Valentínus Árni Már Jensson skrifar 14. febrúar 2025 15:00 Valentínusardagurinn er hátíð ástar og kærleika sem á sér fornar rætur í kristinni trú. Frásögnin um heilagan Valentínus greinir að hann hafi verið prestur í Róm á tímum Kládíusar II. Keisarinn, sem taldi að ógiftir menn væru betri hermenn en þeir sem væru bundnir fjölskyldum, bannaði ungu fólki að ganga í hjónaband. Valentínus, sem trúði heitt á helgi hjónabandsins sem sáttmála kærleikans, mótmælti þessum lögum og gifti pör í leynum. Þegar upp komst um athafnir hans var hann handtekinn og dæmdur til dauða. Sagan segir einnig að meðan Valentínus var í fangelsi hafi hann kynnst blindri dóttur fangavarðarins. Hann bað fyrir henni og hún læknaðist af blindunni. Áður en hann var tekinn af lífi sendi hann henni kveðjubréf sem hann undirritaði „Frá þínum Valentínusi“. Þetta bréf, sem er sagt vera fyrsta Valentínusarkortið, hefur síðar orðið táknræn kveðja fyrir Valentínusardaginn. Þótt saga heilags Valentínusar eigi sér ýmsar útgáfur, varð hann að píslarvotti fyrir trú sína og kærleika. Í kaþólsku kirkjunni er hann dýrlingur og verndari elskenda, og hátíðisdagur hans er 14. febrúar. Valentínusardagurinn varð því tákn kærleika og umhyggju þar sem elskendur senda hvort öðru blóm, gjafir og ástarkveðjur til að sýna væntumþykju. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín, líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. (Steingrímur Thorsteinsson 1831 - 1913) Hvort sem við lítum til Valentínusardagsins sem trúarlegs dýrlingadags eða sem hátíð til að fagna ástinni í lífi okkar, minnir hann okkur á að kærleikurinn er eina sanna gjöfin sem endist. Góðar stundir. Höfundur er frumkvöðull og áhugamaður um frjálst samfélag, lýðræði, kristna trú og gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valentínusardagurinn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Valentínusardagurinn er hátíð ástar og kærleika sem á sér fornar rætur í kristinni trú. Frásögnin um heilagan Valentínus greinir að hann hafi verið prestur í Róm á tímum Kládíusar II. Keisarinn, sem taldi að ógiftir menn væru betri hermenn en þeir sem væru bundnir fjölskyldum, bannaði ungu fólki að ganga í hjónaband. Valentínus, sem trúði heitt á helgi hjónabandsins sem sáttmála kærleikans, mótmælti þessum lögum og gifti pör í leynum. Þegar upp komst um athafnir hans var hann handtekinn og dæmdur til dauða. Sagan segir einnig að meðan Valentínus var í fangelsi hafi hann kynnst blindri dóttur fangavarðarins. Hann bað fyrir henni og hún læknaðist af blindunni. Áður en hann var tekinn af lífi sendi hann henni kveðjubréf sem hann undirritaði „Frá þínum Valentínusi“. Þetta bréf, sem er sagt vera fyrsta Valentínusarkortið, hefur síðar orðið táknræn kveðja fyrir Valentínusardaginn. Þótt saga heilags Valentínusar eigi sér ýmsar útgáfur, varð hann að píslarvotti fyrir trú sína og kærleika. Í kaþólsku kirkjunni er hann dýrlingur og verndari elskenda, og hátíðisdagur hans er 14. febrúar. Valentínusardagurinn varð því tákn kærleika og umhyggju þar sem elskendur senda hvort öðru blóm, gjafir og ástarkveðjur til að sýna væntumþykju. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín, líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. (Steingrímur Thorsteinsson 1831 - 1913) Hvort sem við lítum til Valentínusardagsins sem trúarlegs dýrlingadags eða sem hátíð til að fagna ástinni í lífi okkar, minnir hann okkur á að kærleikurinn er eina sanna gjöfin sem endist. Góðar stundir. Höfundur er frumkvöðull og áhugamaður um frjálst samfélag, lýðræði, kristna trú og gildi.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar