Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Lovísa Arnardóttir skrifar 17. febrúar 2025 13:38 Smitrakning stendur yfir. Vísir/Pjetur Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir um 25 staðfest smit vegna matarsýkingar sem kom upp á þorrablóti í Brúarási í Múlaþingi. Heilbrigðiseftirlitið, HAUST, og Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA, vinna að smitrakningu. Búið er að taka sýni úr afgöngum. Um 260 manns sóttu þorrablótið samkvæmt upplýsingum frá Þorrablótsnefndinni. Lára segist því eiga von á því að fjölga smitaðra muni fjölga. Veikindin hafi gengið hratt yfir hjá flestum sem hafi smitast. Fyrst var fjallað um sýkinguna á vef Austurfrétta. „Þetta eru snörp veikindi. Yfirleitt niðurgangur. En flestir sem veiktust voru búin að jafna sig um hádegi í gær,“ segir Lára í samtali við fréttastofu. Hún segir að heilbrigðiseftirlitið hafi í gær getað tekið talsvert af sýnum úr afgöngum en að enn sé verið að vinna að því að greina þau. Þá muni heilbrigðiseftirlitið ræða við veitingamanninn sem sá um veitingarnar síðdegis í dag. Safna sýnum frá fólki Í tilkynningu á vef HSA kemur fram að unnið sé að smitrakningu en þau sem finna fyrir meltingarfærum einkennum beðin að tilkynna um það til embættis landlæknis. Lára segir HSA vinna að því að safna sýnum frá fólki líka. Stutt er síðan hópsýking kom upp í kjölfar tveggja þorrablóta í Ölfusi og Grímsnesi. Þar var ástæða sýkingar bakterían Bacillus cerus en ekki er vitað hvernig bakterían komst í matinn. Í tilkynningu MAST um smitin kom fram að handþvottaaðstaða var ófullnægjandi og að kælikeðja matvælanna rofnaði. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að 400 hefðu sótt blótið en það rétta er að 260 sóttu það. Leyfi var fyrir 400 manns en aðeins seldir 260 miðar. Leiðrétt klukkan 14:19 þann 17.2.2025. Múlaþing Þorrablót Þorramatur Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir „Við hörmum þetta atvik og erum miður okkar” Árni Bergþór Hafdal Bjarnason veitingamaður og eigandi Veisluþjónustu Suðurlands segir miður að fjöldi gesta hafi veikst á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi þar sem hann sá um veitingar. 14. febrúar 2025 11:02 Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn. 13. febrúar 2025 23:00 Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. 11. febrúar 2025 18:34 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Um 260 manns sóttu þorrablótið samkvæmt upplýsingum frá Þorrablótsnefndinni. Lára segist því eiga von á því að fjölga smitaðra muni fjölga. Veikindin hafi gengið hratt yfir hjá flestum sem hafi smitast. Fyrst var fjallað um sýkinguna á vef Austurfrétta. „Þetta eru snörp veikindi. Yfirleitt niðurgangur. En flestir sem veiktust voru búin að jafna sig um hádegi í gær,“ segir Lára í samtali við fréttastofu. Hún segir að heilbrigðiseftirlitið hafi í gær getað tekið talsvert af sýnum úr afgöngum en að enn sé verið að vinna að því að greina þau. Þá muni heilbrigðiseftirlitið ræða við veitingamanninn sem sá um veitingarnar síðdegis í dag. Safna sýnum frá fólki Í tilkynningu á vef HSA kemur fram að unnið sé að smitrakningu en þau sem finna fyrir meltingarfærum einkennum beðin að tilkynna um það til embættis landlæknis. Lára segir HSA vinna að því að safna sýnum frá fólki líka. Stutt er síðan hópsýking kom upp í kjölfar tveggja þorrablóta í Ölfusi og Grímsnesi. Þar var ástæða sýkingar bakterían Bacillus cerus en ekki er vitað hvernig bakterían komst í matinn. Í tilkynningu MAST um smitin kom fram að handþvottaaðstaða var ófullnægjandi og að kælikeðja matvælanna rofnaði. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að 400 hefðu sótt blótið en það rétta er að 260 sóttu það. Leyfi var fyrir 400 manns en aðeins seldir 260 miðar. Leiðrétt klukkan 14:19 þann 17.2.2025.
Múlaþing Þorrablót Þorramatur Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir „Við hörmum þetta atvik og erum miður okkar” Árni Bergþór Hafdal Bjarnason veitingamaður og eigandi Veisluþjónustu Suðurlands segir miður að fjöldi gesta hafi veikst á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi þar sem hann sá um veitingar. 14. febrúar 2025 11:02 Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn. 13. febrúar 2025 23:00 Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. 11. febrúar 2025 18:34 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Við hörmum þetta atvik og erum miður okkar” Árni Bergþór Hafdal Bjarnason veitingamaður og eigandi Veisluþjónustu Suðurlands segir miður að fjöldi gesta hafi veikst á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi þar sem hann sá um veitingar. 14. febrúar 2025 11:02
Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn. 13. febrúar 2025 23:00
Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. 11. febrúar 2025 18:34