„Eins og að setja fótboltamann í bann að sumri til“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. febrúar 2025 07:01 Jannik Sinner gerði samkomulag við lyfjaeftirlitið sem Liam Broady er lítt hrifinn af. getty Breski tenniskappinn Liam Broady segir keppnisbann Jannik Sinner hafa verið útfært þannig að það hefði sem minnst áhrif á feril hans, og líkir því við að setja leikmann í ensku úrvalsdeildinni í bann að sumri til. Broady er svekktur með niðurstöðu dómstóla og veltir því fyrir sér hvort hann hefði fengið sömu meðferð. Jannik Sinner gerði í síðustu viku samkomulag við alþjóða lyfjaeftirlitið (WADA), um að taka út þriggja mánaða bann, eftir að hafi fallið á lyfjaprófi í mars á síðasta ári. Bannið tók gildi 9. febrúar og lýkur þann 4. maí næstkomandi. „Ég held að mikil áhersla hafi verið lögð á að bannið myndi hafa sem minnst áhrif á feril hans. Banninu lýkur daginn fyrir opna meistaramótið í Róm, sem er stærsta mótið í hans heimalandi, og fullkomið fyrir hann að fá að keppa þar rétt fyrir opna franska meistaramótið [sem hefst 19. maí],“ sagði Liam Broady. „Ég held að hann tapi ekki sinni stigum eða falli niður um sæti á heimslistanum. Þetta er mjög undarlegt bann.“ „Ég var að tala við fólk sem líkti þessu við ensku úrvalsdeildina. Þetta er eins og að setja fótboltamann í bann að sumri til.“ Didn’t realise you could reach a settlement regarding a doping ban… Interesting. Back in time for French Open I guess? 👀— Liam Broady (@Liambroady) February 15, 2025 Broady sagðist einnig hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar WADA gerði samkomulag við Sinner, í stað þess að halda áfram að sækjast eftir tveggja ára refsinu eins og upphaflega stóð til. Það var gert eftir að sjálfstæður dómstóll úrskurðaði að Sinner hafi ekki innbyrt ólöglega efnið viljandi, það hafi smitast í gegnum krem sem nuddari hans notaði. „Það virðist vera gert upp á milli manna. Ég er ekki að segja að hann hafi gert þetta viljandi. En ef þetta hefði gerst við einhvern annan, hefðum við fengið sömu meðferð? Væri okkur veittur sams konar skilningur?“ bætti Broady við en hann situr í 766. sæti heimslistans. Tennis Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Jannik Sinner gerði í síðustu viku samkomulag við alþjóða lyfjaeftirlitið (WADA), um að taka út þriggja mánaða bann, eftir að hafi fallið á lyfjaprófi í mars á síðasta ári. Bannið tók gildi 9. febrúar og lýkur þann 4. maí næstkomandi. „Ég held að mikil áhersla hafi verið lögð á að bannið myndi hafa sem minnst áhrif á feril hans. Banninu lýkur daginn fyrir opna meistaramótið í Róm, sem er stærsta mótið í hans heimalandi, og fullkomið fyrir hann að fá að keppa þar rétt fyrir opna franska meistaramótið [sem hefst 19. maí],“ sagði Liam Broady. „Ég held að hann tapi ekki sinni stigum eða falli niður um sæti á heimslistanum. Þetta er mjög undarlegt bann.“ „Ég var að tala við fólk sem líkti þessu við ensku úrvalsdeildina. Þetta er eins og að setja fótboltamann í bann að sumri til.“ Didn’t realise you could reach a settlement regarding a doping ban… Interesting. Back in time for French Open I guess? 👀— Liam Broady (@Liambroady) February 15, 2025 Broady sagðist einnig hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar WADA gerði samkomulag við Sinner, í stað þess að halda áfram að sækjast eftir tveggja ára refsinu eins og upphaflega stóð til. Það var gert eftir að sjálfstæður dómstóll úrskurðaði að Sinner hafi ekki innbyrt ólöglega efnið viljandi, það hafi smitast í gegnum krem sem nuddari hans notaði. „Það virðist vera gert upp á milli manna. Ég er ekki að segja að hann hafi gert þetta viljandi. En ef þetta hefði gerst við einhvern annan, hefðum við fengið sömu meðferð? Væri okkur veittur sams konar skilningur?“ bætti Broady við en hann situr í 766. sæti heimslistans.
Tennis Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira