Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. febrúar 2025 12:01 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra Íslands. vísir/einar Flugfélögum verður skylt að afhenda íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna hingað til landsins nái frumvarp dómsmálaráðherra fram að ganga. Ráðherra segir nauðsynlegt að hafa yfirsýn yfir þá sem koma hingað til að hægt sé að bregðast við skipulagðri brotastarfsemi. Undanfarna mánuði og jafnvel ár hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýst yfir óánægju með það viðbragðsleysi sem hann segir hafa ríkt þegar kemur að öryggi á landamærum landsins. Hefur hann ítrekað sagt flugfélög komast upp með að afhenda ekki íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna til landsins en slíkir listar séu nauðsynlegir til að hafa yfirsýn yfir þá sem ferðast hingað. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra tekur á þessu í nýju frumvarpi sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. „Ég er að leggja fram frumvarp til að tryggja að íslensk lögregluyfirvöld hafi það aðgengi sem þau þurfa að farþegaupplýsingum um það fólk sem kemur hingað til lands. Upp á það hefur aðeins vantað. Markmiðið með þessu er að hafa yfirsýn til þess að geta brugðist meðal annars við skipulagðri brotastarfsemi sem hefur því miður náð að festa rætur á Íslandi. Auðvitað er engin ástæða til að mála myndina dekkri en hún raunverulega er en við þurfum á því að halda að hafa aðgang að þessu upplýsingum og upp á það hefur vantað og til þess er frumvarpið lagt fram.“ Fleiri aðgerðir boðaðar Nái frumvarpið fram að ganga verður því skylda fyrir öll flugfélög í öllum tilvikum að afhenda farþegalista. Ráðherra boðar fleiri aðgerðir sem taka á skipulagðri brotastarfsemi. „Eitt er að auðvelda yfirvöldum að endurheimta fjárhagslegan ávinning af skipulagðri brotastarfsemi líka og alvarlegum afbrotum. Þarna erum við líka að miða að því að standa til samræmis við aðrar þjóðir þannig það eru svona fyrstu skrefin á þessu þingi mínu, ýmsar aðgerðir til að efla getu yfirvalda til að bregðast við afbrotum með það auðvitað alltaf að leiðarljósi að tryggja öryggi fólksins í landinu.“ Landamæri Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Sjá meira
Undanfarna mánuði og jafnvel ár hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýst yfir óánægju með það viðbragðsleysi sem hann segir hafa ríkt þegar kemur að öryggi á landamærum landsins. Hefur hann ítrekað sagt flugfélög komast upp með að afhenda ekki íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna til landsins en slíkir listar séu nauðsynlegir til að hafa yfirsýn yfir þá sem ferðast hingað. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra tekur á þessu í nýju frumvarpi sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. „Ég er að leggja fram frumvarp til að tryggja að íslensk lögregluyfirvöld hafi það aðgengi sem þau þurfa að farþegaupplýsingum um það fólk sem kemur hingað til lands. Upp á það hefur aðeins vantað. Markmiðið með þessu er að hafa yfirsýn til þess að geta brugðist meðal annars við skipulagðri brotastarfsemi sem hefur því miður náð að festa rætur á Íslandi. Auðvitað er engin ástæða til að mála myndina dekkri en hún raunverulega er en við þurfum á því að halda að hafa aðgang að þessu upplýsingum og upp á það hefur vantað og til þess er frumvarpið lagt fram.“ Fleiri aðgerðir boðaðar Nái frumvarpið fram að ganga verður því skylda fyrir öll flugfélög í öllum tilvikum að afhenda farþegalista. Ráðherra boðar fleiri aðgerðir sem taka á skipulagðri brotastarfsemi. „Eitt er að auðvelda yfirvöldum að endurheimta fjárhagslegan ávinning af skipulagðri brotastarfsemi líka og alvarlegum afbrotum. Þarna erum við líka að miða að því að standa til samræmis við aðrar þjóðir þannig það eru svona fyrstu skrefin á þessu þingi mínu, ýmsar aðgerðir til að efla getu yfirvalda til að bregðast við afbrotum með það auðvitað alltaf að leiðarljósi að tryggja öryggi fólksins í landinu.“
Landamæri Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Sjá meira