Þá var annar handtekinn við að reyna að sparka upp hurðinni á Stjórnarráðinu. Sá veitti mótþróa við handtöku.
Þetta er meðal þess sem greint er frá í yfirliti lögreglu yfir verkefni vaktarinnar.
Þar segir að þrír gisti fangageymslur nú í morgunsárið.
Lögreglu bárust tilkynningar um innbrot og þjófnaði í miðborginni og póstnúmerum 103 og 112. Þá var tilkynnt um sofandi menn í stigagangi í 170 og var þeim vísað á brott.
Einnig var leitað þjófa sem voru sagðir hafa freistað þess að stela gasgrilli í Hafnarfirði en þeir fundust ekki. Þá barst einnig tilkynning um slagsmál í 111 en ekkert að sjá þegar lögreglu bar að.
Fimm ökumenn voru stöðvaðir í umferðinni grunaðir um akstur undir áhrifum.