Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2025 12:32 Sigurður Ingimundarson og Friðrik Ingi Rúnarsson leiða saman hesta sína í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Vísir/Samsett mynd Sigurður Ingimundarson er mættur aftur í brúnna hjá karlaliði Keflavíkur og fær það verðuga verkefni að snúa gengi liðsins í Bónus deildinni við. Fyrsti leikur hans með liðið er í kvöld gegn Haukum. Þar mætast stálin stinn, Sigurður Ingimundarson og Friðrik Ingi Rúnarsson. Sigurður á móti Friðriki Inga. Báðir eiga þeir yfir farsælum ferli og mörgum Íslands- og bikarmeistaratitlum að skipa á toppi íslensk körfubolta. Friðrik lengst af hjá Njarðvík og Sigurður hjá Keflavík, nágrannaliðin og erkifjendurnir. Það eru ekki margir sem hefðu hugsað út í það á sínum tíma að árið 2025 að þið væruð að fara leiða ykkar hesta saman í leik. „Nei þegar að þú segir það,“ svarar Sigurður. „Við höfum nú verið lengi í þessu, bæði ég og Friðrik, mætt hvor öðrum en líka unnið saman í þessu. Það verður bara áhugavert og skemmtilegt að mæta honum aftur.“ Friðrik Ingi Rúnarsson skrifaði undir samning til sumarsins 2027 við Hauka fyrr á tímabilinu og þó svo að liðið vermi botnsæti deildarinnar hefur spilamennskan verið á uppleið undir stjórn hans.Facebook/@haukarbasket Auk þess að vera þjálfari karlaliðs Keflavíkur er Sigurður einnig þjálfari kvennaliðsins, tók við því einmitt eftir að leiðir liðsins og Friðriks Inga skildu fyrr á tímabilinu. Tölfræðisíðan Stattnördarnir hafa fyrir þennan fyrsta leik í endurkomu Sigurðar Ingimundarsonar í efstu deild karla tekið saman tölfræði frá hans þjálfaraferli í deildinni: - Sigurður hefur stýrt liði í 379 deildarleikjum og unnið 263, sigurhlutfall upp á 69,4% - Í úrslitakeppni hefur hann stýrt liði í 113 leikjum og unnið 68 sem er sigurhlutfall upp á 60,2% - Samtals gera þetta 492 leikir í efstu deild og 331 sigrar. Sigurhlutfall upp á 67,3% - Sigurður er í öðru sæti yfir heildarfjölda leikja í efstu deild, deildar- og úrslitakeppni Friðrik Ingi er efstur með 580 leiki Endilega fylgið Stattnördunum á Facebook. Það er eitt að snúa til baka og taka við einu liði. En svo æxlast málin þannig að þú þarft að taka við karlaliði Keflavíkur líka. Þurftirðu að hugsa þig eitthvað um þegar að það var leitað til þín varðandi það verkefni? „Ef ég hefði hugsað mikið um þetta, þá hefði ég líklegast ekki gert þetta. Nei staðan er bara sú að þeir eru komnir í leiðinleg mál. Þetta góða lið. Enginn vill sjá þá þar. Mér fannst bara skylda mín að hoppa á þetta og reyna að gera mitt besta til að hjálpa þeim. Ekki spurning.“ Hefur gengið bölvanlega Hvað hefur vantað upp á hjá því liði? „Erfitt að segja. Framan af tímabili eru þeir að berjast í toppbaráttunni og svo virðist eitthvað gerast. Þeir bara tapa og eftir áramót hefur þetta gengið bölvanlega. Það er oft þannig að þegar það byrjar að ganga illa er oft erfitt að snúa því við. Oft er ekkert hægt að benda fingri á hvað það er sem er að en staðan er svona. Nú erum við komnir með í þetta og ætlum að gera allt sem við getum, allir saman, til að snúa þessu við. Ég hef fulla trú á því.“ Frá leik Keflavíkur fyrr á tímabilinuVísir/Jón Gautur Það er vandasamt verkefni. Fimm leikir eftir, fimm erfiðir leikir því þú virðist ekki geta gengið að neinu vísu í þessari deild. Hvernig meturðu stöðu liðsins þegar að stutt er eftir af deildarkeppninni? „Það er rétt sem þú segir. Við erum í 10. sæti og það eru fimm mjög erfiðir leikir eftir. Þar af eru fjórir á útivelli. Þetta getur eiginlega ekki verið flóknara. Hjá okkur er það þannig að við tökum einn leik í einu. Næsti leikur er gegn Haukum og hann er mjög mikilvægur. Við ætlum að byrja á að spila hann. Eftir þann leik metum við þetta aftur.“ Hverju vill Sigurður Ingimundar ná fram í þessum liðum að loknu tímabili? Hvað viltu vera búinn að sjá? „Ég veit hvað ég vil sjá í kvennaliðinu. Þær eru að spila skemmtilegan bolta, við viljum bæta hann og gera enn betri. Ég er nú bara búinn að mæta á tvær æfingar hjá karlaliðinu og flesta hef ég nú bara ekki talað við áður. Það tekur smá tíma. En klárlega viljum við sjá alvöru körfubolta lið sem spilar saman og gerir sitt besta fyrir bæði félagana og félagið sitt. Bjartsýnn á að karlaliðið nái inn í úrslitakeppni? „Ég er alltaf bjartsýnn á Keflavík.“ Leikur Hauka og Keflavíkur í Bónus deild karla verður sýndur á Stöð 2 Bónus deildin 1 rásinni og hefst klukkan korter yfir sjö. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Sport Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Sjá meira
