Morgunblaðið greinir frá þessu, en þar kemur fram að dómsmálaráðherra hafi skipað og sett þá í embætti í gær.
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara taldi einmitt þá Brynjar og Jónas hæfasta umsækjanda um þessi dómaraembætti, en þau voru auglýst til umsóknar 15. nóvember síðastliðinn.
Brynjar var alþingismaður frá árinu 2013 til 2021. Áður starfaði hann sem lögmaður. Eftir að hann lét af þingsetu var hann aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og síðar séfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Jónas Þór hefur komið víða við. Hann sat í kjararáði frá 2006 til 2018, þar á meðal sem formaður frá 2014 til 2018. Þá var hann oddviti yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis frá 2007 til 2016. Einnig var hann formaður Lögmannafélags Íslands frá 2010 til 2015. Jafnframt var Jónas Þór stjórnarformaður Landsvirkjunar frá 2014 til 2024.