.Vísir Þurfi að leysa nokkur atriði Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga vonar að ekki komi til frekari verkfalla hjá kennurum. „Það er mikið áhyggjuefni að þau grípi til aðgerða að nýju og við höldum í vonina að við náum að semja,“ segir Inga. Hún segir að leysa þurfi nokkur atriði í kjaradeilunni áður en samningar náist. Aðspurð um hvort pólitík hafi haft afskipti af deilunni þegar kennarar héldu að þeir væru við það að skrifa undir kjarasamning svarar Inga: „Ég get ekki tjáð mig um neitt sem aðrir bera ábyrgð á. Við höfum reynt að standa okkar vakt og unnið okkar vinnu. Aðkoma annarra er ekki á okkar ábyrgð.“ Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að samninganefnir kennara og sveitarfélaga hefðu verið boðaðar á fund en það er ekki rétt. Ríkissáttasemjari hefur aðeins boðað samninganefndir grunn- og leikskólakennara á sinn fund. Leiðrétt og uppfært klukkan 20:13 þann 12.2.2025.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Sjá meira