Þetta kemur fram í flöggunartilkynningu til Kauphallar. Miðað við gengi Skeljar í dag er söluverðið 2,01 milljarðar króna.
Félagið keypti hlutinn árið 2022 á 1,4 milljarða króna og varð fjórði stærsti eigandi Skeljar.
Taconic Capital var á meðal þeirra fjárfesta og fjármálastofnana sem komu að fjármögnun á skuldsettri yfirtöku félagsins Strengs, sem hjónin Ingibjörg Pálmadóttur og Jón Ásgeir Jóhannesson og Sigurður Bollason fara meðal annars fyrir, á Skeljungi í ársbyrjun 2021, samkvæmt heimildum Innherja á sínum tíma.