Sigurður á móti Friðriki Inga. Báðir eiga þeir yfir farsælum ferli og mörgum Íslands- og bikarmeistaratitlum að skipa á toppi íslensk körfubolta. Friðrik lengst af hjá Njarðvík og Sigurður hjá Keflavík, nágrannaliðin og erkifjendurnir. Það eru ekki margir sem hefðu hugsað út í það á sínum tíma að árið 2025 að þið væruð að fara leiða ykkar hesta saman í leik. „Nei þegar að þú segir það,“ svarar Sigurður. „Við höfum nú verið lengi í þessu, bæði ég og Friðrik, mætt hvor öðrum en líka unnið saman í þessu. Það verður bara áhugavert og skemmtilegt að mæta honum aftur.“ Friðrik Ingi Rúnarsson skrifaði undir samning til sumarsins 2027 við Hauka fyrr á tímabilinu og þó svo að liðið vermi botnsæti deildarinnar hefur spilamennskan verið á uppleið undir stjórn hans.Facebook/@haukarbasket Auk þess að vera þjálfari karlaliðs Keflavíkur er Sigurður einnig þjálfari kvennaliðsins, tók við því einmitt eftir að leiðir liðsins og Friðriks Inga skildu fyrr á tímabilinu. Tölfræðisíðan Stattnördarnir hafa fyrir þennan fyrsta leik í endurkomu Sigurðar Ingimundarsonar í efstu deild karla tekið saman tölfræði frá hans þjálfaraferli í deildinni: - Sigurður hefur stýrt liði í 379 deildarleikjum og unnið 263, sigurhlutfall upp á 69,4% - Í úrslitakeppni hefur hann stýrt liði í 113 leikjum og unnið 68 sem er sigurhlutfall upp á 60,2% - Samtals gera þetta 492 leikir í efstu deild og 331 sigrar. Sigurhlutfall upp á 67,3% - Sigurður er í öðru sæti yfir heildarfjölda leikja í efstu deild, deildar- og úrslitakeppni Friðrik Ingi er efstur með 580 leiki Endilega fylgið Stattnördunum á Facebook. Það er eitt að snúa til baka og taka við einu liði. En svo æxlast málin þannig að þú þarft að taka við karlaliði Keflavíkur líka. Þurftirðu að hugsa þig eitthvað um þegar að það var leitað til þín varðandi það verkefni? „Ef ég hefði hugsað mikið um þetta, þá hefði ég líklegast ekki gert þetta. Nei staðan er bara sú að þeir eru komnir í leiðinleg mál. Þetta góða lið. Enginn vill sjá þá þar. Mér fannst bara skylda mín að hoppa á þetta og reyna að gera mitt besta til að hjálpa þeim. Ekki spurning.“ Hefur gengið bölvanlega Hvað hefur vantað upp á hjá því liði? „Erfitt að segja. Framan af tímabili eru þeir að berjast í toppbaráttunni og svo virðist eitthvað gerast. Þeir bara tapa og eftir áramót hefur þetta gengið bölvanlega. Það er oft þannig að þegar það byrjar að ganga illa er oft erfitt að snúa því við. Oft er ekkert hægt að benda fingri á hvað það er sem er að en staðan er svona. Nú erum við komnir með í þetta og ætlum að gera allt sem við getum, allir saman, til að snúa þessu við. Ég hef fulla trú á því.“ Frá leik Keflavíkur fyrr á tímabilinuVísir/Jón Gautur Það er vandasamt verkefni. Fimm leikir eftir, fimm erfiðir leikir því þú virðist ekki geta gengið að neinu vísu í þessari deild. Hvernig meturðu stöðu liðsins þegar að stutt er eftir af deildarkeppninni? „Það er rétt sem þú segir. Við erum í 10. sæti og það eru fimm mjög erfiðir leikir eftir. Þar af eru fjórir á útivelli. Þetta getur eiginlega ekki verið flóknara. Hjá okkur er það þannig að við tökum einn leik í einu. Næsti leikur er gegn Haukum og hann er mjög mikilvægur. Við ætlum að byrja á að spila hann. Eftir þann leik metum við þetta aftur.“ Hverju vill Sigurður Ingimundar ná fram í þessum liðum að loknu tímabili? Hvað viltu vera búinn að sjá? „Ég veit hvað ég vil sjá í kvennaliðinu. Þær eru að spila skemmtilegan bolta, við viljum bæta hann og gera enn betri. Ég er nú bara búinn að mæta á tvær æfingar hjá karlaliðinu og flesta hef ég nú bara ekki talað við áður. Það tekur smá tíma. En klárlega viljum við sjá alvöru körfubolta lið sem spilar saman og gerir sitt besta fyrir bæði félagana og félagið sitt. Bjartsýnn á að karlaliðið nái inn í úrslitakeppni? „Ég er alltaf bjartsýnn á Keflavík.“ Leikur Hauka og Keflavíkur í Bónus deild karla verður sýndur á Stöð 2 Bónus deildin 1 rásinni og hefst klukkan korter yfir sjö.
Tölfræðisíðan Stattnördarnir hafa fyrir þennan fyrsta leik í endurkomu Sigurðar Ingimundarsonar í efstu deild karla tekið saman tölfræði frá hans þjálfaraferli í deildinni: - Sigurður hefur stýrt liði í 379 deildarleikjum og unnið 263, sigurhlutfall upp á 69,4% - Í úrslitakeppni hefur hann stýrt liði í 113 leikjum og unnið 68 sem er sigurhlutfall upp á 60,2% - Samtals gera þetta 492 leikir í efstu deild og 331 sigrar. Sigurhlutfall upp á 67,3% - Sigurður er í öðru sæti yfir heildarfjölda leikja í efstu deild, deildar- og úrslitakeppni Friðrik Ingi er efstur með 580 leiki Endilega fylgið Stattnördunum á Facebook.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Sport Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Sjá meira