Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2025 15:03 Victor Wembanyama í skotþrautinni í gærkvöld. Getty/Ezra Shaw Victor Wembanyama og Chris Paul fóru óhefðbundna og, eins og þeir vita núna, ólöglega leið í skotþrautinni í gær, á stjörnuhelgi NBA-deildarinnar í körfubolta. Hluti af þrautinni fólst í því að reyna skot af ákveðnum færum og þurftu menn annað hvort að hitta í körfuna eða kasta þremur boltum til að komast á næsta stað í brautinni. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan reyndu Wembanyama og Paul ekkert að hitta úr skotunum sínum heldur einbeittu sér að því að kasta boltunum sem hraðast. Klippa: Svindluðu í skotþraut NBA Þetta dugði þeim til að fara á langbesta tímanum í gegnum brautina en þeir voru svo dæmdir úr keppni á þeim forsendum að skot þeirra hefðu ekki verið „gild skot“, eins og kveðið er á um í reglunum. Það var hinn ungi Wembanyama sem átti hugmyndina að því að þeir Paul færu þessa leið. „Ég sé ekki eftir því. Mér fannst þetta vera góð hugmynd,“ sagði Frakkinn við fjölmiðlamenn. „Við náðum besta tímanum. Tölurnar tala sínu máli,“ bætti hann við. Segir Wemby hafa spurt hvort þetta mætti Draymond Green, sem keppti með Moses Moody, sagði að Wembanyama hefði spurt fyrir fram hvort að hann mætti leysa þrautina með þessum hætti. „Það sökkaði klárlega að sjá þá kasta boltanum svona. En ég verð samt að segja að Wemby gekk um völlinn og spurði alla: „Hitta úr einu eða reyna þrisvar?“ Og Wemby sagði: „Nú, svo ég get bara tekið öll þrjú skotin?“ Þannig að hann spurði. Hann spurði kannski ekki rétta fólkið, en honum til varnar þá spurði hann fjölda fólks,“ sagði Green. Donovan Mitchell og Evan Mobley úr Cleveland Cavaliers unnu keppnina og Mitchell var alveg sama þó að tími Wembanyama og Pauls hefði verið betri. „Ef þeir hefðu ekki verið dæmdir úr keppni þá held ég að við hefðum bara gert þetta eins, ef ég á að vera hreinskilinn. Maður spilar til að vinna býst ég við,“ sagði Mitchell. NBA Mest lesið Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Hluti af þrautinni fólst í því að reyna skot af ákveðnum færum og þurftu menn annað hvort að hitta í körfuna eða kasta þremur boltum til að komast á næsta stað í brautinni. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan reyndu Wembanyama og Paul ekkert að hitta úr skotunum sínum heldur einbeittu sér að því að kasta boltunum sem hraðast. Klippa: Svindluðu í skotþraut NBA Þetta dugði þeim til að fara á langbesta tímanum í gegnum brautina en þeir voru svo dæmdir úr keppni á þeim forsendum að skot þeirra hefðu ekki verið „gild skot“, eins og kveðið er á um í reglunum. Það var hinn ungi Wembanyama sem átti hugmyndina að því að þeir Paul færu þessa leið. „Ég sé ekki eftir því. Mér fannst þetta vera góð hugmynd,“ sagði Frakkinn við fjölmiðlamenn. „Við náðum besta tímanum. Tölurnar tala sínu máli,“ bætti hann við. Segir Wemby hafa spurt hvort þetta mætti Draymond Green, sem keppti með Moses Moody, sagði að Wembanyama hefði spurt fyrir fram hvort að hann mætti leysa þrautina með þessum hætti. „Það sökkaði klárlega að sjá þá kasta boltanum svona. En ég verð samt að segja að Wemby gekk um völlinn og spurði alla: „Hitta úr einu eða reyna þrisvar?“ Og Wemby sagði: „Nú, svo ég get bara tekið öll þrjú skotin?“ Þannig að hann spurði. Hann spurði kannski ekki rétta fólkið, en honum til varnar þá spurði hann fjölda fólks,“ sagði Green. Donovan Mitchell og Evan Mobley úr Cleveland Cavaliers unnu keppnina og Mitchell var alveg sama þó að tími Wembanyama og Pauls hefði verið betri. „Ef þeir hefðu ekki verið dæmdir úr keppni þá held ég að við hefðum bara gert þetta eins, ef ég á að vera hreinskilinn. Maður spilar til að vinna býst ég við,“ sagði Mitchell.
NBA Mest lesið Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit