Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Bjarki Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2025 12:16 Ólíklegt er að Katrín Jakobsdóttir verði næsti borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Meirihlutaviðræður í borginni ganga mjög vel að sögn oddvita Samfylkingarinnar. Hún telur allar líkur á að viðræðurnar endi á því að meirihluti verður myndaður. Litlar líkur séu á að Katrín Jakobsdóttir verði næsti borgarstjóri. Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri grænna í borgarstjórn hafa síðustu daga unnið að því að mynda meirihluta eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Samræður um stóra málaflokka, til að mynda húsnæðismál og samgöngur verða kláraðar í dag. Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að flýta sér ekki um of. „Vera með raunhæfar og góðar áætlanir. Það styttist í að þetta klárist,“ segir Heiða. Heiða Björg Hilmarsdóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.Vísir/vilhelm Telur þú að þetta takist á endanum? „Já, ég tel það. Annars væri ég ekki hérna alla daga ef ég teldi það ekki.” Skammt er eftir af kjörtímabilinu og segir Heiða því mikilvægt að meirihlutinn gangi strax til verka. „Það er það sem við erum að hugsa um. Það eru verkin og borgarbúar. Og að þeir hætti ekki að treysta okkur þó að þetta uppþot hafi komið upp í síðustu viku. Við erum ekki hér fyrir hver er í hvaða stól, við erum hérna því við erum að reyna að gera gagn. Það er einbeitt finnst mér hjá öllum þessum fimm flokkum að við viljum gera það. Skapa stöðugleika og ná árangri,“ segir Heiða. Hún segir oddvitana ekki hafa rætt um stólaskipan enn sem komið er. „Við erum algjörlega að einblína á verkefnin. Ég veit að mörgum finnst það ótrúlegt en það er samt satt. Við erum algjörlega að fókusera á það hvað er það sem við getum gert að gagni, hvernig getum við gert það, hvað erum við sammála um og hvernig getum við flýtt því. Síðan munum við skipta með okkur verkum og vinna þétt saman,“ segir Heiða. Það hefur verið rætt um að Katrín Jakobsdóttir verði borgarstjóri, er það eitthvað sem þið hafið rætt? „Ég myndi telja það afar ólíklegt. En við höfum ekki rætt um neina utanaðkomandi og ekki nein nöfn í því samhengi.“ Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira
Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri grænna í borgarstjórn hafa síðustu daga unnið að því að mynda meirihluta eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Samræður um stóra málaflokka, til að mynda húsnæðismál og samgöngur verða kláraðar í dag. Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að flýta sér ekki um of. „Vera með raunhæfar og góðar áætlanir. Það styttist í að þetta klárist,“ segir Heiða. Heiða Björg Hilmarsdóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.Vísir/vilhelm Telur þú að þetta takist á endanum? „Já, ég tel það. Annars væri ég ekki hérna alla daga ef ég teldi það ekki.” Skammt er eftir af kjörtímabilinu og segir Heiða því mikilvægt að meirihlutinn gangi strax til verka. „Það er það sem við erum að hugsa um. Það eru verkin og borgarbúar. Og að þeir hætti ekki að treysta okkur þó að þetta uppþot hafi komið upp í síðustu viku. Við erum ekki hér fyrir hver er í hvaða stól, við erum hérna því við erum að reyna að gera gagn. Það er einbeitt finnst mér hjá öllum þessum fimm flokkum að við viljum gera það. Skapa stöðugleika og ná árangri,“ segir Heiða. Hún segir oddvitana ekki hafa rætt um stólaskipan enn sem komið er. „Við erum algjörlega að einblína á verkefnin. Ég veit að mörgum finnst það ótrúlegt en það er samt satt. Við erum algjörlega að fókusera á það hvað er það sem við getum gert að gagni, hvernig getum við gert það, hvað erum við sammála um og hvernig getum við flýtt því. Síðan munum við skipta með okkur verkum og vinna þétt saman,“ segir Heiða. Það hefur verið rætt um að Katrín Jakobsdóttir verði borgarstjóri, er það eitthvað sem þið hafið rætt? „Ég myndi telja það afar ólíklegt. En við höfum ekki rætt um neina utanaðkomandi og ekki nein nöfn í því samhengi.“
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira