Þorrablót

Fréttamynd

Rófustappan olli niður­gangi þorrablótsgesta

Rófustappa á þorrablóti á Brúarási í Jökulsárhlíð norður af Egilsstöðum olli því að fleiri tugir gesta sýktust og fengu snarpan niðurgang. Ljóst er að eitthvað fór úrskeiðis við meðferð stöppunnar en ekki ljóst hvað.

Innlent
Fréttamynd

Guð­rún slapp naum­lega við steinsmuguna

Fram hefur komið að matareitrun hafi gert vart við sig á Þorrablóti Jökuldælinga, Hlíðar- og Tungumanna í Brúarásskóla fyrir austan. Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður og frambjóðandi til oddvita Sjálfstæðismanna, var stödd á blótinu.

Innlent
Fréttamynd

Hópsýking á þorra­blóti í Brúar­ási

Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir um 25 staðfest smit vegna matarsýkingar sem kom upp á þorrablóti í Brúarási í Múlaþingi. Heilbrigðiseftirlitið, HAUST, og Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA, vinna að smitrakningu. Búið er að taka sýni úr afgöngum. 

Innlent
Fréttamynd

Mögu­lega hafi bakterían komist af ó­þvegnum höndum í þorra­matinn

Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn.

Innlent
Fréttamynd

Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum

Mikil stemning og gleði var á þorrablóti Laugardalsins sem fór fram í Þróttaraheimilinu á dögunum. Færri komust að en vildu en uppselt varð á gleðinu á skömmum tíma.

Lífið
Fréttamynd

Svekktar og reiðar yfir við­brögðum veitingamannsins

Ásta Þórdís Skjalddal, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er svekkt og reið yfir viðbrögðum veitingamannsins, Árna Bergþórs Hafdal Bjarnasonar, eiganda Veisluþjónustu Suðurlands, sem sá um veitinga á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi. 

Innlent
Fréttamynd

Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli

Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur.

Innlent
Fréttamynd

Kú­rekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu

Eitt sögufrægasta þorrablót landsins, sjálft Kommablótið á Neskaupsstað var haldið síðastliðinn laugardag í 59. skiptið. Venju samkvæmt var skemmtanametið slegið og í þetta skiptið var þemað í anda villta vestursins.

Lífið
Fréttamynd

Seldist upp á einni mínútu

Tólf hundruð manns mættu og skemmtu sér saman þegar Fram boðaði til Þorrablóts 113 í Framhöllinni í Grafarholti um helgina. Þar voru Framsóknarmenn og borgarfulltrúar atkvæðamiklir en það seldist upp á þorrablótið á einni mínútu og var stemningin eftir því.

Lífið
Fréttamynd

Grunur um matarborna sýkingu á þorra­blóti

Nokkur fjöldi fólks sem sótti þorrablót ungmennafélagsins Hvatar í Grímsnes- og Grafningshreppi á föstudag er orðinn veikur og hefur grunur vaknað um matarborna sýkingu. Birgir Leó Olgeirsson formaður þorrablótsnefndarinnar segir að upplýsingar um fjölda veikra liggi ekki fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Ekki bara þorra­blót heldur líka Reifiblót

Það var mikil stemning og gleði meðal Hornfirðinga og nærsveitunga á Þorrablóti Hafnar sem var haldið í íþróttahúsi bæjarins síðastliðið laugardagskvöld. Um 500 manns mættu á blótið og skemmtu sér langt fram eftir kvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Ás­laug Arna og KFC á þorra­blóti Aftur­eldingar

Mikil gleði var á þorrablóti Aftureldingar sem var haldið í íþróttahúsinu að Varmá síðastliðið laugardagskvöld. Um eitt þúsund Mosfellingar komu saman og blótuðu þorrann, en um er að ræða þeirra fjölmennasta þorrablót hingað til.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bónda­dagurinn

Stjörnur landsins nutu þessarar síðustu helgi janúarmánaðar til hins ýtrasta eins og þeim einum er lagið. Bóndadagurinn var haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag og sendu fjölmargir Íslendingar fallegar kveðjur á bændur í lífi þeirra í tilefni dagsins. Þá slettu fjölmargir úr klaufunum á þorrablóti á meðan aðrir böðuðu sig í sólinni á erlendri grundu.

Lífið
Fréttamynd

Enginn þreyir þorrann eins og Ás­laug Arna

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mætti á þrjú þorrablót á síðustu átta dögum sem er eftirtektarverð mæting. Áslaug er sögð munu tilkynna framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins á morgun.

Lífið
Fréttamynd

Stærsta þorra­blót landsins

Kópavogsbúar héldu stærsta þorrablót landsins í Kórnum í kvöld og mættu um 2.500 manns. Fyrir blótið safnaðist fólk saman í liggur við öðru hverju húsi til að lífga upp á mánuðinn.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breið­holti

Breiðhyltingar fögnuðu þorranum vel og rækilega á þorrablóti ÍR-inga sem fór fram í íþróttahúsi félagsins á laugardagskvöld. Skemmtikraftarnir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson voru veislustjórar kvöldins og skemmtu þeir gestum af sinni alkunnu snilld.

Lífið
Fréttamynd

Kú­rekarnir tóku völdin í Grafar­vogi

Kúrekarnir tóku völdin í Fjölnishöll á laugardagskvöld þegar Þorrablót Grafarvogs var haldið með pompi og prakt. Grafarvogsbúar drógu fram kúrekastígvélin og hattana og var ótrúleg stemning í loftinu.

Lífið