Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2025 12:14 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Hann hefur ekki viljað tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða um helgina. Vísir/Vilhelm Ríkið mun halda áfram að vinna að undirbúningi á sölu á hlut sínum í Íslandsbanka í almennu og opnu útboði, þrátt fyrir að Arion banki hafi tilkynnt um áhuga á að sameinast Íslandsbanka. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands er atburðarás föstudagsins stuttlega reifuð en þá tilkynnti fjármálaráðuneytið um hvernig sölunni á 42,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka yrði háttað. Í fyrirkomulaginu felst að einstaklingar fá lægsta verðið í sölunni, allt að fimm prósenta afslátt frá markaðsvirði, og forgang við úthlutun. Ríkið yrði að óbreyttu stærsti hluthafinn Skömmu síðar tilkynnti Arion banki til Kauphallar að stjórn bankans hefði sent stjórn Íslandsbanka erindi þar sem áhuga á samrunaviðræðum var lýst yfir. Í tilkynningu Arion banka sagði meðal annars að Arion banki væri reiðubúinn að bjóða hluthöfum Íslandsbanka, þar með talið íslenska ríkinu sem á 42,5 prósent í bankanum, fimm prósenta yfirverð miðað við meðaltal dagslokagengis síðustu 30 daga við ákvörðun skiptigengis félaganna í samrunanum. Hlutur ríkisins í sameinuðu félagi yrði yfir 20 prósent. Heldur ótrautt áfram Í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að frestur stjórnar Íslandsbanka til að svara Arion banka sé fjórtán dagar. Í ljósi þess að um sé að ræða stórt mál, sem varði tvo skráða banka á samkeppnismarkaði með fjölbreyttan hluthafahóp, sé eðlilegt og nauðsynlegt að málið verðið metið með vönduðum hætti af hálfu ríkisins, stærsta hluthafans, áður en nokkur afstaða er tekin til erindis Arion banka. „Ríkið mun halda áfram að vinna að undirbúningi á sölu á hlut sínum í Íslandsbanka í almennu og opnu útboði. Frumvarp um söluferlið var birt í samráðsgátt fyrir helgi og að loknu samráði verður málið tekið fyrir á Alþingi. Í frumvarpinu er lögð sérstök áhersla á framkvæmdina á útboðsferlinu, þ.e. á hlutlægni, hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi, ásamt forgangi almennings.“ Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Arion banki Íslandsbanki Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Viðskipti innlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Viðskipti innlent Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands er atburðarás föstudagsins stuttlega reifuð en þá tilkynnti fjármálaráðuneytið um hvernig sölunni á 42,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka yrði háttað. Í fyrirkomulaginu felst að einstaklingar fá lægsta verðið í sölunni, allt að fimm prósenta afslátt frá markaðsvirði, og forgang við úthlutun. Ríkið yrði að óbreyttu stærsti hluthafinn Skömmu síðar tilkynnti Arion banki til Kauphallar að stjórn bankans hefði sent stjórn Íslandsbanka erindi þar sem áhuga á samrunaviðræðum var lýst yfir. Í tilkynningu Arion banka sagði meðal annars að Arion banki væri reiðubúinn að bjóða hluthöfum Íslandsbanka, þar með talið íslenska ríkinu sem á 42,5 prósent í bankanum, fimm prósenta yfirverð miðað við meðaltal dagslokagengis síðustu 30 daga við ákvörðun skiptigengis félaganna í samrunanum. Hlutur ríkisins í sameinuðu félagi yrði yfir 20 prósent. Heldur ótrautt áfram Í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að frestur stjórnar Íslandsbanka til að svara Arion banka sé fjórtán dagar. Í ljósi þess að um sé að ræða stórt mál, sem varði tvo skráða banka á samkeppnismarkaði með fjölbreyttan hluthafahóp, sé eðlilegt og nauðsynlegt að málið verðið metið með vönduðum hætti af hálfu ríkisins, stærsta hluthafans, áður en nokkur afstaða er tekin til erindis Arion banka. „Ríkið mun halda áfram að vinna að undirbúningi á sölu á hlut sínum í Íslandsbanka í almennu og opnu útboði. Frumvarp um söluferlið var birt í samráðsgátt fyrir helgi og að loknu samráði verður málið tekið fyrir á Alþingi. Í frumvarpinu er lögð sérstök áhersla á framkvæmdina á útboðsferlinu, þ.e. á hlutlægni, hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi, ásamt forgangi almennings.“
Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Arion banki Íslandsbanki Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Viðskipti innlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Viðskipti innlent Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Sjá meira