Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar 15. febrúar 2025 23:00 Er atvinnuvegaráðherra fjárhættuspilari? Því þarf að taka risaákvörðun, og pressan frá hagsmunaaðilum er mikil. Þegar eru kvótakóngar farnir að kalla eftir að fá að hefja loðnuveiðar. En það er stærri hagsmunaaðili sem treystir á að engar loðnuveiðar verði leyfðar; það er þjóðin. Nei, ég er ekki þjóðin, en leyfi mér að tala fyrir hennar hönd þar sem þjóðin er upptekin við allt annað en að hafa áhyggjur af auðlindum sínum. Með því að leyfa loðnuveiðar yrði loðnustofninn einu skrefi nær hruni, og hrun loðnustofnsins væri aðeins toppurinn á ísjakanum. Eftirfarandi eru staðreyndir um stöðu loðnustofnsins: 1.Loðnubrestur hefur orðið 6 vertíðar af síðustu 10. 2.Loðnuaflinn hefur hrunið úr 10.000.000 tonna í 1.700.000 tonn! Loðnuafli síðustu 10 ára, er aðeins 17% af aflanum frá 1996-2005. Eða, hrunið úr 10 milljón tonna í 1,7 milljón tonn. 3.Nú hefur allt verið gert til að finna loðnu í „veiðanlegu magni“, meira segja notast við gervigreindina. En ekki dugað til. Reyndar varar gervigreindin við loðnuveiðum, sé hún spurð. Minnkandi loðnustofn hefur gífurleg áhrif á vistkerfi sjávar. Rannsókn sem gerð var hér yfir tæplega 30 ára tímabil, sýndi svart á hvítu mikil áhrif á stærð og þyngd þorksstofnsins( Ólafur K. Pálsson og Höskuldur Björnsson sérfræðingar, Hafró, 2011). Áhrif á stofnstærðina skiptir hundruðum þúsunda tonna til minkunnar. En keðjuverkun minnkandi loðnustofns nær til fjölmargra nytjafiskstofna. Þorskurinn nær ekki í eðlilega þyngd, étur þá í meira mæli eigið kyn og minnkar þannig sjáflur stofninn. Rækja og humar eru á matseðili þorsksins, en þar sem okkur hefur þegar tekist að gera út af við þá stofna, þarf hann að sækja í aðar tegundir. Allar erlendar rannsóknir á einu máli.- farið varlega í loðnuveiðar. Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa verið gerðar á þeim áhrifum sem loðnan hefur á vistkerfið. Niðurstöður þeirra má finna á virtum vísindavefsíðum. Einn fremsti fiskifræðingur Kanada; Dr. Pierre Pepin, sem hefur farið fyrir fjölmörgum rannsóknum sem gerðar hafa verið í Barentshafinu og víðar segir: "Capelin are a linchpin; that's the simplest I can put it. If you don't have a lot of capelin, you don't have a lot of other stuff,….. Pepin said the success of other species depends on a healthy capelin population”."If you overexploit those, then everything cascades down the rest of the food chain. There's absolutely no way of getting away from that."Senior scientist Pierre Pepin says capelin are key to the recovery of more valuable fish like cod and also affect crab and shrimp stocks (CBC) Á íslensku; heilbrigður loðnustofn er ómissandi, alfa og omega vistkerfisins. Þannig að veiking loðnustofnsins, kemur niður á öllum verðmætari nytjastofnum okkar. Ekki gefa út leyfi til loðnuveiða. Ég skora á atvinnuvegaráðherra að gefa ekki út leyfi til loðnuveiða . Ekki tefla loðnustofninum í frekari tvísýnu. Á undan förnum árum, höfum við séð humarstofninn, rækjustofninn og hörpudiskinn hverfa sem nytjastofnar. Ekkert hefur gengið að byggja upp okkar aðalnytjafisk; þorskstofninn. Karfinn, lúðan, grálúðan ofl stofnar eru svipur hjá sjón, allt þrátt fyrir vísindalega ráðgjöf, Ekki láta undan þrýstingi, heldur láta hagsmuni þjóðarinnar ráða; og banna loðnuveiðar þar til frekari rannsóknir hafa farið fram á stöðu loðnunnar. Að hefja loðnuveiðar nú, er eins og að pissa í skóinn sinn. Höfundur er útgerðatæknir, fyrrverandi sjómaður og framleiðslustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loðnuveiðar Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Er atvinnuvegaráðherra fjárhættuspilari? Því þarf að taka risaákvörðun, og pressan frá hagsmunaaðilum er mikil. Þegar eru kvótakóngar farnir að kalla eftir að fá að hefja loðnuveiðar. En það er stærri hagsmunaaðili sem treystir á að engar loðnuveiðar verði leyfðar; það er þjóðin. Nei, ég er ekki þjóðin, en leyfi mér að tala fyrir hennar hönd þar sem þjóðin er upptekin við allt annað en að hafa áhyggjur af auðlindum sínum. Með því að leyfa loðnuveiðar yrði loðnustofninn einu skrefi nær hruni, og hrun loðnustofnsins væri aðeins toppurinn á ísjakanum. Eftirfarandi eru staðreyndir um stöðu loðnustofnsins: 1.Loðnubrestur hefur orðið 6 vertíðar af síðustu 10. 2.Loðnuaflinn hefur hrunið úr 10.000.000 tonna í 1.700.000 tonn! Loðnuafli síðustu 10 ára, er aðeins 17% af aflanum frá 1996-2005. Eða, hrunið úr 10 milljón tonna í 1,7 milljón tonn. 3.Nú hefur allt verið gert til að finna loðnu í „veiðanlegu magni“, meira segja notast við gervigreindina. En ekki dugað til. Reyndar varar gervigreindin við loðnuveiðum, sé hún spurð. Minnkandi loðnustofn hefur gífurleg áhrif á vistkerfi sjávar. Rannsókn sem gerð var hér yfir tæplega 30 ára tímabil, sýndi svart á hvítu mikil áhrif á stærð og þyngd þorksstofnsins( Ólafur K. Pálsson og Höskuldur Björnsson sérfræðingar, Hafró, 2011). Áhrif á stofnstærðina skiptir hundruðum þúsunda tonna til minkunnar. En keðjuverkun minnkandi loðnustofns nær til fjölmargra nytjafiskstofna. Þorskurinn nær ekki í eðlilega þyngd, étur þá í meira mæli eigið kyn og minnkar þannig sjáflur stofninn. Rækja og humar eru á matseðili þorsksins, en þar sem okkur hefur þegar tekist að gera út af við þá stofna, þarf hann að sækja í aðar tegundir. Allar erlendar rannsóknir á einu máli.- farið varlega í loðnuveiðar. Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa verið gerðar á þeim áhrifum sem loðnan hefur á vistkerfið. Niðurstöður þeirra má finna á virtum vísindavefsíðum. Einn fremsti fiskifræðingur Kanada; Dr. Pierre Pepin, sem hefur farið fyrir fjölmörgum rannsóknum sem gerðar hafa verið í Barentshafinu og víðar segir: "Capelin are a linchpin; that's the simplest I can put it. If you don't have a lot of capelin, you don't have a lot of other stuff,….. Pepin said the success of other species depends on a healthy capelin population”."If you overexploit those, then everything cascades down the rest of the food chain. There's absolutely no way of getting away from that."Senior scientist Pierre Pepin says capelin are key to the recovery of more valuable fish like cod and also affect crab and shrimp stocks (CBC) Á íslensku; heilbrigður loðnustofn er ómissandi, alfa og omega vistkerfisins. Þannig að veiking loðnustofnsins, kemur niður á öllum verðmætari nytjastofnum okkar. Ekki gefa út leyfi til loðnuveiða. Ég skora á atvinnuvegaráðherra að gefa ekki út leyfi til loðnuveiða . Ekki tefla loðnustofninum í frekari tvísýnu. Á undan förnum árum, höfum við séð humarstofninn, rækjustofninn og hörpudiskinn hverfa sem nytjastofnar. Ekkert hefur gengið að byggja upp okkar aðalnytjafisk; þorskstofninn. Karfinn, lúðan, grálúðan ofl stofnar eru svipur hjá sjón, allt þrátt fyrir vísindalega ráðgjöf, Ekki láta undan þrýstingi, heldur láta hagsmuni þjóðarinnar ráða; og banna loðnuveiðar þar til frekari rannsóknir hafa farið fram á stöðu loðnunnar. Að hefja loðnuveiðar nú, er eins og að pissa í skóinn sinn. Höfundur er útgerðatæknir, fyrrverandi sjómaður og framleiðslustjóri.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun