Tími Aaron Rodgers hjá Jets á enda: Óska honum góðs gengis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 18:03 Aaron Rodgers náði ekki að leiða lið New York Jets til alvöru árangurs á þessum tveimur árum og vera hans þar voru mikil vonbrigði að mati flestra. Getty/Luke Hales Aaron Rodgers spilar ekki áfram með New York Jets í NFL-deildinni. Félagið tilkynnti leikmanninum það að félagið óskaði ekki eftir þjónustu hans á næstu leiktíð. „Í síðustu viku hitti ég Aaron og lét hann vita af áætlunum okkar að fara aðra leið með leikstjórnandastöðuna okkar,“ sögðu þjálfarinn Aaron Glenn og framkvæmdastjórinn Darren Mougey í sameiginlegri yfirlýsingu. „Það var mikilvægt að taka þessa ákvörðun strax svo að allt væri á hreinu með framhaldið og bæði við og hann gætum skipulagt framtíðina. Við viljum þakka honum fyrir leiðtogahæfileikana, ástríðuna og hollustuna sem hann sýndi félaginu á þessum tíma sínum hér. Við óskum honum góðs gengis í næstu verkefnum.“ Eigandinn Woody Johnson vildi líka þakka Aaron Rodgers persónulega fyrir tíma hans hjá New York Jets. Fyrra tímabilið entist bara í nokkrar mínútur því Rodgers sleit hásin snemma í fyrsta leik. Liðið vann sex af átján leikjum sínum með hann innanborðs og Rodgers var bara í 25. sæti meðal leikstjórnanda deildarinnar í leikstjórnendaeinkunn. Frammistaða hins 41 árs gamla Rodgers var því langt undir væntingum og liðið náði ekki að komast í úrslitakeppnina með hann í forystuhlutverkinu. Hvort þetta verði síðustu leikir hans á ferlinum verður að koma í ljós en Rodgers er ótútreiknanleg týpa sem gæti tekið upp á því að spila eitt tímabil í viðbót og enda ferilinn á betri nótum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NFL Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira
„Í síðustu viku hitti ég Aaron og lét hann vita af áætlunum okkar að fara aðra leið með leikstjórnandastöðuna okkar,“ sögðu þjálfarinn Aaron Glenn og framkvæmdastjórinn Darren Mougey í sameiginlegri yfirlýsingu. „Það var mikilvægt að taka þessa ákvörðun strax svo að allt væri á hreinu með framhaldið og bæði við og hann gætum skipulagt framtíðina. Við viljum þakka honum fyrir leiðtogahæfileikana, ástríðuna og hollustuna sem hann sýndi félaginu á þessum tíma sínum hér. Við óskum honum góðs gengis í næstu verkefnum.“ Eigandinn Woody Johnson vildi líka þakka Aaron Rodgers persónulega fyrir tíma hans hjá New York Jets. Fyrra tímabilið entist bara í nokkrar mínútur því Rodgers sleit hásin snemma í fyrsta leik. Liðið vann sex af átján leikjum sínum með hann innanborðs og Rodgers var bara í 25. sæti meðal leikstjórnanda deildarinnar í leikstjórnendaeinkunn. Frammistaða hins 41 árs gamla Rodgers var því langt undir væntingum og liðið náði ekki að komast í úrslitakeppnina með hann í forystuhlutverkinu. Hvort þetta verði síðustu leikir hans á ferlinum verður að koma í ljós en Rodgers er ótútreiknanleg týpa sem gæti tekið upp á því að spila eitt tímabil í viðbót og enda ferilinn á betri nótum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
NFL Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira